Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Hef verið spurð hvað ég hafi verið að pæla“

Fyrsti hefnd­arkláms­dóm­ur­inn: Fyrr­ver­andi kær­asti Katrín­ar Lilju Sig­ur­jóns­dótt­ur birti nekt­ar­mynd­ir af henni á net­inu dag­inn eft­ir sam­bands­slit­in. Hún kærði mál­ið og hann fékk tveggja mán­aða skil­orðs­bund­inn dóm auk þess sem hon­um var gert að greiða henni miska­bæt­ur.

„Hef verið spurð hvað ég hafi verið að pæla“
Neskaupstaður Katrín Lilja er þakklát fyrir að búa í litlu samfélagi, þar sem hún naut stuðnings.

Katrín Lilja Sigurjónsdóttir er þolandi hefndarkláms. Í febrúar á síðasta ári birti fyrrverandi kærasti hennar fimm nektarmyndir af henni á Facebook-síðu sinni en hann var nýlega dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna málsins, auk þess sem honum var gert að greiða henni 250 þúsund krónur í miskabætur.

Hún var einungis 17 ára þegar brotið var framið, gerandinn 18 ára. Katrín Lilja segir frá upplifun sinni af hefndarklámi, ákvörðuninni um að kæra fyrrverandi kærasta sinn og skömminni sem hún segist strax hafa skilað til föðurhúsanna. 

Nærmyndir af bakhluta og kynfærum

„Við vorum búin að vera saman í eitt og hálft ár. Ég sendi honum þessar myndir sjálf nokkru áður en þetta gerðist, en ég hélt að hann hefði eytt þeim. Ég var búin að ganga á eftir því í svolítinn tíma og biðja hann um eyða þeim úr tölvunni sinni. Svo var ég á þorrablóti með mömmu minni og pabba í febrúar í fyrra og hafði slökkt á símanum mínum því hann var ítrekað að reyna að hringja í mig,“ segir Katrín Lilja en þau höfðu hætt saman deginum áður. Að sögn Katrínar hafði pilturinn tekið sambandsslitunum illa og þá um nóttina setti hann myndirnar af henni á Facebook. Samkvæmt dómsskjölum er um að ræða nærmyndir af bakhluta og kynfærum Katrínar og fylgdi myndunum textinn: „Takk fyrir ad halda framhjá mer sæta“ ásamt fullu nafni Katrínar Lilju. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár