Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Tilkynning: Hundrað þúsund lásu Stundina

Fjölg­að í rit­stjórn Stund­ar­inn­ar.

Tilkynning: Hundrað þúsund lásu Stundina

Fyrirvari vegna hagsmuna: Eftirfarandi er frétt um Stundina skrifuð af ritstjórn Stundarinnar.

Rúmlega hundrað þúsund notendur voru að vefsíðu Stundarinnar í síðustu viku, samkvæmt opinberum vefmælingum Modernus. Þetta gerir Stundina að tíunda mest lesna vef landsins átta vikum eftir opnun.

Stundin var stofnuð í janúar síðastliðnum með hjálp hópfjármögnunar á síðunni Karolina fund. Um 1.250 einstaklingar styrktu stofnun Stundarinnar og safnaðist hærri upphæð en áður hefur gerst í sögu hópfjármögnunar á Íslandi.

Áskriftarmiðill á vefnum

Stundin kemur út í daglegri vefútgáfu og mánaðarlegri prentútgáfu. Vefur Stundarinnar er áskriftarmiðill. Áskriftarkerfi Stundarinnar á sér að hluta fyrirmynd í áskriftarkerfi New York Times á vefnum. Þannig er hluti vefsins opinn, en sett er hámark á það hversu oft sé hægt að fletta greinum án þess að greiða áskriftargjald sem nemur 750 kr. á mánuði. Þannig fá þeir sem ekki eru áskrifendur sex ritstjórnargreinar í fullri lengd fríar í hverjum mánuði gegn því að þeir skrái sig sem notendur. 

Prentútgáfa Stundarinnar hefur komið út þrisvar og er von á fjórða tölublaði til áskrifenda og í verslanir 7. maí næstkomandi.

Stundin gerði tölvupóstkönnun á meðal áskrifenda í síðasta mánuði. Rúmlega þúsund svör bárust. 

Niðurstöður áskrifendakönnunar

Meðal niðurstaðna eru að um 90% svarenda kváðu líklegt að þeir myndu mæla með Stundinni við ættingja eða vini, en 8% kváðu það hvorki líklegt né líklegt. Þá sögðust 1,8% telja það ólíklegt. 

93% svarenda töldu auglýsingamagn vera hæfilegt. Auglýsingamagn í prentblaði Stundarinnar er um 25%, en í fríblöðum fer það yfir 70%.

Þegar spurt var hversu vel svarendum þættu tiltekin hugtök eiga við um Stundina reyndust 90% vera sammála því að Stundin væri traustvekjandi, 92% töldu hana vera fræðandi og 95% áhugaverð.

Ritstjórnin stækkuð

Vegna fjölgunar áskrifenda hefur verið unnt að stækka ritstjórn Stundarinnar síðustu vikur. Blaðakonan Áslaug Karen Jóhannsdóttir hóf störf í síðasta mánuði, en hún starfaði áður á Skessuhorni og DV. Í síðustu viku hóf Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður störf. Ingi hefur meðal annars starfað sem blaðamaður á Fréttablaðinu og fréttastjóri DV. Ingi hefur þrisvar verið tilnefndur til blaðamannaverðlauna, þar af tvisvar fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Einnig hefur Jón Bjarki Magnússon blaðamaður hafið skrif fyrir Stundina. Hann hlaut blaðamannaverðlaun ársins síðastliðin tvö ár í röð, annars vegar fyrir rannsóknarblaðamennsku og sem blaðamaður ársins. 

Fyrir eru starfandi á Stundinni Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri, Jón Trausti Reynisson, ritstjóri og framkvæmdastjóri, Hjálmar Friðriksson blaðamaður og Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður.

Að auki skrifa fjölmargir reglulega eða óreglulega í Stundina, ýmist sem bloggarar, lausapennar eða pistlahöfundar. Meðal þeirra eru Ásgeir Jónsson, Ásta Helgadóttir, Benedikt Erlingsson, Benjamín Julian, Bergþór Pálsson, Björn Þorláksson, Ellert Grétarsson, Freyja Búadóttir, Guðmundur Hörður Guðmundsson, Hanna Ólafsdóttir, Hallgrímur Helgason, Jóhannes Björn, Jón Ólafsson, Kristján Már Gunnarsson, María Lilja Þrastardóttir, Nanna Rögnvaldar, Ólöf Steinunnardóttir, Óskar Ericsson, Óttar Guðmundsson, Páll Ásgeir Ásgeirsson, Ragnar Þór Pétursson, Sigrún Daníelsdóttir, Smári McCarthy, Snæbjörn Brynjarsson, Svava Jónsdóttir, Teitur Atlason og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir.

Gert er ráð fyrir að frekari fjölgun á ritstjórn haldist í hendur við þróun áskriftatekna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár