„Ég hefði nú kannski kosið annars konar starfsemi í Helguvík ef ég hefði átt eitthvert val,“ segir Kjartan Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, aðspurður um persónulega skoðun sína á fyrirhugaðri byggingu fyrirtækisins Thorsil á kísilverksmiðju í Helguvík.
„Því umhverfisvænni starfsemi sem hægt er að fá hérna því betra,“ segir bæjarstjórinn þegar hann útskýrir þá afstöðu sína til verksmiðjunnar en svo virðist sem hluti bæjarbúa í Reykjanesbæ sé ósáttur við framkvæmdina samkvæmt Kjartani. „Ég er búinn að hitta þá nokkra sem setja spurningamerki við þetta.“ Fyrir tveimur dögum sagði RÚV til dæmis frétt um að hestamenn í bænum hefðu áhyggjur af mengun frá verksmiðjunni í Helguvík.
Athugasemdir