Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Haltu kjafti kerling, you need a dick!“

Fem­in­ísk­um ís­lensku­kenn­ara við MH send ógn­andi skila­boð. „Fyrst og fremst varð ég ótrú­lega von­svik­in með ungt fólk,“ seg­ir Hall­dóra Björt Ewen um skemmd­ar­verk­in sem voru unn­in á póst­hólfi henn­ar í skól­an­um. „Nota typpi sem vopn,“ seg­ir Sól­ey Tóm­as­dótt­ir.

„Haltu kjafti kerling, you need a dick!“
Lítur verknaðinn alvarlegum augum Halldóra Björt Ewen, íslenskukennari við MH, segir það borðleggjandi hvaða skilaboð skemmdarverkin feli í sér. Mynd: mh.is

Halldóra Björt Ewen, íslenskukennari við Menntaskólann við Hamrahlíð, tók eftir því þegar hún mætti til vinnu í gær að búið var að krota getnaðarlim á pósthólf hennar í skólanum. Hún segist líta verknaðinn alvarlegum augum og telur að um hótun sé að ræða. „Þrettán ára dóttir mín var að skoða pósthólfin og hún rak augun í þetta,“ segir Halldóra Björt í samtali við Stundina. „Fyrst og fremst varð ég ótrúlega vonsvikin með ungt fólk, því ég dreg þá ályktun að hér séu nemendur að verki en ekki samstarfsfólk mitt. Vonbrigði og ótrúleg reiði. Eiginlega meiri reiði en ég hafði búist við af sjálfri mér.“

Vonbrigði og reiði
Vonbrigði og reiði Halldóra Björt segist fyrst og fremst hafa fundið fyrir vonbrigði og reiði vegna atviksins.

Hvaða skilaboð finnst þér verið að senda þér? „Haltu kjafti kerling, you need a dick!“ svarar Halldóra. „Það finnst mér alveg borðliggjandi.“

Halldóra Björt er þekkt meðal nemenda fyrir femínískar áherslur en hún hefur skrifað greinar um jafnréttismál, meðal annars í dagblöð og á femíníska vefritið Knúz. „Ég ligg ekki á skoðunum mínum. Ég hef meðal 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Auknar líkur á hruni áhrifamikils hafstraums í Atlantshafi
5
Fréttir

Aukn­ar lík­ur á hruni áhrifa­mik­ils haf­straums í Atlants­hafi

Hrun velti­hringrás­ar Atlants­hafs­ins, AMOC-haf­straums­ins, telst ekki leng­ur „ólík­leg­ur at­burð­ur“. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn. Stef­an Rahm­storf haf- og lofts­lags­sér­fræð­ing­ur og einn rann­sak­anda seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar „slá­andi.“ Í sam­tali við Heim­ild­ina í fyrra sagði Rahm­storf að nið­ur­brot AMOC yrði „kat­ast­rófa fyr­ir Ís­land og önn­ur Norð­ur­lönd“ og hvatti ís­lensk stjórn­völd til að­gerða.
Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu