Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Tilkynning: Hundrað þúsund lásu Stundina

Fjölg­að í rit­stjórn Stund­ar­inn­ar.

Tilkynning: Hundrað þúsund lásu Stundina

Fyrirvari vegna hagsmuna: Eftirfarandi er frétt um Stundina skrifuð af ritstjórn Stundarinnar.

Rúmlega hundrað þúsund notendur voru að vefsíðu Stundarinnar í síðustu viku, samkvæmt opinberum vefmælingum Modernus. Þetta gerir Stundina að tíunda mest lesna vef landsins átta vikum eftir opnun.

Stundin var stofnuð í janúar síðastliðnum með hjálp hópfjármögnunar á síðunni Karolina fund. Um 1.250 einstaklingar styrktu stofnun Stundarinnar og safnaðist hærri upphæð en áður hefur gerst í sögu hópfjármögnunar á Íslandi.

Áskriftarmiðill á vefnum

Stundin kemur út í daglegri vefútgáfu og mánaðarlegri prentútgáfu. Vefur Stundarinnar er áskriftarmiðill. Áskriftarkerfi Stundarinnar á sér að hluta fyrirmynd í áskriftarkerfi New York Times á vefnum. Þannig er hluti vefsins opinn, en sett er hámark á það hversu oft sé hægt að fletta greinum án þess að greiða áskriftargjald sem nemur 750 kr. á mánuði. Þannig fá þeir sem ekki eru áskrifendur sex ritstjórnargreinar í fullri lengd fríar í hverjum mánuði gegn því að þeir skrái sig sem notendur. 

Prentútgáfa Stundarinnar hefur komið út þrisvar og er von á fjórða tölublaði til áskrifenda og í verslanir 7. maí næstkomandi.

Stundin gerði tölvupóstkönnun á meðal áskrifenda í síðasta mánuði. Rúmlega þúsund svör bárust. 

Niðurstöður áskrifendakönnunar

Meðal niðurstaðna eru að um 90% svarenda kváðu líklegt að þeir myndu mæla með Stundinni við ættingja eða vini, en 8% kváðu það hvorki líklegt né líklegt. Þá sögðust 1,8% telja það ólíklegt. 

93% svarenda töldu auglýsingamagn vera hæfilegt. Auglýsingamagn í prentblaði Stundarinnar er um 25%, en í fríblöðum fer það yfir 70%.

Þegar spurt var hversu vel svarendum þættu tiltekin hugtök eiga við um Stundina reyndust 90% vera sammála því að Stundin væri traustvekjandi, 92% töldu hana vera fræðandi og 95% áhugaverð.

Ritstjórnin stækkuð

Vegna fjölgunar áskrifenda hefur verið unnt að stækka ritstjórn Stundarinnar síðustu vikur. Blaðakonan Áslaug Karen Jóhannsdóttir hóf störf í síðasta mánuði, en hún starfaði áður á Skessuhorni og DV. Í síðustu viku hóf Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður störf. Ingi hefur meðal annars starfað sem blaðamaður á Fréttablaðinu og fréttastjóri DV. Ingi hefur þrisvar verið tilnefndur til blaðamannaverðlauna, þar af tvisvar fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Einnig hefur Jón Bjarki Magnússon blaðamaður hafið skrif fyrir Stundina. Hann hlaut blaðamannaverðlaun ársins síðastliðin tvö ár í röð, annars vegar fyrir rannsóknarblaðamennsku og sem blaðamaður ársins. 

Fyrir eru starfandi á Stundinni Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri, Jón Trausti Reynisson, ritstjóri og framkvæmdastjóri, Hjálmar Friðriksson blaðamaður og Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður.

Að auki skrifa fjölmargir reglulega eða óreglulega í Stundina, ýmist sem bloggarar, lausapennar eða pistlahöfundar. Meðal þeirra eru Ásgeir Jónsson, Ásta Helgadóttir, Benedikt Erlingsson, Benjamín Julian, Bergþór Pálsson, Björn Þorláksson, Ellert Grétarsson, Freyja Búadóttir, Guðmundur Hörður Guðmundsson, Hanna Ólafsdóttir, Hallgrímur Helgason, Jóhannes Björn, Jón Ólafsson, Kristján Már Gunnarsson, María Lilja Þrastardóttir, Nanna Rögnvaldar, Ólöf Steinunnardóttir, Óskar Ericsson, Óttar Guðmundsson, Páll Ásgeir Ásgeirsson, Ragnar Þór Pétursson, Sigrún Daníelsdóttir, Smári McCarthy, Snæbjörn Brynjarsson, Svava Jónsdóttir, Teitur Atlason og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir.

Gert er ráð fyrir að frekari fjölgun á ritstjórn haldist í hendur við þróun áskriftatekna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár