Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hælisleitandi í hungurverkfalli hefur verið sendur úr landi

Af­gansk­ur flótta­mað­ur, Abdol­hamid Rahmani, var í gær send­ur úr landi til Grikk­lands. Þeg­ar hann frétti af brott­vís­un­inni, þann 27. fe­brú­ar, fór hann í hung­ur­verk­fall til að mót­mæla stöðu sinni. Heim­ild­ir Stund­ar­inn­ar herma að hann sé enn í hung­ur­verk­falli. Hann er nú á kom­inn til Grikk­lands þar sem hann seg­ist ótt­ast um líf sitt.

Hælisleitandi í hungurverkfalli hefur verið sendur úr landi
Abdolhamid Rahmani Gisti í fangaklefa áður en hann var sendur til Grikklands í morgun.

Afganski hælisleitandinn, Abdolhamid Rahmani, hefur verið sendur úr landi til Grikklands. Stundin greindi frá því á fimmtudaginn að Abdolhamid Rahmani væri á átjánda degi hungurverkfalls og herma heimildir Stundarinnar að hann sé nú á tuttugasta og þriðja degi.

Í fyrrakvöld sótti lögreglan Abdolhamid á heimili sitt og færði hann í fangaklefa lögreglu þar sem hann gisti um nóttina. Í gærmorgun var hann sendur úr landi. Þetta staðfestir lögfræðingur Abdolhamid. 

Gisti í fangaklefa

Vinur Abdolhamid segir að lögreglan hafi komið um kvöldið án þess að gera boð á undan sér. „Allt í einu voru þrír lögregluþjónar komnir inn á heimilið. Þeir virtust ekki vita hvar Abdolhamid væri svo þeir bönkuðu á svefnherbergin í húsinu þangað til þeir fundu hann,“ segir vinur Abdolhamid sem býr í félagslegu húsnæði fyrir hælisleitendur á vegum Reykjavíkurborgar. 

„Þegar hann var sendur burt var hann enn í hungurverkfalli.“

Herbergisfélaginn vill ekki koma fram undir nafni því hann óttast að það gæti haft áhrif á umsókn sína um hæli á Íslandi. Í samtali við Stundina segir hann atburðarásina hafa verið afar átakanlega: „Lögregluþjónarnir biðu meðan Abdolhamid pakkaði öllu dótinu sínu niður í tösku og tóku hann svo á brott með sér. Ég var í samskiptum við þá því Abdolhamid talar hvorki ensku né íslensku. Ég bað þá um að gefa honum smá tíma til að hringja í vini sína en þeir neituðu - sögðust geta gert það niðri á stöð. Við höfum verið í litlu sambandi við hann síðan, en í gærmorgun um klukkan sex sendi hann mér sms-skilaboð. Hann sagðist hafa gist í fangaklefa og væri á Keflavíkurflugvelli þar sem hann myndi brátt fara um borð í vél til Grikklands. Þegar hann var sendur burt var hann enn í hungurverkfalli,“ segir herbergisfélagi Abdolhamid í samtali við Stundina.

Lög um útlendinga sem tóku gildi 1. janúar 2017 veita lögreglunni rúma heimild um verklag þegar hælisleitendur eru sendir úr landi. Ef grunur liggur á að viðkomandi muni reyna að forðast brottvísun er því heimilt að láta hælisleitanda gista í fangaklefa lögreglu. 

Hungurverkfall
Hungurverkfall Hefur verið í hungurverkfalli síðan 27. febrúar.

Vildi byggja sér upp líf

Abdolhamid sagði í samtali við Stundina í seinustu viku að hungurverkfallið væri hans eina leið til að mótmæla stöðu sinni. „Ég fór frá Grikklandi því ég var hræddur um líf mitt. Bróðir minn var myrtur í Tyrklandi í janúar af óvinum fjölskyldunnar og ég var hræddur um að það sama myndi gerast fyrir mig, og muni gerast ef ég verð sendur aftur til Grikklands,“ sagði Abdolhamid.

Abdolhamid sótti um hæli við komuna til landsins. Hann fékk synjun frá Útlendingastofnun á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þá synjun. Þá leitaði hann til lögmanns sem sótti um frestun réttaráhrifa á meðan málið færi fyrir dómstóla hér á landi en þeirri beiðni var einnig synjað. „Áður en ég fékk þessa þriðju synjun virtist lífið vera á uppleið,“ segir Abdolhamid, sem er múrari og vildi byggja sér upp líf hér og fara að vinna.

Vinir Abdolhamid Rahmani hafa ekkert heyrt frá honum síðan klukkan sex í gærmorgun en hvorki þeir, né hann, vita nokkuð um hver framtíð hans verður.

1.130 manns sóttu um vernd á Íslandi í fyrra, eða þrefalt fleiri en árið 2015. 313 manns voru flutt úr landi með lögreglufylgd á árinu, samkvæmt tölum Útlendingastofnunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu