Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Illugi segist ætla að svara fyrirspurnum Stundarinnar í Fréttablaðinu

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra seg­ist í við­tali við Rík­is­út­varp­ið ætla að svara ít­rek­uð­um fyr­ir­spurn­um Stund­ar­inn­ar í við­tali við Frétta­blað­ið sem birt­ist á morg­un. Stund­in hef­ur sent hon­um 15 fyr­ir­spurn­ir vegna hags­muna­tengsla hans við Orku Energy án þess að fá svar.

Illugi segist ætla að svara fyrirspurnum Stundarinnar í Fréttablaðinu

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segist svara fyrirspurnum Stundarinnar í viðtali sem birt verður í Fréttablaðinu á morgun. Þetta segir hann í samtali við fréttamann RÚV í dag.

Stundin hefur sent Illuga og aðstoðarmanni hans, Sigríði Hallgrímsdóttur, fimmtán tölvupósta með spurningum um málið frá því í apríl, án þess að fá svar. 

Föstudagsviðtal Fréttablaðsins
Föstudagsviðtal Fréttablaðsins Illugi Gunnarsson hefur boðað að hann svari spurningum í viðtali við Fréttablaðið.

Fréttamaður RÚV spurði Illuga hvort það væri ekki óeðlilegt að hann hagi því sjálfur við hvaða fjölmiðla hann ræðir og hvenær. „Nei, það er ekkert óeðlilegt við það,“ svarar Illugi. „Þetta er stórt og mikið viðtal þar sem er meðal annars farið yfir þessar spurningar sem komu fram í Stundinni og voru birtar. Ég fer yfir þær í því viðtali.“

Hafði sjálfur samband og bað um viðtal við RÚV

Illugi ákvað að tjá sig um viðskipti sín og Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy, í viðtali við fréttastofu RÚV þann 26. apríl síðastliðinn eftir að Stundin hafði beint til hans spurningum um félagið OG Capital. Ragnhildur Thorlacius, fréttamaður á RÚV, sagði frá því í viðtali við Fréttablaðið að Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga, hafi sjálf haft samband við Fréttastofu RÚV og óskað eftir viðtali við ráðherrann. Í viðtalinu við RÚV greindi Illugi frá því að hann hefði selt íbúð sína á Ránargötu til Hauks eftir að hafa lent í fjárhagserfiðleikum.

„Þetta er stórt og mikið viðtal þar sem er meðal annars farið yfir þessar spurningar sem komu fram í Stundinni.“

Fjölmiðlar höfðu áður greint frá því að Illugi hafi farið í opinbera ferð til Kína þar sem hann fundaði meðal annars með fulltrúum frá Orku Energy og kínverku samstarfsfyrirtæki þess á sviði orkumála, Sinopec. Þetta þótti áhugavert í ljósi þess að Illugi vann einnig hjá Orku Energy sem ráðgjafi eftir að hann fór í leyfi frá þingstörfum árin 2010 og 2011. Stundin greindi svo frá því að ráðherrann hefði einnig selt Hauki eignarhaldsfélagið OG Capital og að íbúðin væri nú skráð á það fyrirtæki og að Illugi leigði íbúðina af fyrirtækinu.

Eins og fram kom í frétt Stundarinnar fyrr í vikunni hafa fimm ritstjórnir fjölmiðla á Íslandi í fimm mánuði reynt að fá Illuga til að svara spurningum um Orku Energy málið, en án árangurs. 

Hefur ekki íhugað afsögn

Illugi segist í samtali við RÚV ekki hafa íhugað stöðu sína vegna málsins. „Ég hef nú bent á að í þessu máli hef ég ekki gert annað fyrir þetta fyrirtæki en til dæmis aðrir ráðherrar í til dæmis síðustu ríkisstjórn hafa gert. Það þyrfti þá að vera hægt að segja að ég hafi með einhverjum hætti veitt þessu fyrirtæki óeðlilega fyrirgreiðslu. Það hefur ekki verið með nokkrum hætti sýnt fram á það eða bent á,“ segir Illugi meðal annars. 

Þá bendir hann á að rektorar Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Listaháskólans hafi einnig verið með í för í umræddri Kínaferð, auk forstöðumanni Rannís. „Við áttum fund í Kína með ráðherrum þeirra sviða sem heyra undir mitt ráðuneyti. Tilurð ferðarinnar er sú að það var boð frá Kínverjum og beiðni um það að þessi vinnuferð yrði farin. Við funduðum með vísindastofnunum og menningarstofnunum og svo framvegis og svo framvegis. Þannig að að láta að því liggja að þessi ferð hafi með einhverjum hætti verið farin vegna einhvers eins fyrirtækis er auðvitað fráleitt,“ segir Illugi meðal annars.

Illugi bendir á að Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson hafi á síðasta kjörtímabili sömuleiðis greitt götu Orku Energy með einhverjum hætti. Ef menn ætli að fara fram á afsögn hans þurfi þeir að benda á að hann hafi gert eitthvað annað en ráðherrar fyrri ríkisstjórnar. Þegar Fréttamaður RÚV bendir honum á að munurinn sé sá að Illugi er fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy vísar Illugi aftur á viðtalið í Fréttablaðinu. Þar sé farið yfir málið. 

„Að láta að því liggja að þessi ferð hafi með einhverjum hætti verið farin vegna einhvers eins fyrirtækis er auðvitað fráleitt.“ 

Að lokum var Illugi spurður út í þriggja milljóna krónu lán sem hann fékk frá Orku Energy og Stundin fjallaði um í síðustu viku. „Allar þessar spurningar hafa komið fram af hálfu Stundarinnar og verða ræddar af minni hálfu þarna. Ég hef síðan sett þá reglu í þessu máli, rétt eins og ég setti varðandi húsaleiguna, að ég ætla mér að gefa upp allar mínar fjárhagsskuldbindingar með sama hætti og er gerð krafa til gagnvart öðrum þingmönnum og öðrum ráðherrum. Það hljóta auðvitað að gilda um mig sömu reglur og alla aðra hvað það varðar.“

Vekur upp spurningar sem þarf að rannsaka

Í síðasta tölublaði Stundarinnar var rætt við forsvarsmann sænskrar stofnunar sem sérhæfir sig í rannsóknum á mútum, Institutet mot mutor. Forsvarsmaður stofnunarinnar, Helena Sundén, sagði að samkvæmt lýsingum á máli Illuga bæri að skoða málið nánar. „Lýsingin á málinu vekur upp spurningar sem þarf að rannsaka nánar. Það er mikilvægt að fulltrúar almennings séu opnir og að gagnsæi ríki með þau persónulegu tengsl sem þeir kunna að hafa og það er að sjálfsögðu mikilvægt að þeir stuðli ekki að því að spilla fyrir heilbrigðri og frjálsri samkeppni á markaðnum. Einungis grunur um að þjóðkjörinn fulltrúi gæti hagsmuna annarra en almennings er slæmur í sjálfum sér þar sem hann skaðar trúverðugleika hans. Stjórnmálamenn okkar skulu ekki koma sér í neina stöðu sem kastað getur rýrð á það traust sem almenningur ber í þeirra garð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Illugi Gunnarsson og Orka Energy

Samstarfsmaður íslenska ríkisins notaði þrjú félög í skattaskjólum
Fréttir

Sam­starfs­mað­ur ís­lenska rík­is­ins not­aði þrjú fé­lög í skatta­skjól­um

Hauk­ur Harð­ar­son, fjár­fest­ir og stjórn­ar­formað­ur Orku Energy, átti að minnsta kosti þrjú fé­lög í skatta­skjól­um sem hann not­aði í við­skipt­um sín­um fyr­ir og eft­ir hrun. Stýr­ir fyr­ir­tæki sem á í sam­starfi við ís­lenska rík­ið í orku­mál­um í Kína og hef­ur Hauk­ur nokkr­um sinn­um fund­að með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Ís­lands, vegna orku­mála. Eins­dæmi er að einka­fyr­ir­tæki kom­ist í þá stöðu sem Orka Energy er í í Kína.
Tvö hliðstæð spillingarmál en bara ein athugun á mútubroti
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Tvö hlið­stæð spill­ing­ar­mál en bara ein at­hug­un á mútu­broti

Mál ut­an­rík­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Margot Wallström, og mál Ill­uga Gunn­ars­son­ar eru hlið­stæð að ýmsu leyti. Bæði leigðu íbúð­ir af einkað­il­um af óljós­um ástæð­um. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur brugð­ist við í til­felli Wallström en eng­inn eft­ir­lits­að­ili hef­ur skoð­að mál Ill­uga svo vit­að sé. Af hverju staf­ar þessi mun­ur á milli land­anna?
Illugi gerir undirmenn sína samábyrga
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ill­ugi ger­ir und­ir­menn sína samá­byrga

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra gerði und­ir­menn sína í mennta­mála­ráðu­neyt­inu samá­byrga við skipu­lagn­ingu á op­in­berri heim­sókn til Kína þar sem Orka Energy var í við­skipta­sendi­nefnd hans. Starfs­menn ráðu­neyt­is­ins vissu ekki um við­skipti Ill­uga og stjórn­ar­for­manns Orku Energy. Einn af und­ir­mönn­um Ill­uga í ráðu­neyti er Ásta Magnús­dótt­ir sem kom að skipu­lagn­ingu ferð­ar­inn­ar til Kína en ómögu­legt hef­ur ver­ið að ná í hana til að spyrja hana spurn­inga um ferð­ina.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár