Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

United Silicon héldu óleyfilegri losun leyndri en segja hana skaðlausa

United Silicon hef­ur ít­rek­að far­ið á svig við starfs­leyfi verk­smiðj­unn­ar og gef­ið mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar til Um­hverf­is­stofn­un­ar. Í nýj­ustu skýr­ing­um sín­um segja þeir að mynd­skeið Stund­ar­inn­ar hafi sýnt los­un á hættu­lausu ryki.

United Silicon héldu óleyfilegri losun leyndri en segja hana skaðlausa
United Silicon Rykið segir United Silicon skaðlaust og að þetta hafi aðeins verið gert einu sinni. Umhverfisstofnun hefur hinsvegar fengið ábendingar um að þetta hafi gerst oftar. Ólögleg og tilkynningarskyld losun sem brýtur skilmála starfsleyfis, segir stofnunin.

„Við fengum þær skýringar að þetta væri hættulaust kísilryk og að starfsmenn hafi reynt að losa um stíflu í reykhreinsivirkinu með þessum hætti,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, um myndskeið sem Stundin birti í gær og sýndi óleyfilega losun á efnum úr verksmiðju United Silicon í Reykjanesbæ.

Sigríður segir að Umhverfisstofnun hafi haft samband við forsvarsmenn United Silicon í Helguvík strax í gærkvöldi þegar starfsmenn hafi séð myndskeiðið og að stofnunin hafi fengið þessar skýringar frá forsvarsmönnum verksmiðjunnar, sem hafa þó áður verið staðnir að því að gefa Umhverfisstofnun misvísandi upplýsingar.

Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar frá starfsmönnum United Silicon var um að ræða óeðlilega og óheimila losun á skaðlegum efnum sem hefði verið stunduð ítrekað. Nánar verður fjallað um óheimila losun United Silicon á efnum og önnur frávik frá starfsleyfi verksmiðjunnar í prentútgáfu Stundarinnar sem kemur út á morgun. Þá munu einnig fleiri myndskeið líta dagsins ljós á vef Stundarinnar frá vinnusvæði verksmiðjunnar, bæði innanhúss sem utan.

Óheimil losun

Verksmiðjunni var ekki heimilt að losa umrædd efni á þennan hátt, hvort sem um var að ræða hættuleg efni sem verða til við framleiðslu eða hættulaust kísilryk. Þá var United Silicon einnig skylt að tilkynna um þessa losun en það gerðu forsvarsmenn verksmiðjunnar ekki heldur. Þetta staðfestir Sigríður og segir að Umhverfisstofnun sé nú að undirbúa eftirlitsferð á vinnusvæðið. Umhverfisstofnun kveðst vera með verksmiðju United Silicon í „gjörgæslu“.

Hvað sjáanlega mengun varðar í öðru myndskeiði sem Stundin birti og var tekið af vinnusvæði verksmiðjunnar um klukkan hálf þrjú í gærdag segir Umhverfisstofnun að forsvarsmenn United Silicon hafi ekki getað gefið skýringar á þeirri mengun þar sem slökkt hafi verið á ofninum. Þá var sagt að forsvarsmenn United Silicon hefðu efasemdir um að myndskeiðið hafi verið tekið um miðjan dag í gær. Myndskeiðið var tekið klukkan hálf þrjú í gær.

Óvenjulegar mælingar

Þær skýringar United Silicon að þeir viti ekki hvað hafi verið í gangi á þessum tíma eru í mótsögn við bæði myndskeiðið sem Stundin birti og loftgæðamæla á svæðinu sem sýndu mikla köfnunarefnisdíoxíð-mengun frá hádegi í gær og fram til um það bil klukkan átta í gærkvöldi. Hægt er að sjá þessar niðurstöður á vefsíðunni Andvari.is en hún er rekin af Orkurannsóknum Keilis sem sér um loftgæðamælingar í kring um athafnasvæðið í Helguvík.

Stundin bar þessar tölur undir Umhverfisstofnun og fengust þau svör að málið þyrfti að skoða nánar þar sem það væri óvenjulegt að slík mengun væri að finnast í þessu magni þegar slökkt væri á ofni verksmiðjunnar.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar voru starfsmenn að losa ryk og reyk úr reykhreinsivirki verksmiðjunnar á sama hátt og var sýnt í myndskeiði sem birt var með umfjölluninni í gær. Þrátt fyrir það segist United Silicon aðeins hafa losað efni frá framleiðslunni á þennan hátt einu sinni.

Umhverfisstofnun staðfestir þó að þeir hafi fengið ábendingar um að þetta hafi gerst oftar.

Hleri hafi óvart opnast

Kristleifur Andrésson, yfirmaður umhverfis- og öryggismála hjá United Silicon, segir í fyrsta lagi alrangt að þetta hafi verið gert í skjóli nætur. Ekki sé unnið á þessu svæði á næturnar. Nákvæmari upplýsingar hafði hann þó ekki. Hvað varðar sjáanlegu mengunina sem sást í myndskeiði Stundarinnar í gær segir Kristleifur að hleri hafi af einhverjum ástæðum óvart opnast með þeim afleiðingum að kísilryk blés út úr reykhreinsivirkinu og út í andrúmsloftið. Það atvik var ekki tilkynnt til Umhverfisstofnunar.

Þá hafa átt sér stað nokkur mengunaróhöpp í verksmiðjunni sem voru heldur ekki tilkynnt. Hvorki til Umhverfisstofnunar né heilbrigðiseftirlitsins. Þetta hefur Umhverfisstofnun líka staðfest. Allt eru þetta frávik frá starfsleyfi verksmiðjunnar sem þýðir einfaldlega að ekki hafi verið farið eftir þeim lögum og reglum sem United Silicon er gert að fara eftir.

Umhverfisstofnun hyggst sannreyna fullyrðingar

Líkt og Stundin greindi frá í gær er ekki hægt að fullyrða hversu mikið magn af skaðlegum efnum leynist í þessari losun versmiðjunnar þar sem þessari aðferð hefur verið haldið leyndri fyrir Umhverfisstofnun. Starfsmaður United Silicon segir þetta þó gert ítrekað vegna þess að reykhreinsivirki verksmiðjunnar hafi reynst of lítið fyrir það magn sem framleitt er og því stíflist það reglulega. Til þess að forða verksmiðjunni frá þeim kostnaði sem hlýst af því að kaupa nýja síupoka í reykhreinsivirkið, sem eyðileggjast þegar reykhreinsivirkið stíflast, sé þrýsting á kerfinu létt með þessum hætti. Verksmiðjan hafi nú þegar eyðilagt síupoka fyrir tugi milljóna og því sé þessari ólöglegu aðferð beitt.

Umhverfisstofnun hefur greint frá að hún hafi oftar en einu sinni fengið misvísandi upplýsingar frá United Silicon og að ekki hafi verið tilkynnt um atvik sem eru tilkynningaskyld samkvæmt starfsleyfi verksmiðjunnar. Aðspurð hvort það væri ekki eðlilegt að Umhverfisstofnun sannreyni svör United Silicon um að þetta hafi verið hættulaust kísilryk segir Sigríður: „Jú, algjörlega.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Áhrif kísilvers United Silicon

Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Stjórn­mála­menn töl­uðu upp United Silicon og fögn­uðu ákaft: „Við er­um bú­in að bíða lengi“

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, þeg­ar fyrsta skóflu­stung­an var tek­in að verk­smiðju United Silicon, sem fór í gjald­þrot í dag eft­ir að hafa marg­brot­ið starfs­leyfi og meint­an fjár­drátt for­stjór­ans. Bæj­ar­stjór­inn í Reykja­nes­bæ gagn­rýndi úr­töluradd­ir. „Við er­um bú­in að bíða lengi,“ sagði iðn­að­ar­ráð­herra.
Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi
Fréttir

Dul­ar­full­ur barón keypti í kís­il­veri og seldi virkj­ana­rétt­indi

Ít­alsk­ur barón, Fel­ix Von Longo-Lie­ben­stein, hef­ur ver­ið virk­ur í jarða­kaup­um á Ís­landi frá síð­ustu alda­mót­um en hef­ur náð að halda sér ut­an kast­ljóss fjöl­miðla. Hann var einn af hlut­höf­un­um í kís­il­fyr­ir­tæk­inu United Silicon og seldi dótt­ur­fé­lagi HS Orku vatns­rétt­indi út af virkj­un á Strönd­um. Illa geng­ur að fá upp­lýs­ing­ar um barón­inn.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár