Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Illugi neitar að gefa upp hvort fyrirtæki hans fékk greiðslu frá Orku Energy

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra seg­ist hafa svar­að öllu í Orku Energy mál­inu þrátt fyr­ir að hann hafi ekki svar­að mörg­um spurn­ing­um fjöl­miðla um mál­ið. Hann seg­ist per­sónu­lega ekki hafa feng­ið greitt meira frá Orku Energy en vill ekki ræða 1,2 millj­óna greiðsl­una til eign­ar­halds­fé­lags síns.

Illugi neitar að gefa upp hvort fyrirtæki hans fékk greiðslu frá Orku Energy
Segist hafa svarað öllu Illugi segir að ekki sé neitt eftir til að svara eða opinbera í Orku Energy-málinu. Samt hefur hann ekki svarað lykilspurningum í málinu. Mynd: Press Photos

Illugi Gunnarsson svarar ekki nánar um hagsmunatengsl sín við Orku Energy. Hann segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa, en svarar ekki um greiðslu frá Orku Energy til einkahlutafélags síns.

Stundin hefur undanfarið fjallað um hagsmunatengsl Illuga við Orku Energy, en Illugi svarar ekki spurningum Stundarinnar. Hann hefur hins vegar undanfarið svarað öðrum fjölmiðlum.

„Hvað OG Capital varðar, þá fékk ég engin laun eða arð frá því félagi, hvorki fyrr né síðar, sem áttu uppruna sinn hjá Orku Energy,“ segir Illugi Gunnarsson í svari sínu til Íslands í dag sem Vísir birtir frétt um í dag. Með þessu svari bregst Illugi við frétt Stundarinnar frá því í fyrradag um að einkahlutafélag hans, OG Capital, hafi fengið greiddar 1,2 milljónir króna frá orkufyrirtækinu Orku Energy árið 2012. Illugi svarar því hins vegar ekki hvort OG Capital fékk þessa greiðslu frá fyrirtækinu. Hann svarar aðeins því að hann persónulega hafi ekki fengið greidd laun út úr OG Capital sem komu Orku Energy. 

„Þetta eru einu tekjurnar sem ég hef haft frá Orku Energy fyrr og síðar.“

Í frétt Stundarinnar í fyrradag kom heldur ekki fram að Illugi hefði tekið þessar 1,2 milljónir króna út úr fyrirtækinu í formi launa. Þvert á móti sagði að peningarnir hafi orðið eftir inni í félaginu. Með svörum sínum hefur Illugi því ekki ennþá svarað þeirri spurningu hvort OG Capital fékk þessa 1,2 milljóna króna greiðslu frá Orku Energy eða ekki. Hann neitar að svara þessu og kýs þess í stað bara að tala um eigin persónulegu tekjur. „Ég hef birt og gert grein fyrir öllum upplýsingum er varða tekjur mínar vegna ráðgjafarstarfa fyrir Orku Energy. Eins og skattskýrslur mínar og eiginkonu minnar frá árunum 2012 og 2013 sýna, er einungis um eina launagreiðslu að ræða frá Orku Energy[…] Þetta eru einu tekjurnar sem ég hef haft frá Orku Energy fyrr og síðar.“

Aldrei kom fram að þessi greiðsla upp á 1,2 milljónir hefði runnið til Illuga sjálfs í formi launa. Þar af leiðandi segja þessi svör Illuga ekkert um efni fréttarinnar um 1,2 milljóna greiðsluna, alveg eins og opinberun hans á eigin skattframtölum í fyrrakvöld sagði ekkert um þessa frétt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Illugi Gunnarsson og Orka Energy

Samstarfsmaður íslenska ríkisins notaði þrjú félög í skattaskjólum
Fréttir

Sam­starfs­mað­ur ís­lenska rík­is­ins not­aði þrjú fé­lög í skatta­skjól­um

Hauk­ur Harð­ar­son, fjár­fest­ir og stjórn­ar­formað­ur Orku Energy, átti að minnsta kosti þrjú fé­lög í skatta­skjól­um sem hann not­aði í við­skipt­um sín­um fyr­ir og eft­ir hrun. Stýr­ir fyr­ir­tæki sem á í sam­starfi við ís­lenska rík­ið í orku­mál­um í Kína og hef­ur Hauk­ur nokkr­um sinn­um fund­að með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Ís­lands, vegna orku­mála. Eins­dæmi er að einka­fyr­ir­tæki kom­ist í þá stöðu sem Orka Energy er í í Kína.
Tvö hliðstæð spillingarmál en bara ein athugun á mútubroti
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Tvö hlið­stæð spill­ing­ar­mál en bara ein at­hug­un á mútu­broti

Mál ut­an­rík­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Margot Wallström, og mál Ill­uga Gunn­ars­son­ar eru hlið­stæð að ýmsu leyti. Bæði leigðu íbúð­ir af einkað­il­um af óljós­um ástæð­um. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur brugð­ist við í til­felli Wallström en eng­inn eft­ir­lits­að­ili hef­ur skoð­að mál Ill­uga svo vit­að sé. Af hverju staf­ar þessi mun­ur á milli land­anna?
Illugi gerir undirmenn sína samábyrga
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ill­ugi ger­ir und­ir­menn sína samá­byrga

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra gerði und­ir­menn sína í mennta­mála­ráðu­neyt­inu samá­byrga við skipu­lagn­ingu á op­in­berri heim­sókn til Kína þar sem Orka Energy var í við­skipta­sendi­nefnd hans. Starfs­menn ráðu­neyt­is­ins vissu ekki um við­skipti Ill­uga og stjórn­ar­for­manns Orku Energy. Einn af und­ir­mönn­um Ill­uga í ráðu­neyti er Ásta Magnús­dótt­ir sem kom að skipu­lagn­ingu ferð­ar­inn­ar til Kína en ómögu­legt hef­ur ver­ið að ná í hana til að spyrja hana spurn­inga um ferð­ina.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár