Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Hef verið spurð hvað ég hafi verið að pæla“

Fyrsti hefnd­arkláms­dóm­ur­inn: Fyrr­ver­andi kær­asti Katrín­ar Lilju Sig­ur­jóns­dótt­ur birti nekt­ar­mynd­ir af henni á net­inu dag­inn eft­ir sam­bands­slit­in. Hún kærði mál­ið og hann fékk tveggja mán­aða skil­orðs­bund­inn dóm auk þess sem hon­um var gert að greiða henni miska­bæt­ur.

„Hef verið spurð hvað ég hafi verið að pæla“
Neskaupstaður Katrín Lilja er þakklát fyrir að búa í litlu samfélagi, þar sem hún naut stuðnings.

Katrín Lilja Sigurjónsdóttir er þolandi hefndarkláms. Í febrúar á síðasta ári birti fyrrverandi kærasti hennar fimm nektarmyndir af henni á Facebook-síðu sinni en hann var nýlega dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna málsins, auk þess sem honum var gert að greiða henni 250 þúsund krónur í miskabætur.

Hún var einungis 17 ára þegar brotið var framið, gerandinn 18 ára. Katrín Lilja segir frá upplifun sinni af hefndarklámi, ákvörðuninni um að kæra fyrrverandi kærasta sinn og skömminni sem hún segist strax hafa skilað til föðurhúsanna. 

Nærmyndir af bakhluta og kynfærum

„Við vorum búin að vera saman í eitt og hálft ár. Ég sendi honum þessar myndir sjálf nokkru áður en þetta gerðist, en ég hélt að hann hefði eytt þeim. Ég var búin að ganga á eftir því í svolítinn tíma og biðja hann um eyða þeim úr tölvunni sinni. Svo var ég á þorrablóti með mömmu minni og pabba í febrúar í fyrra og hafði slökkt á símanum mínum því hann var ítrekað að reyna að hringja í mig,“ segir Katrín Lilja en þau höfðu hætt saman deginum áður. Að sögn Katrínar hafði pilturinn tekið sambandsslitunum illa og þá um nóttina setti hann myndirnar af henni á Facebook. Samkvæmt dómsskjölum er um að ræða nærmyndir af bakhluta og kynfærum Katrínar og fylgdi myndunum textinn: „Takk fyrir ad halda framhjá mer sæta“ ásamt fullu nafni Katrínar Lilju. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár