Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Haltu kjafti kerling, you need a dick!“

Fem­in­ísk­um ís­lensku­kenn­ara við MH send ógn­andi skila­boð. „Fyrst og fremst varð ég ótrú­lega von­svik­in með ungt fólk,“ seg­ir Hall­dóra Björt Ewen um skemmd­ar­verk­in sem voru unn­in á póst­hólfi henn­ar í skól­an­um. „Nota typpi sem vopn,“ seg­ir Sól­ey Tóm­as­dótt­ir.

„Haltu kjafti kerling, you need a dick!“
Lítur verknaðinn alvarlegum augum Halldóra Björt Ewen, íslenskukennari við MH, segir það borðleggjandi hvaða skilaboð skemmdarverkin feli í sér. Mynd: mh.is

Halldóra Björt Ewen, íslenskukennari við Menntaskólann við Hamrahlíð, tók eftir því þegar hún mætti til vinnu í gær að búið var að krota getnaðarlim á pósthólf hennar í skólanum. Hún segist líta verknaðinn alvarlegum augum og telur að um hótun sé að ræða. „Þrettán ára dóttir mín var að skoða pósthólfin og hún rak augun í þetta,“ segir Halldóra Björt í samtali við Stundina. „Fyrst og fremst varð ég ótrúlega vonsvikin með ungt fólk, því ég dreg þá ályktun að hér séu nemendur að verki en ekki samstarfsfólk mitt. Vonbrigði og ótrúleg reiði. Eiginlega meiri reiði en ég hafði búist við af sjálfri mér.“

Vonbrigði og reiði
Vonbrigði og reiði Halldóra Björt segist fyrst og fremst hafa fundið fyrir vonbrigði og reiði vegna atviksins.

Hvaða skilaboð finnst þér verið að senda þér? „Haltu kjafti kerling, you need a dick!“ svarar Halldóra. „Það finnst mér alveg borðliggjandi.“

Halldóra Björt er þekkt meðal nemenda fyrir femínískar áherslur en hún hefur skrifað greinar um jafnréttismál, meðal annars í dagblöð og á femíníska vefritið Knúz. „Ég ligg ekki á skoðunum mínum. Ég hef meðal 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár