Hryðjuverkið í Manchester: Telja sig vita hver var að verki

Sprengja sprakk á tón­leik­um Ari­ana Grande í Manchester í gær­kvöld. Að minnsta kosti 22 látn­ir. Börn eru á með­al hinna látnu.

Hryðjuverkið í Manchester: Telja sig vita hver var að verki

Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir að sprengja var sprengd í lok tónleika bandarísku söngkonunnar Ariana Grande að Manchester Arena í gærkvöld. Hér er það sem við vitum:

        • Sprengjan sprakk kl. 22.35 að staðartíma, eða 21.35 á íslenskum tíma,   þegar tónleikagestir voru að yfirgefa tónleikahöllina.
        • Talið er að árásarmaðurinn hafi verið með heimatilbúna sprengju innanklæða og því um sjálfsmorðsárás að ræða. Hann er talinn hafa verið einn að verki.
        • Í ávarpi Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, núna klukkan tíu að íslenskum tíma, kom fram að yfirvöld telja sig vita hver árásarmaðurinn var en geta ekki gefið út nafn hans að svo stöddu.
        • Börn eru á meðal hinna látnu, en söngkonan er afar vinsæl meðal barna og unglinga. Talið er að um 21 þúsund manns hafi verið á tónleikunum í gær.
        • Hér er bein útsending Sky fréttastofunnar um árásina:
        • Foreldrar og aðrir aðstandendur leitar nú í örvæntingu að fréttum af fjölda ungmenna. Margir hafa gripið til þess ráðs að auglýsa eftir þeim á samfélagsmiðlum. 
        • Lögreglustjórinn í Manchester, Ian Hopkins, segir að árásin verði rannsökuð sem hryðjuverk, þangað til annað kemur í ljós. Ef um hryðjuverk er að ræða þá er þetta mannskæðasta hryðjuverkaárás frá því í London 2005 þegar 54 létu lífið. 
        • Nokkrir Íslendingar voru á tónleikunum. Einn þeirra er Ísak Snær Ægisson en hann sagði frá upplifun sinni í viðtali við RÚV í nótt. „Við þurftum að labba upp stiga, og þegar við komum út úr salnum sáum við blóðslettur út um allt gólf og við hlupum eins og fætur toguðu og vorum ótrúlega hrædd. Við vissum ekki hvort önnur sprenging myndi koma og vorum mjög hrædd um líf okkar,“ sagði hann meðal annars. 
        • Andy Burnham, borgarstjóri í Manchester, sagði á blaðamannafundi í morgun að eftir þessa myrku nótt væru borgarbúar í Manchester að upplifa sína erfiðustu sólarupprás. „Það er erfitt að trúa því sem gerðist hér á síðustu klukkustundum og erfitt að koma orði að áfallinu, reiðinni og sársaukanum sem við upplifum í dag,“ sagði hann meðal annars.

        • Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sendi frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem hún sendi samúðarkveðjur til fórnarlamba árásarinnar og fjölskyldna þeirra. Þá fordæmdi hún árásina, sem hún kallar „hræðilega hryðjuverkaárás“.
        • Hér er fyrsta myndbandið sem sýnir andartakið sem sprengjan sprakk:

        • Hér má sjá ringulreiðina sem skapaðist eftir tónleikana:
        • Ariana Grande lýsir því á Twitter að hún sé brotin.

 

Fréttin verður uppfærð.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár