Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Haltu kjafti kerling, you need a dick!“

Fem­in­ísk­um ís­lensku­kenn­ara við MH send ógn­andi skila­boð. „Fyrst og fremst varð ég ótrú­lega von­svik­in með ungt fólk,“ seg­ir Hall­dóra Björt Ewen um skemmd­ar­verk­in sem voru unn­in á póst­hólfi henn­ar í skól­an­um. „Nota typpi sem vopn,“ seg­ir Sól­ey Tóm­as­dótt­ir.

„Haltu kjafti kerling, you need a dick!“
Lítur verknaðinn alvarlegum augum Halldóra Björt Ewen, íslenskukennari við MH, segir það borðleggjandi hvaða skilaboð skemmdarverkin feli í sér. Mynd: mh.is

Halldóra Björt Ewen, íslenskukennari við Menntaskólann við Hamrahlíð, tók eftir því þegar hún mætti til vinnu í gær að búið var að krota getnaðarlim á pósthólf hennar í skólanum. Hún segist líta verknaðinn alvarlegum augum og telur að um hótun sé að ræða. „Þrettán ára dóttir mín var að skoða pósthólfin og hún rak augun í þetta,“ segir Halldóra Björt í samtali við Stundina. „Fyrst og fremst varð ég ótrúlega vonsvikin með ungt fólk, því ég dreg þá ályktun að hér séu nemendur að verki en ekki samstarfsfólk mitt. Vonbrigði og ótrúleg reiði. Eiginlega meiri reiði en ég hafði búist við af sjálfri mér.“

Vonbrigði og reiði
Vonbrigði og reiði Halldóra Björt segist fyrst og fremst hafa fundið fyrir vonbrigði og reiði vegna atviksins.

Hvaða skilaboð finnst þér verið að senda þér? „Haltu kjafti kerling, you need a dick!“ svarar Halldóra. „Það finnst mér alveg borðliggjandi.“

Halldóra Björt er þekkt meðal nemenda fyrir femínískar áherslur en hún hefur skrifað greinar um jafnréttismál, meðal annars í dagblöð og á femíníska vefritið Knúz. „Ég ligg ekki á skoðunum mínum. Ég hef meðal 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár