Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Hanna Birna fundaði með ritstjóra í ráðherrabílnum

Hitt­ust leyni­lega tveim­ur dög­um eft­ir að Gísli lak upp­lýs­ing­um til Har­ald­ar

Hanna Birna fundaði með ritstjóra í ráðherrabílnum

Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra fundaði með Haraldi Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, þann 22. nóvember árið 2013 um það leyti sem reiðibylgja var að rísa vegna lekamálsins og öll spjót beindust að innanríkisráðuneytinu. „Ég hef ekkert við þig að tala,” segir Haraldur aðspurður hvað þeim ráðherra hafi farið á milli á fundinum. 

Stundin hefur fengið staðfest að Haraldur fékk far með ráðherrabílnum rétt upp úr hádegi þennan dag. Hann kvaddi þáverandi innanríkisráðherra á Amtmannsstíg og gekk norður Skólastrætið. Ráðherra keyrði hins vegar með einkabílstjóra sínum niður á Lækjargötu. Síðar um daginn birti innanríkisráðuneytið tilkynningu á vef sínum þar sem fullyrt var ekkert benti til þess að trúnaðargögn hefðu „verið afhent frá embættismönnum innanríkisráðuneytisins“. 

Tveimur dögum áður, morguninn 20. nóvember, hafði Gísli Freyr Valdórsson, þáverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu, átt í símasamskiptum við Harald og veitt honum trúnaðarupplýsingar um hælisleitendurna Evelyn Glory Joseph og Tony Omos sem Mbl.is byggði frétt sína á þennan dag. Hanna Birna hefur alltaf þvertekið fyrir að hafa vitað af sekt Gísla. Hún var upplýst um samskiptin sem hann átti við fjölmiðlafólk í skýrslutöku hjá lögreglu síðasta vor, en strax þá kom hún Gísla til varnar og fullyrti að ekkert væri óeðlilegt við samskipti hans við ritstjóra Morgunblaðsins. 

Þegar fundurinn milli Haraldar og Hönnu Birnu átti sér stað hafði mikið gengið á. Þennan sama dag kom fram á DV.is að nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hygðust kalla Hönnu Birnu fyrir nefndina vegna lekamálsins. Daginn áður höfðu fyrstu fréttir DV sem einblíndu á trúnaðarbrest innanríkisráðuneytið birst á vefnum, fréttir með fyrirsögnum á borð við „Lögmenn orðlausir vegna leka á persónuupplýsingum“ og „Aðstoðarmaður tvísaga og ólga innan ráðuneytisins“. Hafði Birgitta Jónsdóttir þingkona krafist þess að innanríkisráðherra bæði hælisleitendurna afsökunar á trúnaðarbrotinu.

–––
Þessi frétt er úr prentútgáfu Stundarinnar frá því fyrr á árinu en birtist nú í fyrsta skipti hér á vefnum.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár