Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafnar því að umfjöllun um tengsl hans við aflandsfélög hafi skaðað orðspor Íslands. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.
Á blaðamannafundi þann 18. apríl, þegar Ólafur tilkynnti að hann sæktist eftir endurkjöri sem forseti, sagði hann hins vegar að Wintris-mál forsætisráðherra og uppljóstranir Panama-skjalanna snerust „ekki bara um stjórnkerfið hér innanlands“ heldur einnig um „heill og heiður Íslands á alþjóðlegum vettvangi“. Þá lagði hann áherslu á að Íslendingar yrðu að halda reisn á erlendum vettvangi.
Athugasemdir