Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Hef verið spurð hvað ég hafi verið að pæla“

Fyrsti hefnd­arkláms­dóm­ur­inn: Fyrr­ver­andi kær­asti Katrín­ar Lilju Sig­ur­jóns­dótt­ur birti nekt­ar­mynd­ir af henni á net­inu dag­inn eft­ir sam­bands­slit­in. Hún kærði mál­ið og hann fékk tveggja mán­aða skil­orðs­bund­inn dóm auk þess sem hon­um var gert að greiða henni miska­bæt­ur.

„Hef verið spurð hvað ég hafi verið að pæla“
Neskaupstaður Katrín Lilja er þakklát fyrir að búa í litlu samfélagi, þar sem hún naut stuðnings.

Katrín Lilja Sigurjónsdóttir er þolandi hefndarkláms. Í febrúar á síðasta ári birti fyrrverandi kærasti hennar fimm nektarmyndir af henni á Facebook-síðu sinni en hann var nýlega dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna málsins, auk þess sem honum var gert að greiða henni 250 þúsund krónur í miskabætur.

Hún var einungis 17 ára þegar brotið var framið, gerandinn 18 ára. Katrín Lilja segir frá upplifun sinni af hefndarklámi, ákvörðuninni um að kæra fyrrverandi kærasta sinn og skömminni sem hún segist strax hafa skilað til föðurhúsanna. 

Nærmyndir af bakhluta og kynfærum

„Við vorum búin að vera saman í eitt og hálft ár. Ég sendi honum þessar myndir sjálf nokkru áður en þetta gerðist, en ég hélt að hann hefði eytt þeim. Ég var búin að ganga á eftir því í svolítinn tíma og biðja hann um eyða þeim úr tölvunni sinni. Svo var ég á þorrablóti með mömmu minni og pabba í febrúar í fyrra og hafði slökkt á símanum mínum því hann var ítrekað að reyna að hringja í mig,“ segir Katrín Lilja en þau höfðu hætt saman deginum áður. Að sögn Katrínar hafði pilturinn tekið sambandsslitunum illa og þá um nóttina setti hann myndirnar af henni á Facebook. Samkvæmt dómsskjölum er um að ræða nærmyndir af bakhluta og kynfærum Katrínar og fylgdi myndunum textinn: „Takk fyrir ad halda framhjá mer sæta“ ásamt fullu nafni Katrínar Lilju. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár