Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Illugi segist ætla að svara fyrirspurnum Stundarinnar í Fréttablaðinu

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra seg­ist í við­tali við Rík­is­út­varp­ið ætla að svara ít­rek­uð­um fyr­ir­spurn­um Stund­ar­inn­ar í við­tali við Frétta­blað­ið sem birt­ist á morg­un. Stund­in hef­ur sent hon­um 15 fyr­ir­spurn­ir vegna hags­muna­tengsla hans við Orku Energy án þess að fá svar.

Illugi segist ætla að svara fyrirspurnum Stundarinnar í Fréttablaðinu

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segist svara fyrirspurnum Stundarinnar í viðtali sem birt verður í Fréttablaðinu á morgun. Þetta segir hann í samtali við fréttamann RÚV í dag.

Stundin hefur sent Illuga og aðstoðarmanni hans, Sigríði Hallgrímsdóttur, fimmtán tölvupósta með spurningum um málið frá því í apríl, án þess að fá svar. 

Föstudagsviðtal Fréttablaðsins
Föstudagsviðtal Fréttablaðsins Illugi Gunnarsson hefur boðað að hann svari spurningum í viðtali við Fréttablaðið.

Fréttamaður RÚV spurði Illuga hvort það væri ekki óeðlilegt að hann hagi því sjálfur við hvaða fjölmiðla hann ræðir og hvenær. „Nei, það er ekkert óeðlilegt við það,“ svarar Illugi. „Þetta er stórt og mikið viðtal þar sem er meðal annars farið yfir þessar spurningar sem komu fram í Stundinni og voru birtar. Ég fer yfir þær í því viðtali.“

Hafði sjálfur samband og bað um viðtal við RÚV

Illugi ákvað að tjá sig um viðskipti sín og Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy, í viðtali við fréttastofu RÚV þann 26. apríl síðastliðinn eftir að Stundin hafði beint til hans spurningum um félagið OG Capital. Ragnhildur Thorlacius, fréttamaður á RÚV, sagði frá því í viðtali við Fréttablaðið að Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga, hafi sjálf haft samband við Fréttastofu RÚV og óskað eftir viðtali við ráðherrann. Í viðtalinu við RÚV greindi Illugi frá því að hann hefði selt íbúð sína á Ránargötu til Hauks eftir að hafa lent í fjárhagserfiðleikum.

„Þetta er stórt og mikið viðtal þar sem er meðal annars farið yfir þessar spurningar sem komu fram í Stundinni.“

Fjölmiðlar höfðu áður greint frá því að Illugi hafi farið í opinbera ferð til Kína þar sem hann fundaði meðal annars með fulltrúum frá Orku Energy og kínverku samstarfsfyrirtæki þess á sviði orkumála, Sinopec. Þetta þótti áhugavert í ljósi þess að Illugi vann einnig hjá Orku Energy sem ráðgjafi eftir að hann fór í leyfi frá þingstörfum árin 2010 og 2011. Stundin greindi svo frá því að ráðherrann hefði einnig selt Hauki eignarhaldsfélagið OG Capital og að íbúðin væri nú skráð á það fyrirtæki og að Illugi leigði íbúðina af fyrirtækinu.

Eins og fram kom í frétt Stundarinnar fyrr í vikunni hafa fimm ritstjórnir fjölmiðla á Íslandi í fimm mánuði reynt að fá Illuga til að svara spurningum um Orku Energy málið, en án árangurs. 

Hefur ekki íhugað afsögn

Illugi segist í samtali við RÚV ekki hafa íhugað stöðu sína vegna málsins. „Ég hef nú bent á að í þessu máli hef ég ekki gert annað fyrir þetta fyrirtæki en til dæmis aðrir ráðherrar í til dæmis síðustu ríkisstjórn hafa gert. Það þyrfti þá að vera hægt að segja að ég hafi með einhverjum hætti veitt þessu fyrirtæki óeðlilega fyrirgreiðslu. Það hefur ekki verið með nokkrum hætti sýnt fram á það eða bent á,“ segir Illugi meðal annars. 

Þá bendir hann á að rektorar Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Listaháskólans hafi einnig verið með í för í umræddri Kínaferð, auk forstöðumanni Rannís. „Við áttum fund í Kína með ráðherrum þeirra sviða sem heyra undir mitt ráðuneyti. Tilurð ferðarinnar er sú að það var boð frá Kínverjum og beiðni um það að þessi vinnuferð yrði farin. Við funduðum með vísindastofnunum og menningarstofnunum og svo framvegis og svo framvegis. Þannig að að láta að því liggja að þessi ferð hafi með einhverjum hætti verið farin vegna einhvers eins fyrirtækis er auðvitað fráleitt,“ segir Illugi meðal annars.

Illugi bendir á að Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson hafi á síðasta kjörtímabili sömuleiðis greitt götu Orku Energy með einhverjum hætti. Ef menn ætli að fara fram á afsögn hans þurfi þeir að benda á að hann hafi gert eitthvað annað en ráðherrar fyrri ríkisstjórnar. Þegar Fréttamaður RÚV bendir honum á að munurinn sé sá að Illugi er fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy vísar Illugi aftur á viðtalið í Fréttablaðinu. Þar sé farið yfir málið. 

„Að láta að því liggja að þessi ferð hafi með einhverjum hætti verið farin vegna einhvers eins fyrirtækis er auðvitað fráleitt.“ 

Að lokum var Illugi spurður út í þriggja milljóna krónu lán sem hann fékk frá Orku Energy og Stundin fjallaði um í síðustu viku. „Allar þessar spurningar hafa komið fram af hálfu Stundarinnar og verða ræddar af minni hálfu þarna. Ég hef síðan sett þá reglu í þessu máli, rétt eins og ég setti varðandi húsaleiguna, að ég ætla mér að gefa upp allar mínar fjárhagsskuldbindingar með sama hætti og er gerð krafa til gagnvart öðrum þingmönnum og öðrum ráðherrum. Það hljóta auðvitað að gilda um mig sömu reglur og alla aðra hvað það varðar.“

Vekur upp spurningar sem þarf að rannsaka

Í síðasta tölublaði Stundarinnar var rætt við forsvarsmann sænskrar stofnunar sem sérhæfir sig í rannsóknum á mútum, Institutet mot mutor. Forsvarsmaður stofnunarinnar, Helena Sundén, sagði að samkvæmt lýsingum á máli Illuga bæri að skoða málið nánar. „Lýsingin á málinu vekur upp spurningar sem þarf að rannsaka nánar. Það er mikilvægt að fulltrúar almennings séu opnir og að gagnsæi ríki með þau persónulegu tengsl sem þeir kunna að hafa og það er að sjálfsögðu mikilvægt að þeir stuðli ekki að því að spilla fyrir heilbrigðri og frjálsri samkeppni á markaðnum. Einungis grunur um að þjóðkjörinn fulltrúi gæti hagsmuna annarra en almennings er slæmur í sjálfum sér þar sem hann skaðar trúverðugleika hans. Stjórnmálamenn okkar skulu ekki koma sér í neina stöðu sem kastað getur rýrð á það traust sem almenningur ber í þeirra garð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Illugi Gunnarsson og Orka Energy

Samstarfsmaður íslenska ríkisins notaði þrjú félög í skattaskjólum
Fréttir

Sam­starfs­mað­ur ís­lenska rík­is­ins not­aði þrjú fé­lög í skatta­skjól­um

Hauk­ur Harð­ar­son, fjár­fest­ir og stjórn­ar­formað­ur Orku Energy, átti að minnsta kosti þrjú fé­lög í skatta­skjól­um sem hann not­aði í við­skipt­um sín­um fyr­ir og eft­ir hrun. Stýr­ir fyr­ir­tæki sem á í sam­starfi við ís­lenska rík­ið í orku­mál­um í Kína og hef­ur Hauk­ur nokkr­um sinn­um fund­að með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Ís­lands, vegna orku­mála. Eins­dæmi er að einka­fyr­ir­tæki kom­ist í þá stöðu sem Orka Energy er í í Kína.
Tvö hliðstæð spillingarmál en bara ein athugun á mútubroti
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Tvö hlið­stæð spill­ing­ar­mál en bara ein at­hug­un á mútu­broti

Mál ut­an­rík­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Margot Wallström, og mál Ill­uga Gunn­ars­son­ar eru hlið­stæð að ýmsu leyti. Bæði leigðu íbúð­ir af einkað­il­um af óljós­um ástæð­um. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur brugð­ist við í til­felli Wallström en eng­inn eft­ir­lits­að­ili hef­ur skoð­að mál Ill­uga svo vit­að sé. Af hverju staf­ar þessi mun­ur á milli land­anna?
Illugi gerir undirmenn sína samábyrga
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ill­ugi ger­ir und­ir­menn sína samá­byrga

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra gerði und­ir­menn sína í mennta­mála­ráðu­neyt­inu samá­byrga við skipu­lagn­ingu á op­in­berri heim­sókn til Kína þar sem Orka Energy var í við­skipta­sendi­nefnd hans. Starfs­menn ráðu­neyt­is­ins vissu ekki um við­skipti Ill­uga og stjórn­ar­for­manns Orku Energy. Einn af und­ir­mönn­um Ill­uga í ráðu­neyti er Ásta Magnús­dótt­ir sem kom að skipu­lagn­ingu ferð­ar­inn­ar til Kína en ómögu­legt hef­ur ver­ið að ná í hana til að spyrja hana spurn­inga um ferð­ina.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
9
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu