Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hryðjuverkið í Manchester: Telja sig vita hver var að verki

Sprengja sprakk á tón­leik­um Ari­ana Grande í Manchester í gær­kvöld. Að minnsta kosti 22 látn­ir. Börn eru á með­al hinna látnu.

Hryðjuverkið í Manchester: Telja sig vita hver var að verki

Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir að sprengja var sprengd í lok tónleika bandarísku söngkonunnar Ariana Grande að Manchester Arena í gærkvöld. Hér er það sem við vitum:

        • Sprengjan sprakk kl. 22.35 að staðartíma, eða 21.35 á íslenskum tíma,   þegar tónleikagestir voru að yfirgefa tónleikahöllina.
        • Talið er að árásarmaðurinn hafi verið með heimatilbúna sprengju innanklæða og því um sjálfsmorðsárás að ræða. Hann er talinn hafa verið einn að verki.
        • Í ávarpi Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, núna klukkan tíu að íslenskum tíma, kom fram að yfirvöld telja sig vita hver árásarmaðurinn var en geta ekki gefið út nafn hans að svo stöddu.
        • Börn eru á meðal hinna látnu, en söngkonan er afar vinsæl meðal barna og unglinga. Talið er að um 21 þúsund manns hafi verið á tónleikunum í gær.
        • Hér er bein útsending Sky fréttastofunnar um árásina:
        • Foreldrar og aðrir aðstandendur leitar nú í örvæntingu að fréttum af fjölda ungmenna. Margir hafa gripið til þess ráðs að auglýsa eftir þeim á samfélagsmiðlum. 
        • Lögreglustjórinn í Manchester, Ian Hopkins, segir að árásin verði rannsökuð sem hryðjuverk, þangað til annað kemur í ljós. Ef um hryðjuverk er að ræða þá er þetta mannskæðasta hryðjuverkaárás frá því í London 2005 þegar 54 létu lífið. 
        • Nokkrir Íslendingar voru á tónleikunum. Einn þeirra er Ísak Snær Ægisson en hann sagði frá upplifun sinni í viðtali við RÚV í nótt. „Við þurftum að labba upp stiga, og þegar við komum út úr salnum sáum við blóðslettur út um allt gólf og við hlupum eins og fætur toguðu og vorum ótrúlega hrædd. Við vissum ekki hvort önnur sprenging myndi koma og vorum mjög hrædd um líf okkar,“ sagði hann meðal annars. 
        • Andy Burnham, borgarstjóri í Manchester, sagði á blaðamannafundi í morgun að eftir þessa myrku nótt væru borgarbúar í Manchester að upplifa sína erfiðustu sólarupprás. „Það er erfitt að trúa því sem gerðist hér á síðustu klukkustundum og erfitt að koma orði að áfallinu, reiðinni og sársaukanum sem við upplifum í dag,“ sagði hann meðal annars.

        • Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sendi frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem hún sendi samúðarkveðjur til fórnarlamba árásarinnar og fjölskyldna þeirra. Þá fordæmdi hún árásina, sem hún kallar „hræðilega hryðjuverkaárás“.
        • Hér er fyrsta myndbandið sem sýnir andartakið sem sprengjan sprakk:

        • Hér má sjá ringulreiðina sem skapaðist eftir tónleikana:
        • Ariana Grande lýsir því á Twitter að hún sé brotin.

 

Fréttin verður uppfærð.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár