Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hélt að þingmaður Pírata væri varaþingmaður en gefur lítið fyrir gagnrýni á mætingarleysi

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, mæt­ir illa til vinnu og hélt að þing­mað­ur Pírata væri vara­þing­mað­ur. Hann bland­ar eig­in­konu sinni inn í um­ræð­una um mæt­ing­ar­leysi sitt og seg­ir að hún sé orð­in „lang­þreytt á bið­inni“ eft­ir því að ein­hver skammi sig að van­rækja fjöl­skyld­una.

Hélt að þingmaður Pírata væri varaþingmaður en gefur lítið fyrir gagnrýni á mætingarleysi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, brást í kvöld við gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir að mæta illa til vinnu. Í svari sínu kallar hann þingmann Pírata, Smára McCarthy, varaþingmann. Smári er í hópi þeirra þingmanna sem hafa haldið flestar þingræður og talað hvað lengst eftir að þing kom saman í desember. 

„Það er langt síðan ég hætti að nenna að svara nettröllum, jafnvel þótt þau detti inn á Alþingi. Ég ætla þó að gera smá undantekningu því frúin er að ergja sig á því að kunnuglegir hrekkjalómar séu að reyna að halda því fram að ég sinni ekki vinnunni. Hún er nefnilega orðin langþreytt á biðinni eftir að einhver skammi mig fyrir hið gagnstæða, þ.e. að vanrækja fjölskylduna,“ skrifar Sigmundur í stöðuuppfærslu sem hann birti á Facebook. „Henni fannst því fokið í flest skjól þegar að ónefndur fréttamaður Vísis hafði eftir varaþingmanni Pírata að ég væri ekki nógu mikið í vinnunni og það daginn eftir að hún spurði hvort ég væri alveg búinn að gleyma að ég ætti fjölskyldu.“

Í fréttinni sem Sigmundur Davíð vísar til er vitnað í orð Smára McCarthy, þingmanns Pírata, sem segir að sér krossbregði í hvert skipti sem hann sjái Sigmund í þinghúsinu. 

Smári bregst við ummælum Sigmundar og skrifar:

„Ef þú mættir aðeins oftar, eins og lög kveða á um, þá myndirðu vita að ég er ekki varaþingmaður. Öll sinnum við fundum og ýmiskonar störfum þingmanna langt frá Austurvelli (í augnablikinu er ég að sinna þingstörfum í 7400km fjarlægð frá Austurvelli, til dæmis), en flestir þingmenn sjá sér samt fært að mæta á nefndarfundi og atkvæðagreiðslur, þó ekki sé annað.“

Þá leggur Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata, orð í belg og spyr Sigmund hvort hann viti í alvörunni ekki að Smári McCarthy er Alþingismaður. 

„Þegar þú segir "varaþingmaður Pírata" þá ertu væntanlega að vísa í Smára McCarthy þingmann, þar sem fyrirsögn Vísis er tilvitnun í hans orð og Helgi Bergmann er hvorki þingmaður né varaþingmaður Pírata. Vissirðu í alvöru alvöru ekki að Smári er alþingismaður? Þú ættir í alvöru að mæta oftar,“ skrifar Viktor og bætir við: „Það er sko mjög lítið vandamál fyrir alla aðra þingmenn að fylgja (í mismiklum mæli) lögum um mætingu þingmanna á fundi þings og fastanefnda, jafnframt því að sinna öðrum hlutum starfsins og kjördæma sinna. Hvað ertu eiginlega búinn að vera að gera svona miklu meira utan þingsins en aðrir þingmenn á þessu þingi, að þú hefur ómögulega getað mætt eða boðað forföll á fleiri en örfáa þingfundi, eða á fleiri en 4 nefndarfundi af 13?“

Frá því Alþingi var sett þann 6. desember hefur Sigmundur Davíð verið fjarverandi í 87 prósent atkvæðagreiðsla. Hann var seinast viðstaddur í atkvæðagreiðslu þann 22. desember á seinasta ári þegar hann samþykkti mál um frestun á fundum Alþingis. Síðan þá hefur hann verið fjarverandi og ekki kallað inn varamann í sinn stað. Auk þingsetu er Sigmundur Davíð aðalmaður í utanríkismálanefnd. Fastir fundir í nefndinni eru á þriðjudögum og fimmtudögum en frá því nefndin hóf störf sín í lok janúar hefur Sigmundur aðeins mætt á fimm fundi af 19. Þegar hann hefur mætt hefur hann mætt of seint, fyrir utan eitt skipti. Mest hefur Sigmundur komið einum klukkutíma og 41 mínútu of seint, en þeim fundi var slitið 19 mínútum síðar.

Sigmundur Davíð þiggur þingfararkaup sem nemur um 1,1 milljón króna á mánuði. Í ljósi þess að Sigmundur er þingmaður í Norðausturkjördæmi, eftir að hann skráði sig til heimilis á eyðibýli í eigu tengdaforeldra sinna á Fljótsdalshéraði, á hann rétt á samtals 204 þúsund krónur á mánuði í skattfrjálsar tekjur vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar, ferðakostnaðar og starfskostnaðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu