Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hótaði að kveikja í sér: „Mér líður eins og öllum sé sama um mig“

Ír­ansk­ur mað­ur sem sæk­ist eft­ir vernd á Ís­landi er hætt­ur að borða og drekka. Ör­fá­ir lög­menn sinna rétt­ar­gæslu fyr­ir alla hæl­is­leit­end­ur á Ís­landi eft­ir að samn­ing­ur inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við Rauða kross­inn tók gildi.

Hótaði að kveikja í sér: „Mér líður eins og öllum sé sama um mig“

„Það er komið fram við mig eins og ég sé dauður en ekki lifandi,“ segir maður sem hellti yfir sig grillvökva og hótaði að kveikja í sér fyrir utan höfuðstöðvar Rauða krossins í síðustu viku. Hann kom til Íslands í mars síðastliðnum og sótti um hæli. Nú dvelur hann á Landspítalanum þar sem hann fær sálræna aðhlynningu. 

Maðurinn skelfur og er með nístandi höfuðverk. Á miðvikudaginn ákvað hann að hætta að borða og drekka. „Ég sé enga ástæðu til að lifa lengur, mér líður eins og öllum sé sama um mig og enginn vilji hjálpa mér. Þá er kannski betra að vera bara dauður.“

„Ég sé enga ástæðu til að lifa lengur“ 

Hann er íranskur að uppruna og hefur hrakist milli Evrópuríkja undanfarin sex ár; átt viðkomu í Tyrklandi, Grikklandi, Ítalíu, Kýpur og Svíþjóð. Hann segist verða fyrir stöðugu áreiti og hótunum af hendi íranskra stjórnvalda sem saki hann um njósnir. Þetta rekur hann til þess að hann er kristinnar trúar og tók þátt í mótmælum í heimalandinu á yngri árum.

Trúbræður hans í Íran sæta ofsóknum. Af 80 milljónum íbúa er aðeins hálft prósent kristið. Í skýrslu frá 2013 er haft eftir Ahmed Shaheed, sérstökum talsmanni Sameinuðu þjóðanna um mannréttindamál í Íran, að þar séu kristnir menn sóttir til saka og fangelsaðir á hæpnum forsendum, til að mynda með vísan til þess að trúariðkun þeirra ógni þjóðaröryggi. Hafa kristnir Íranir flykkst úr landi undanfarin ár.

Umdeildur samningur veikti réttargæsluna
Umdeildur samningur veikti réttargæsluna Samningur innanríkisráðuneytisins við Rauða krossinn í ráðherratíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur var gagnrýndur harðlega, meðal annars af lögfræðingunum Ragnari Aðalsteinssyni, Helgu Völu Helgadóttur og Kristrúnu Elsu Harðardóttur. Lýsti Ragnar, einn virtasti mannréttindalögmaður Íslands, nýja samningnum með eftirfarandi hætti í viðtali við Reykjavík vikublað: „Formið verður með öðrum hætti en það hefur verið hingað til. Þetta verður stofnanabundið, eins og ég óttaðist og það gerir hælisleitendum auðvitað miklu erfiðara að fá þá aðstoð sem þeir þurfa á að halda.“ Ragnar benti einnig á að nær allir hælisleitendur væru öreigar, svo þessar breytingar yrðu til þess að lögmenn þyrftu að taka mál þeirra að sér á sinn kostnað þegar hælisleitandi vildi skipta um lögmann. Allir peningarnir sem ráðstafað væri til réttargæslu myndu nú renna til Rauða krossins. Kristrún Elsa, sem er fyrrum starfsmaður Útlendingastofnunar, tók í sama streng. Í viðtali við Morgunblaðið benti hún á að hagsmunaárekstur gæti orðið þegar einstaklingur sem starfar alfarið við réttaraðstoð við hælisleitendur fengi greitt fyrir störf sín frá Innanríkiráðuneytinu. Eins furðaði hún sig á því að Rauði Krossinn hefði samþykkt að dregið yrði úr þjónustu við hælisleitendur með þessum hætti. Hermann Ottósson, sem sést á mynd ásamt Hönnu Birnu hér að ofan, hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Rauða krossins undanfarin ár. Í gær tilkynnti hann stjórn Rauða krossins að hann vildi láta af störfum.

Á fimmtudaginn í síðustu viku, þann 27. ágúst, var maðurinn orðinn úrkula vonar. Mál hans hafði tafist og biðin eftir fyrsta svari yfirvalda var komin langt umfram 90 daga viðmiðunartíma málsmeðferðar. Hann vildi ná tali af réttargæslumanni sínum, en eftir að tekið var upp nýtt fyrirkomulag réttargæslumála hælisleitenda hafa aðeins tveir til þrír lögfræðingar Rauða krossins unnið við að gæta hagsmuna þeirra hérlendis.

Maðurinn gerði árangurslausa tilraun til að ná sambandi við annan af réttargæslumönnunum, þann sem honum hafði verið úthlutað. Nokkru síðar bárust smáskilaboð frá lögfræðingnum: „Dear xxxx I am out of Iceland untill 9 september. Please call my colleague xxxxxxxxx, 5704000. She is handling your case while I am away.“ 

Angistartilfinning greip manninn. Hann ræddi við hinn lögfræðinginn sem sagðist mundu reyna að aðstoða hann. Maðurinn bjóst við að heyra frá honum aftur daginn eftir en úr því varð ekki. „Mér leið eins og öllum væri sama um mig,“ segir hann. „Ég fór að húsakynnum Rauða krossins og ætlaði að kveikja í mér – ekki inni í húsinu heldur fyrir utan – en lögreglan yfirbugaði mig.“ Í kjölfarið var hann vistaður á geðsviði Landspítalans og þar dvelur hann enn. Hann sóttist sjálfur eftir því af fyrra bragði að fá að segja sögu sína.

Vinur mannsins réttir honum vatnsglas og hvetur hann til að fá sér sopa. Að öðrum kosti muni hann hvað og hverju örmagnast og hætta að geta hreyft sig. Hælisleitandinn horfir á glasið, tekur það svo upp og hellir vatninu út um gluggann. 

Bætt við 4. september kl. 19:30: 
Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum hafa sjálfboðaliðar og starfsfólk samtakanna verið í reglulegu sambandi við manninn allt frá því hann kom til Íslands. Þá er Stundinni tjáð að maðurinn hafi verið látinn vita fyrirfram að lögmaður hans færi í sumarfrí og annar réttargæslumaður gæti tekið við málinu. Auk þess hafi Rauði krossinn reynt að ná sambandi við manninn símleiðis daginn áður en hann hótaði að kveikja í sér fyrir utan húsakynni Rauða krossins þann 28. ágúst. Starfsmaður Rauða krossins segir í samtali við Stundina að sjálfboðaliðar og starfsmenn samtakanna hafi hitt manninn daglega á Landspítalanum frá því að hann var vistaður þar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
3
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár