Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Hef verið spurð hvað ég hafi verið að pæla“

Fyrsti hefnd­arkláms­dóm­ur­inn: Fyrr­ver­andi kær­asti Katrín­ar Lilju Sig­ur­jóns­dótt­ur birti nekt­ar­mynd­ir af henni á net­inu dag­inn eft­ir sam­bands­slit­in. Hún kærði mál­ið og hann fékk tveggja mán­aða skil­orðs­bund­inn dóm auk þess sem hon­um var gert að greiða henni miska­bæt­ur.

„Hef verið spurð hvað ég hafi verið að pæla“
Neskaupstaður Katrín Lilja er þakklát fyrir að búa í litlu samfélagi, þar sem hún naut stuðnings.

Katrín Lilja Sigurjónsdóttir er þolandi hefndarkláms. Í febrúar á síðasta ári birti fyrrverandi kærasti hennar fimm nektarmyndir af henni á Facebook-síðu sinni en hann var nýlega dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna málsins, auk þess sem honum var gert að greiða henni 250 þúsund krónur í miskabætur.

Hún var einungis 17 ára þegar brotið var framið, gerandinn 18 ára. Katrín Lilja segir frá upplifun sinni af hefndarklámi, ákvörðuninni um að kæra fyrrverandi kærasta sinn og skömminni sem hún segist strax hafa skilað til föðurhúsanna. 

Nærmyndir af bakhluta og kynfærum

„Við vorum búin að vera saman í eitt og hálft ár. Ég sendi honum þessar myndir sjálf nokkru áður en þetta gerðist, en ég hélt að hann hefði eytt þeim. Ég var búin að ganga á eftir því í svolítinn tíma og biðja hann um eyða þeim úr tölvunni sinni. Svo var ég á þorrablóti með mömmu minni og pabba í febrúar í fyrra og hafði slökkt á símanum mínum því hann var ítrekað að reyna að hringja í mig,“ segir Katrín Lilja en þau höfðu hætt saman deginum áður. Að sögn Katrínar hafði pilturinn tekið sambandsslitunum illa og þá um nóttina setti hann myndirnar af henni á Facebook. Samkvæmt dómsskjölum er um að ræða nærmyndir af bakhluta og kynfærum Katrínar og fylgdi myndunum textinn: „Takk fyrir ad halda framhjá mer sæta“ ásamt fullu nafni Katrínar Lilju. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár