Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hótaði að kveikja í sér: „Mér líður eins og öllum sé sama um mig“

Ír­ansk­ur mað­ur sem sæk­ist eft­ir vernd á Ís­landi er hætt­ur að borða og drekka. Ör­fá­ir lög­menn sinna rétt­ar­gæslu fyr­ir alla hæl­is­leit­end­ur á Ís­landi eft­ir að samn­ing­ur inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við Rauða kross­inn tók gildi.

Hótaði að kveikja í sér: „Mér líður eins og öllum sé sama um mig“

„Það er komið fram við mig eins og ég sé dauður en ekki lifandi,“ segir maður sem hellti yfir sig grillvökva og hótaði að kveikja í sér fyrir utan höfuðstöðvar Rauða krossins í síðustu viku. Hann kom til Íslands í mars síðastliðnum og sótti um hæli. Nú dvelur hann á Landspítalanum þar sem hann fær sálræna aðhlynningu. 

Maðurinn skelfur og er með nístandi höfuðverk. Á miðvikudaginn ákvað hann að hætta að borða og drekka. „Ég sé enga ástæðu til að lifa lengur, mér líður eins og öllum sé sama um mig og enginn vilji hjálpa mér. Þá er kannski betra að vera bara dauður.“

„Ég sé enga ástæðu til að lifa lengur“ 

Hann er íranskur að uppruna og hefur hrakist milli Evrópuríkja undanfarin sex ár; átt viðkomu í Tyrklandi, Grikklandi, Ítalíu, Kýpur og Svíþjóð. Hann segist verða fyrir stöðugu áreiti og hótunum af hendi íranskra stjórnvalda sem saki hann um njósnir. Þetta rekur hann til þess að hann er kristinnar trúar og tók þátt í mótmælum í heimalandinu á yngri árum.

Trúbræður hans í Íran sæta ofsóknum. Af 80 milljónum íbúa er aðeins hálft prósent kristið. Í skýrslu frá 2013 er haft eftir Ahmed Shaheed, sérstökum talsmanni Sameinuðu þjóðanna um mannréttindamál í Íran, að þar séu kristnir menn sóttir til saka og fangelsaðir á hæpnum forsendum, til að mynda með vísan til þess að trúariðkun þeirra ógni þjóðaröryggi. Hafa kristnir Íranir flykkst úr landi undanfarin ár.

Umdeildur samningur veikti réttargæsluna
Umdeildur samningur veikti réttargæsluna Samningur innanríkisráðuneytisins við Rauða krossinn í ráðherratíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur var gagnrýndur harðlega, meðal annars af lögfræðingunum Ragnari Aðalsteinssyni, Helgu Völu Helgadóttur og Kristrúnu Elsu Harðardóttur. Lýsti Ragnar, einn virtasti mannréttindalögmaður Íslands, nýja samningnum með eftirfarandi hætti í viðtali við Reykjavík vikublað: „Formið verður með öðrum hætti en það hefur verið hingað til. Þetta verður stofnanabundið, eins og ég óttaðist og það gerir hælisleitendum auðvitað miklu erfiðara að fá þá aðstoð sem þeir þurfa á að halda.“ Ragnar benti einnig á að nær allir hælisleitendur væru öreigar, svo þessar breytingar yrðu til þess að lögmenn þyrftu að taka mál þeirra að sér á sinn kostnað þegar hælisleitandi vildi skipta um lögmann. Allir peningarnir sem ráðstafað væri til réttargæslu myndu nú renna til Rauða krossins. Kristrún Elsa, sem er fyrrum starfsmaður Útlendingastofnunar, tók í sama streng. Í viðtali við Morgunblaðið benti hún á að hagsmunaárekstur gæti orðið þegar einstaklingur sem starfar alfarið við réttaraðstoð við hælisleitendur fengi greitt fyrir störf sín frá Innanríkiráðuneytinu. Eins furðaði hún sig á því að Rauði Krossinn hefði samþykkt að dregið yrði úr þjónustu við hælisleitendur með þessum hætti. Hermann Ottósson, sem sést á mynd ásamt Hönnu Birnu hér að ofan, hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Rauða krossins undanfarin ár. Í gær tilkynnti hann stjórn Rauða krossins að hann vildi láta af störfum.

Á fimmtudaginn í síðustu viku, þann 27. ágúst, var maðurinn orðinn úrkula vonar. Mál hans hafði tafist og biðin eftir fyrsta svari yfirvalda var komin langt umfram 90 daga viðmiðunartíma málsmeðferðar. Hann vildi ná tali af réttargæslumanni sínum, en eftir að tekið var upp nýtt fyrirkomulag réttargæslumála hælisleitenda hafa aðeins tveir til þrír lögfræðingar Rauða krossins unnið við að gæta hagsmuna þeirra hérlendis.

Maðurinn gerði árangurslausa tilraun til að ná sambandi við annan af réttargæslumönnunum, þann sem honum hafði verið úthlutað. Nokkru síðar bárust smáskilaboð frá lögfræðingnum: „Dear xxxx I am out of Iceland untill 9 september. Please call my colleague xxxxxxxxx, 5704000. She is handling your case while I am away.“ 

Angistartilfinning greip manninn. Hann ræddi við hinn lögfræðinginn sem sagðist mundu reyna að aðstoða hann. Maðurinn bjóst við að heyra frá honum aftur daginn eftir en úr því varð ekki. „Mér leið eins og öllum væri sama um mig,“ segir hann. „Ég fór að húsakynnum Rauða krossins og ætlaði að kveikja í mér – ekki inni í húsinu heldur fyrir utan – en lögreglan yfirbugaði mig.“ Í kjölfarið var hann vistaður á geðsviði Landspítalans og þar dvelur hann enn. Hann sóttist sjálfur eftir því af fyrra bragði að fá að segja sögu sína.

Vinur mannsins réttir honum vatnsglas og hvetur hann til að fá sér sopa. Að öðrum kosti muni hann hvað og hverju örmagnast og hætta að geta hreyft sig. Hælisleitandinn horfir á glasið, tekur það svo upp og hellir vatninu út um gluggann. 

Bætt við 4. september kl. 19:30: 
Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum hafa sjálfboðaliðar og starfsfólk samtakanna verið í reglulegu sambandi við manninn allt frá því hann kom til Íslands. Þá er Stundinni tjáð að maðurinn hafi verið látinn vita fyrirfram að lögmaður hans færi í sumarfrí og annar réttargæslumaður gæti tekið við málinu. Auk þess hafi Rauði krossinn reynt að ná sambandi við manninn símleiðis daginn áður en hann hótaði að kveikja í sér fyrir utan húsakynni Rauða krossins þann 28. ágúst. Starfsmaður Rauða krossins segir í samtali við Stundina að sjálfboðaliðar og starfsmenn samtakanna hafi hitt manninn daglega á Landspítalanum frá því að hann var vistaður þar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár