Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Halla Tómasdóttir: „Ég er femínisti“

Stund­in hef­ur á und­an­förn­um vik­um spurt alla fram­bjóð­end­ur til for­seta tíu spurn­inga er varða nokk­ur af helstu deilu og álita­mál­um líð­andi stund­ar. Hér ber að líta svör þeirra við sjöttu spurn­ing­unni: „Tel­ur þú að femín­ismi sé mik­il­væg jafn­rétt­is­hreyf­ing eða sé of öfga­full­ur til þess að geta kom­ið jafn­rétt­is­bar­áttu til hjálp­ar?“

Halla Tómasdóttir: „Ég er femínisti“
Frambjóðendurnir Níu einstaklingar eru í boði sem næsti forseti lýðveldisins.

Stundin hefur spurt alla frambjóðendur* til forseta tíu spurninga er varða nokkur af helstu deilu og álitamálum líðandi stundar. Hér ber að líta svör þeirra við sjöttu spurningunni:

Telur þú að femínismi sé mikilvæg jafnréttishreyfing eða sé of öfgafullur til þess að geta komið jafnréttisbaráttu til hjálpar?


Andri Snær Magnason

Andri Snær.
Andri Snær. Rithöfundur.

Ég tel að hún sé mikilvæg jafnréttishreyfing. Ég hélt að það væri í lagi með þetta. Ef þú hefðir spurt mig fyrir fimm árum, og ég þykist nú alveg vera ágætlega meðvitaður, en áður en jafnréttisbylgjan reis aftur þá hefði ég sagt að þetta væri nú eiginlega komið í höfn, og að þetta væri allt komið vel á veg. En það er alveg magnað hvað mikið bættist við, hvað þau urðu mikið sterkari kynjagleraugun. Þannig að femínisminn hefur klárlega verið jákvæð hreyfing. En á hinn bóginn, ef talað er við foreldra og kennara þá hafa þeir miklar áhyggjur af strákum, þannig að það þýðir ekki að einblína bara á annað kynið. Það sem ég eiginlega öfunda stelpurnar af er að þegar þær fá femínismann fá þær hugsjón, og það er svo gott og þroskandi að brýna sig við hugsjón. Strákarnir hafa ekkert svona til að grípa í. Þeir verða að hafa aðgang að þessari hugsjón líka, það má ekki útiloka þá. Sú staðreynd að strákar þurfa að fá einum lægra til að komast inn í Versló staðfestir kynbundinn mun sem þarf að ræða, vegna þess að hann getur skapað allskonar vandamál í framtíðinni. Femínisku tækin geta vísað okkur veginn hvernig eigi að tækla þetta. Ég var í tíma um daginn þar sem ég var að tala um femínisma uppi í Borgarholtsskóla, og var að ræða um það afhverju ég þurfi að upplifa mig sem fyrst og fremst karl með hagsmuni karla, og að jafnréttisbaráttan muni koma niður á mér í framtíðinni. Í staðinn fyrir að líta á mig sem manneskju í vinahópi þar sem allir muni spjara sig ef jafnrétti er náð.


Ástþór Magnússon

Ástþór Magnússon.
Ástþór Magnússon. Viðskiptamaður.

Barátta fyrir jafnrétti og mannréttindum má aldrei einkennast af öfgum. Mér sýnist að Íslendingar standi framarlega þegar kemur að jafnrétti kynjana.  

 

 

 

 

 


Elísabet Jökulsdóttir

Elísabet Jökulsdóttir.
Elísabet Jökulsdóttir. Rithöfundur.

Ég held að femínismi sé bara mjög fínn. Þetta er bara eins og að breyta um mataræði. Það eru allskonar leiðir, alveg eins og með femínisma. Þessi er kannski öfgafullur og þessi ekki, þessi er hófsamur. En það vilja allir jafnrétti. Og nei, femínismi er aldrei öfgafullur.

 

 

 


Guðni Th. Jóhannesson

Guðni Th.
Guðni Th. Sagnfræðingur.

Femínismi í þeim skilningi eins og ég og fleiri skilja hann er mjög jákvæð stefna. Aftur vil ég leggja áherslu á það að við séum öll jöfn fyrir lögunum og þannig álít ég að femínismi færi okkur fram á veg. Góður femínismi snýst einfaldlega um það að það sé ekkert spurt hvers kyns ertu, heldur hver ertu, og þarf þetta að vera eitthvað flóknara en það?

 


Guðrún Margrét Pálsdóttir

Guðrún Margrét Pálsdóttir.
Guðrún Margrét Pálsdóttir. Hjúkrunarfræðingur.

Ef femínismi er hugsjónin um samfélagslegt réttlæti sem felst í jafnrétti kynjanna þá tel ég hann mikilvæga jafnréttishreyfingu. Öfgafull barátta hugnast mér tæpast.

 

 

 

 

 


Halla Tómasdóttir

Halla Tómasdóttir.
Halla Tómasdóttir. Fjárfestir.

Femínismi er fallegt hugtak sem felur í sér að meta eigi konur og stúlkur að verðleikum og þær eigi ekki að teljast annars flokks eða óæðri. Inntakið má yfirfæra á ýmsan máta, þannig á að meta fólk að verðleikum ekki bara óháð kyni heldur einnig óháð uppruna, búsetu, líkamlegri getu, fjárhagsstöðu og svo framvegis, og það ber að sýna öllum virðingu. Þannig að já, ég tel femínisma mikilvæga jafnréttishreyfingu og ég er femínisti.

 


Hildur Þórðardóttir

Hildur Þórðardóttir.
Hildur Þórðardóttir. Rithöfundur.

Ég vil bara tala um jafnrétti. Það er nú oft þannig að til að koma á breytingum þurfum við að fara öfganna á milli, en við þurfum kannski ekki að fara algjörlega út í kvennaræði til þess að losna við karlaræðið. Þetta eru bara ákveðnar hreyfingar í samfélaginu, sveiflukenndar hreyfingar. Svo finnum við einhverja millileið. Ég vil frekar kalla þetta jafnrétti af því orðið femín felur í sér konur. Ég er jafnréttissinni og vil fá jafnan rétt fyrir alla, hvort sem það er kyn eða kynhneigð eða litarhaft eða trúarbrögð. Við erum öll jöfn og öll jafnmikilvæg og merkileg. Við verðum að viðurkenna þessi kvenlegu gildi, að karlmenn leyfi sér að vera mjúkir og konur leyfi sér að vera sterkar án þess að vera grimmar. Eins og ég, ég er sterk kona, þótt ég sé alveg mjúk. Karlmenn geta verið sterkir þótt þeir séu mjúkir. Karlmenn geta sýnt tilfinningar þótt þeir séu í viðskiptum. Við finnum bara millileiðina og leyfum okkur að vera hvort tveggja, ying og yang, bæði karlmenn og konur. Konur þurfa líka að finna styrkinn sinn og kannski er þessi femínismi þeirra tól til þess. Og svo er það orðræðan. Forseti er karlkyns orð, og svo er sagt „Þegar maður …“ eitthvað. Þegar allt er karlkyns, þá er orðið femínismi kannski það afl sem við þurfum til að fara út úr öllu þessu karllæga.


Sturla Jónsson

Sturla Jónsson.
Sturla Jónsson. Athafnamaður.

Ég held þeir ættu að lesa 65. greinina í stjórnarskránni, hún er ótrúlega einföld. Það eru allir jafnir fyrir lögum.

 

 

 

 

 

 


* Frambjóðandinn Davíð Oddson fékk spurningarnar sendar og tækifæri til þess að svara þeim en hefur ekki gert það. Berist svör frá honum mun þeim verða bætt við jafnóðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár