Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hóta að hætta nema fjármálaráðherra verði áfram formaður hollvinafélagsins

Stjórn­ar­mað­ur í Holl­vina­fé­lagi MR seg­ir mót­fram­boð ungs list­fræð­inema gegn fjár­mála­ráð­herrra stefna starfi fé­lags­ins í hættu. „Stjórn­ar­menn geta vart hugs­að sér að starfa áfram, verði gerð kúvend­ing með þess­um hætti.“

Hóta að hætta nema fjármálaráðherra verði áfram formaður hollvinafélagsins
Hér má sjá fjármálaráðherra ásamt Yngva Péturssyni, rektor Menntaskólans í Reykjavík. Mynd: Af Facebook-síðu Hollvinafélags MR

Stjórnarmenn Hollvinafélags MR geta vart hugsað sér að gegna áfram störfum nema Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, verði áfram formaður félagsins. Frá þessu greinir Kristín Heimisdóttir, stjórnarmaður í félaginu, í lokaðri grúppu útskrifaðra MR-inga á Facebook. 

Benedikt hefur sætt gagnrýni fyrir að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Hollvinafélags Menntaskólans í Reykjavík meðan hann kemur með beinum hætti að ákvörðunum um fjárveitingar til framhaldsskóla sem fjármálaráðherra Íslands. Hrafnkell Hringur Helgason, ungur listfræðinemi, tilkynnti um mótframboð sitt í síðustu viku. „Það verður að teljast afar óheppilegt að fjármálaráðherra gegni formannshlutverki í hollvinafélagi stofnunar sem hann ákvarðar sjálfur fjárframlög til,“ sagði Hrafnkell í fréttatilkynningu. „Raunar yrði það Menntaskólanum í Reykjavík til háðungar ef sami maður og stendur að stórfelldum niðurskurði til framhaldsskóla yrði áfram andlit hollvinafélags skólans.“ 

Kristín Heimisdóttir hefur setið í stjórn Hollvinafélags MR allt frá stofnun félagsins og fullyrðir að Benedikt hafi sinnt hlutverki sínu sem formaður félagsins með sóma. „Á þessum árum hefur okkur tekist - með ykkar stuðningi og hjálp - að safna tæpum 15 milljónum sem hafa runnið beint til skólans,“ skrifar Kristín til gamalla skólafélaga og bætir við: „Aðalfundur félagsins fer fram á morgun. Á síðustu stundu barst mótframboð til formanns, en ungur listfræðinemi og MR-ingur vill með þeim hætti mótmæla að fjármálaráðherra, sem leggur fram fjármálaáætlun með skertum framlögum til menntamála, haldi áfram sem formaður félagsins. Ég vil taka það fram að Benedikt hefur unnið af heilindum og reynst einstaklega málefnalegur í öllu starfi fyrir hollvini. Aldrei hef ég orðið vör við að önnur störf hans hafi haft áhrif inn í okkar starf fyrir MR.“

Segir Kristín að hún hafi áhyggjur af því að framboð listfræðinemans ógni starfi Hollvinafélagsins. „Menn geta haft sínar skoðanir, en ég hef áhyggjur af því að starfi Hollvinafélagsins sé stefnt í hættu. Stjórnarmenn geta vart hugsað sér að starfa áfram, verði gerð kúvending með þessum hætti.“

„Ég hef áhyggjur af því að starfi
Hollvinafélagsins sé stefnt í hættu“

Hún hvetur fyrrverandi MR-inga til að mæta og styðja fjármálaráðherra: „Því vil ég biðja alla þá sem mögulega geta, og vilja styðja við áframhaldandi starf hollvina í núverandi mynd, að mæta á aðalfundinn á morgun og styðja Benedikt og stjórnina til áframhaldandi starfa. Atkvæðisrétt á fundinum hafa allir hollvinir skólans, þ.e. í raun allir útskrifaðir MR-ingar.“ 

Hrafnkell Hringur tilkynnti um mótframboð sitt á föstudaginn síðastliðinn en upplýsingar um framboð hans voru hvorki birtar á vef Menntaskólans í Reykjavík né á vef Hollvinafélags skólans fyrr en síðdegis í gær. „Ég hélt að venjan væri sú, þegar kosið er í stjórn og formennsku félaga, að tilkynnt væri um framkomin framboð þegar framboðsfrestur rynni út. Hér sýnist mér að ekki sé gætt jafnræðis milli framboðs míns og framboðs fjármála- og efnahagsráðherra,“ sagði Hrafnkell þegar Stundin ræddi við hann í gær

Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem Benedikt kynnti í apríl, verður dregið verulega úr fjárframlögum til framhaldsskólastigsins næstu fimm árin og árið 2018 mun menntakerfið sæta fjórfalt strangari aðhaldskröfu en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar. Stjórnendur framhaldsskólanna og framhaldsskólakennarar hafa gagnrýnt áætlunina harðlega. Þá hefur ríkisstjórnin einnig sætt gagnrýni vegna áforma um sameiningu Fjölbrautaskólans í Ármúla og Tækniskóla Íslands. 

Aðalfundur Hollvinafélagsins fer fram á morgun, laugardag, á hátíðarsal skólans kl. 13:00.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
6
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár