Á Íslandi hefur ungt fólk setið eftir í kaupmáttaraukningu síðustu ára. Vegna þess og hækkunar leigu- og fasteignaverðs hefur ungt fólk minni möguleika á að eignast sitt eigið heimili. Þar sem eign í húsnæði er grundvöllurinn að eigið fé almennings er sú staða sem nú er uppi líkleg til að orsaka enn frekari misskiptingu eigna.
Ekki aðeins hefur ungt fólk setið eftir í kaupmáttaraukningu, heldur stendur það frammi fyrir því að missa af aukningu á eigin fé, þar sem það kemst síður inn á fasteignamarkað. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 16 prósent og er því ljóst að þeir sem ekki eru á fasteignamarkaði munu þurfa að greiða þess meira fyrir fasteign þegar þar að kemur, taka þess hærri lán, greiða þess hærri útborgun og missa af eiginfjáraukningunni samhliða hækkuninni.
Sem dæmi um kapphlaup ungs fólks í tilraun til að ná inn á fasteignamarkað hefur útborgun af 30 …
Athugasemdir