Halldóra Björt Ewen, íslenskukennari við Menntaskólann við Hamrahlíð, tók eftir því þegar hún mætti til vinnu í gær að búið var að krota getnaðarlim á pósthólf hennar í skólanum. Hún segist líta verknaðinn alvarlegum augum og telur að um hótun sé að ræða. „Þrettán ára dóttir mín var að skoða pósthólfin og hún rak augun í þetta,“ segir Halldóra Björt í samtali við Stundina. „Fyrst og fremst varð ég ótrúlega vonsvikin með ungt fólk, því ég dreg þá ályktun að hér séu nemendur að verki en ekki samstarfsfólk mitt. Vonbrigði og ótrúleg reiði. Eiginlega meiri reiði en ég hafði búist við af sjálfri mér.“
Hvaða skilaboð finnst þér verið að senda þér? „Haltu kjafti kerling, you need a dick!“ svarar Halldóra. „Það finnst mér alveg borðliggjandi.“
Halldóra Björt er þekkt meðal nemenda fyrir femínískar áherslur en hún hefur skrifað greinar um jafnréttismál, meðal annars í dagblöð og á femíníska vefritið Knúz. „Ég ligg ekki á skoðunum mínum. Ég hef meðal
Athugasemdir