Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tilkynning: Hundrað þúsund lásu Stundina

Fjölg­að í rit­stjórn Stund­ar­inn­ar.

Tilkynning: Hundrað þúsund lásu Stundina

Fyrirvari vegna hagsmuna: Eftirfarandi er frétt um Stundina skrifuð af ritstjórn Stundarinnar.

Rúmlega hundrað þúsund notendur voru að vefsíðu Stundarinnar í síðustu viku, samkvæmt opinberum vefmælingum Modernus. Þetta gerir Stundina að tíunda mest lesna vef landsins átta vikum eftir opnun.

Stundin var stofnuð í janúar síðastliðnum með hjálp hópfjármögnunar á síðunni Karolina fund. Um 1.250 einstaklingar styrktu stofnun Stundarinnar og safnaðist hærri upphæð en áður hefur gerst í sögu hópfjármögnunar á Íslandi.

Áskriftarmiðill á vefnum

Stundin kemur út í daglegri vefútgáfu og mánaðarlegri prentútgáfu. Vefur Stundarinnar er áskriftarmiðill. Áskriftarkerfi Stundarinnar á sér að hluta fyrirmynd í áskriftarkerfi New York Times á vefnum. Þannig er hluti vefsins opinn, en sett er hámark á það hversu oft sé hægt að fletta greinum án þess að greiða áskriftargjald sem nemur 750 kr. á mánuði. Þannig fá þeir sem ekki eru áskrifendur sex ritstjórnargreinar í fullri lengd fríar í hverjum mánuði gegn því að þeir skrái sig sem notendur. 

Prentútgáfa Stundarinnar hefur komið út þrisvar og er von á fjórða tölublaði til áskrifenda og í verslanir 7. maí næstkomandi.

Stundin gerði tölvupóstkönnun á meðal áskrifenda í síðasta mánuði. Rúmlega þúsund svör bárust. 

Niðurstöður áskrifendakönnunar

Meðal niðurstaðna eru að um 90% svarenda kváðu líklegt að þeir myndu mæla með Stundinni við ættingja eða vini, en 8% kváðu það hvorki líklegt né líklegt. Þá sögðust 1,8% telja það ólíklegt. 

93% svarenda töldu auglýsingamagn vera hæfilegt. Auglýsingamagn í prentblaði Stundarinnar er um 25%, en í fríblöðum fer það yfir 70%.

Þegar spurt var hversu vel svarendum þættu tiltekin hugtök eiga við um Stundina reyndust 90% vera sammála því að Stundin væri traustvekjandi, 92% töldu hana vera fræðandi og 95% áhugaverð.

Ritstjórnin stækkuð

Vegna fjölgunar áskrifenda hefur verið unnt að stækka ritstjórn Stundarinnar síðustu vikur. Blaðakonan Áslaug Karen Jóhannsdóttir hóf störf í síðasta mánuði, en hún starfaði áður á Skessuhorni og DV. Í síðustu viku hóf Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður störf. Ingi hefur meðal annars starfað sem blaðamaður á Fréttablaðinu og fréttastjóri DV. Ingi hefur þrisvar verið tilnefndur til blaðamannaverðlauna, þar af tvisvar fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Einnig hefur Jón Bjarki Magnússon blaðamaður hafið skrif fyrir Stundina. Hann hlaut blaðamannaverðlaun ársins síðastliðin tvö ár í röð, annars vegar fyrir rannsóknarblaðamennsku og sem blaðamaður ársins. 

Fyrir eru starfandi á Stundinni Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri, Jón Trausti Reynisson, ritstjóri og framkvæmdastjóri, Hjálmar Friðriksson blaðamaður og Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður.

Að auki skrifa fjölmargir reglulega eða óreglulega í Stundina, ýmist sem bloggarar, lausapennar eða pistlahöfundar. Meðal þeirra eru Ásgeir Jónsson, Ásta Helgadóttir, Benedikt Erlingsson, Benjamín Julian, Bergþór Pálsson, Björn Þorláksson, Ellert Grétarsson, Freyja Búadóttir, Guðmundur Hörður Guðmundsson, Hanna Ólafsdóttir, Hallgrímur Helgason, Jóhannes Björn, Jón Ólafsson, Kristján Már Gunnarsson, María Lilja Þrastardóttir, Nanna Rögnvaldar, Ólöf Steinunnardóttir, Óskar Ericsson, Óttar Guðmundsson, Páll Ásgeir Ásgeirsson, Ragnar Þór Pétursson, Sigrún Daníelsdóttir, Smári McCarthy, Snæbjörn Brynjarsson, Svava Jónsdóttir, Teitur Atlason og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir.

Gert er ráð fyrir að frekari fjölgun á ritstjórn haldist í hendur við þróun áskriftatekna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár