Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Hún var dregin í eitthvað ruglviðtal í Fréttablaðinu“

Karl Pét­ur Jóns­son, að­stoð­ar­mað­ur Þor­steins Víg­lunds­son­ar fé­lags­mála­ráð­herra, gef­ur lít­ið fyr­ir orð Nichole Leigh Mosty, for­manns vel­ferð­ar­nefnd­ar Al­þing­is, um að kannski sé æski­legt að fresta af­greiðslu frum­varps­ins um jafn­launa­vott­un.

„Hún var dregin í eitthvað ruglviðtal í Fréttablaðinu“

Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra, gefur lítið fyrir orð Nichole Leigh Mosty, formanns velferðarnefndar Alþingis, um að kannski sé æskilegt að fresta afgreiðslu frumvarpsins um jafnlaunavottun. Þetta kom fram í umræðum í Silfrinu í dag.

Nichole er framsögumaður málsins í allsherjar- og menntamálanefnd og sagði nýlega í viðtali við Fréttablaðið að hún væri til í að fresta afgreiðslu þess. „Ég væri alveg til í það. Þetta er mikilvægt mál en það er líka mikilvægt að það sé vel unnið,“ var haft eftir henni.

Þegar frumvarp Þorsteins Víglundssonar um jafnlaunavottun bar á góma í Silfrinu í dag benti Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingkona Hreyfingarinnar, á að frumvarpið stæði ekki aðeins í þingmönnum Sjálfstæðisflokksins heldur væri Björt framtíð greinilega líka komin á bremsuna. 

Karl Pétur kvað þetta misskilning. „Hún var dregin í eitthvað rugl viðtal í Fréttablaðinu,“ sagði hann um Nichole. Margrét greip fram í fyrir Karli og sagði óþarfi að gera lítið úr þingkonu Bjartrar framtíðar. „Ég er ekkert að gera lítið úr henni,“ svaraði hann. „Ég er bara að segja að þarna er Fréttablaðið bara að teikna upp einhverja atburðarás sem er ekki í gangi. Þetta frumvarp fer bara í gegn á þessu þingi.“

Mikil andstaða er við frumvarpið um jafnlaunavottun í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

Þá reyndi flutningsmaður þess, Þorsteinn Víglundsson, að fá aðila á vinnumarkaði til að semja um jafnlaunavottun svo hann þyrfti ekki að leggja frumvarpið fram.

Engu að síður hafði hann tilkynnt, þegar hann tók við stöðu félagsmálaráðherra, að jafnlaunavottunin yrði hans fyrsta frumvarp og jafnframt kynnt fyrirhugaðar lagabreytingar á erlendri grund og hvatt Norðmenn til að feta í fótspor Íslendinga. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár