Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hélt að þingmaður Pírata væri varaþingmaður en gefur lítið fyrir gagnrýni á mætingarleysi

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, mæt­ir illa til vinnu og hélt að þing­mað­ur Pírata væri vara­þing­mað­ur. Hann bland­ar eig­in­konu sinni inn í um­ræð­una um mæt­ing­ar­leysi sitt og seg­ir að hún sé orð­in „lang­þreytt á bið­inni“ eft­ir því að ein­hver skammi sig að van­rækja fjöl­skyld­una.

Hélt að þingmaður Pírata væri varaþingmaður en gefur lítið fyrir gagnrýni á mætingarleysi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, brást í kvöld við gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir að mæta illa til vinnu. Í svari sínu kallar hann þingmann Pírata, Smára McCarthy, varaþingmann. Smári er í hópi þeirra þingmanna sem hafa haldið flestar þingræður og talað hvað lengst eftir að þing kom saman í desember. 

„Það er langt síðan ég hætti að nenna að svara nettröllum, jafnvel þótt þau detti inn á Alþingi. Ég ætla þó að gera smá undantekningu því frúin er að ergja sig á því að kunnuglegir hrekkjalómar séu að reyna að halda því fram að ég sinni ekki vinnunni. Hún er nefnilega orðin langþreytt á biðinni eftir að einhver skammi mig fyrir hið gagnstæða, þ.e. að vanrækja fjölskylduna,“ skrifar Sigmundur í stöðuuppfærslu sem hann birti á Facebook. „Henni fannst því fokið í flest skjól þegar að ónefndur fréttamaður Vísis hafði eftir varaþingmanni Pírata að ég væri ekki nógu mikið í vinnunni og það daginn eftir að hún spurði hvort ég væri alveg búinn að gleyma að ég ætti fjölskyldu.“

Í fréttinni sem Sigmundur Davíð vísar til er vitnað í orð Smára McCarthy, þingmanns Pírata, sem segir að sér krossbregði í hvert skipti sem hann sjái Sigmund í þinghúsinu. 

Smári bregst við ummælum Sigmundar og skrifar:

„Ef þú mættir aðeins oftar, eins og lög kveða á um, þá myndirðu vita að ég er ekki varaþingmaður. Öll sinnum við fundum og ýmiskonar störfum þingmanna langt frá Austurvelli (í augnablikinu er ég að sinna þingstörfum í 7400km fjarlægð frá Austurvelli, til dæmis), en flestir þingmenn sjá sér samt fært að mæta á nefndarfundi og atkvæðagreiðslur, þó ekki sé annað.“

Þá leggur Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata, orð í belg og spyr Sigmund hvort hann viti í alvörunni ekki að Smári McCarthy er Alþingismaður. 

„Þegar þú segir "varaþingmaður Pírata" þá ertu væntanlega að vísa í Smára McCarthy þingmann, þar sem fyrirsögn Vísis er tilvitnun í hans orð og Helgi Bergmann er hvorki þingmaður né varaþingmaður Pírata. Vissirðu í alvöru alvöru ekki að Smári er alþingismaður? Þú ættir í alvöru að mæta oftar,“ skrifar Viktor og bætir við: „Það er sko mjög lítið vandamál fyrir alla aðra þingmenn að fylgja (í mismiklum mæli) lögum um mætingu þingmanna á fundi þings og fastanefnda, jafnframt því að sinna öðrum hlutum starfsins og kjördæma sinna. Hvað ertu eiginlega búinn að vera að gera svona miklu meira utan þingsins en aðrir þingmenn á þessu þingi, að þú hefur ómögulega getað mætt eða boðað forföll á fleiri en örfáa þingfundi, eða á fleiri en 4 nefndarfundi af 13?“

Frá því Alþingi var sett þann 6. desember hefur Sigmundur Davíð verið fjarverandi í 87 prósent atkvæðagreiðsla. Hann var seinast viðstaddur í atkvæðagreiðslu þann 22. desember á seinasta ári þegar hann samþykkti mál um frestun á fundum Alþingis. Síðan þá hefur hann verið fjarverandi og ekki kallað inn varamann í sinn stað. Auk þingsetu er Sigmundur Davíð aðalmaður í utanríkismálanefnd. Fastir fundir í nefndinni eru á þriðjudögum og fimmtudögum en frá því nefndin hóf störf sín í lok janúar hefur Sigmundur aðeins mætt á fimm fundi af 19. Þegar hann hefur mætt hefur hann mætt of seint, fyrir utan eitt skipti. Mest hefur Sigmundur komið einum klukkutíma og 41 mínútu of seint, en þeim fundi var slitið 19 mínútum síðar.

Sigmundur Davíð þiggur þingfararkaup sem nemur um 1,1 milljón króna á mánuði. Í ljósi þess að Sigmundur er þingmaður í Norðausturkjördæmi, eftir að hann skráði sig til heimilis á eyðibýli í eigu tengdaforeldra sinna á Fljótsdalshéraði, á hann rétt á samtals 204 þúsund krónur á mánuði í skattfrjálsar tekjur vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar, ferðakostnaðar og starfskostnaðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár