Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hótaði að kveikja í sér: „Mér líður eins og öllum sé sama um mig“

Ír­ansk­ur mað­ur sem sæk­ist eft­ir vernd á Ís­landi er hætt­ur að borða og drekka. Ör­fá­ir lög­menn sinna rétt­ar­gæslu fyr­ir alla hæl­is­leit­end­ur á Ís­landi eft­ir að samn­ing­ur inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við Rauða kross­inn tók gildi.

Hótaði að kveikja í sér: „Mér líður eins og öllum sé sama um mig“

„Það er komið fram við mig eins og ég sé dauður en ekki lifandi,“ segir maður sem hellti yfir sig grillvökva og hótaði að kveikja í sér fyrir utan höfuðstöðvar Rauða krossins í síðustu viku. Hann kom til Íslands í mars síðastliðnum og sótti um hæli. Nú dvelur hann á Landspítalanum þar sem hann fær sálræna aðhlynningu. 

Maðurinn skelfur og er með nístandi höfuðverk. Á miðvikudaginn ákvað hann að hætta að borða og drekka. „Ég sé enga ástæðu til að lifa lengur, mér líður eins og öllum sé sama um mig og enginn vilji hjálpa mér. Þá er kannski betra að vera bara dauður.“

„Ég sé enga ástæðu til að lifa lengur“ 

Hann er íranskur að uppruna og hefur hrakist milli Evrópuríkja undanfarin sex ár; átt viðkomu í Tyrklandi, Grikklandi, Ítalíu, Kýpur og Svíþjóð. Hann segist verða fyrir stöðugu áreiti og hótunum af hendi íranskra stjórnvalda sem saki hann um njósnir. Þetta rekur hann til þess að hann er kristinnar trúar og tók þátt í mótmælum í heimalandinu á yngri árum.

Trúbræður hans í Íran sæta ofsóknum. Af 80 milljónum íbúa er aðeins hálft prósent kristið. Í skýrslu frá 2013 er haft eftir Ahmed Shaheed, sérstökum talsmanni Sameinuðu þjóðanna um mannréttindamál í Íran, að þar séu kristnir menn sóttir til saka og fangelsaðir á hæpnum forsendum, til að mynda með vísan til þess að trúariðkun þeirra ógni þjóðaröryggi. Hafa kristnir Íranir flykkst úr landi undanfarin ár.

Umdeildur samningur veikti réttargæsluna
Umdeildur samningur veikti réttargæsluna Samningur innanríkisráðuneytisins við Rauða krossinn í ráðherratíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur var gagnrýndur harðlega, meðal annars af lögfræðingunum Ragnari Aðalsteinssyni, Helgu Völu Helgadóttur og Kristrúnu Elsu Harðardóttur. Lýsti Ragnar, einn virtasti mannréttindalögmaður Íslands, nýja samningnum með eftirfarandi hætti í viðtali við Reykjavík vikublað: „Formið verður með öðrum hætti en það hefur verið hingað til. Þetta verður stofnanabundið, eins og ég óttaðist og það gerir hælisleitendum auðvitað miklu erfiðara að fá þá aðstoð sem þeir þurfa á að halda.“ Ragnar benti einnig á að nær allir hælisleitendur væru öreigar, svo þessar breytingar yrðu til þess að lögmenn þyrftu að taka mál þeirra að sér á sinn kostnað þegar hælisleitandi vildi skipta um lögmann. Allir peningarnir sem ráðstafað væri til réttargæslu myndu nú renna til Rauða krossins. Kristrún Elsa, sem er fyrrum starfsmaður Útlendingastofnunar, tók í sama streng. Í viðtali við Morgunblaðið benti hún á að hagsmunaárekstur gæti orðið þegar einstaklingur sem starfar alfarið við réttaraðstoð við hælisleitendur fengi greitt fyrir störf sín frá Innanríkiráðuneytinu. Eins furðaði hún sig á því að Rauði Krossinn hefði samþykkt að dregið yrði úr þjónustu við hælisleitendur með þessum hætti. Hermann Ottósson, sem sést á mynd ásamt Hönnu Birnu hér að ofan, hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Rauða krossins undanfarin ár. Í gær tilkynnti hann stjórn Rauða krossins að hann vildi láta af störfum.

Á fimmtudaginn í síðustu viku, þann 27. ágúst, var maðurinn orðinn úrkula vonar. Mál hans hafði tafist og biðin eftir fyrsta svari yfirvalda var komin langt umfram 90 daga viðmiðunartíma málsmeðferðar. Hann vildi ná tali af réttargæslumanni sínum, en eftir að tekið var upp nýtt fyrirkomulag réttargæslumála hælisleitenda hafa aðeins tveir til þrír lögfræðingar Rauða krossins unnið við að gæta hagsmuna þeirra hérlendis.

Maðurinn gerði árangurslausa tilraun til að ná sambandi við annan af réttargæslumönnunum, þann sem honum hafði verið úthlutað. Nokkru síðar bárust smáskilaboð frá lögfræðingnum: „Dear xxxx I am out of Iceland untill 9 september. Please call my colleague xxxxxxxxx, 5704000. She is handling your case while I am away.“ 

Angistartilfinning greip manninn. Hann ræddi við hinn lögfræðinginn sem sagðist mundu reyna að aðstoða hann. Maðurinn bjóst við að heyra frá honum aftur daginn eftir en úr því varð ekki. „Mér leið eins og öllum væri sama um mig,“ segir hann. „Ég fór að húsakynnum Rauða krossins og ætlaði að kveikja í mér – ekki inni í húsinu heldur fyrir utan – en lögreglan yfirbugaði mig.“ Í kjölfarið var hann vistaður á geðsviði Landspítalans og þar dvelur hann enn. Hann sóttist sjálfur eftir því af fyrra bragði að fá að segja sögu sína.

Vinur mannsins réttir honum vatnsglas og hvetur hann til að fá sér sopa. Að öðrum kosti muni hann hvað og hverju örmagnast og hætta að geta hreyft sig. Hælisleitandinn horfir á glasið, tekur það svo upp og hellir vatninu út um gluggann. 

Bætt við 4. september kl. 19:30: 
Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum hafa sjálfboðaliðar og starfsfólk samtakanna verið í reglulegu sambandi við manninn allt frá því hann kom til Íslands. Þá er Stundinni tjáð að maðurinn hafi verið látinn vita fyrirfram að lögmaður hans færi í sumarfrí og annar réttargæslumaður gæti tekið við málinu. Auk þess hafi Rauði krossinn reynt að ná sambandi við manninn símleiðis daginn áður en hann hótaði að kveikja í sér fyrir utan húsakynni Rauða krossins þann 28. ágúst. Starfsmaður Rauða krossins segir í samtali við Stundina að sjálfboðaliðar og starfsmenn samtakanna hafi hitt manninn daglega á Landspítalanum frá því að hann var vistaður þar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Allt af létta

Yaz­an mjög verkj­að­ur eft­ir ör­fá­ar vik­ur án heil­brigð­is­þjón­ustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“
Kostnaðurinn jókst verulega á sama tíma og miklu færri sóttu um
FréttirFlóttamenn

Kostn­að­ur­inn jókst veru­lega á sama tíma og miklu færri sóttu um

Kostn­að­ur við þjón­ustu við um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd jókst um rúm 50 pró­sent á fyrstu sex mán­að­um þessa árs sam­an­bor­ið við fyrri helm­ing síð­asta árs. Samt fækk­aði um­sókn­um um hæli hér á landi um 50 pró­sent milli tíma­bila. Kostn­að­ar­aukn­ing­una má rekja til tafa í máls­með­ferð hjá Út­lend­inga­stofn­un og kær­u­nefnd út­lend­inga­mála.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Fótboltamaðurinn sem ætlaði að verða pípari en endaði í neyðarskýlinu
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Fót­bolta­mað­ur­inn sem ætl­aði að verða píp­ari en end­aði í neyð­ar­skýl­inu

Hann út­skrif­að­ist úr ís­lensku­námi frá Tækni­skól­an­um, var byrj­að­ur að æfa fót­bolta með Þrótti og að læra píp­ar­ann þeg­ar fót­un­um var kippt und­an hon­um. Hús­næð­ið var tek­ið af hon­um, heil­brigð­is­þjón­ust­an og vasa­pen­ing­arn­ir líka. Nú gist­ir hann á sófa vin­ar síns eða í neyð­ar­skýli Rauða kross­ins. Fram­tíð þess hef­ur ekki ver­ið tryggð.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
2
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
5
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
8
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár