Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hælisleitandi í hungurverkfalli hefur verið sendur úr landi

Af­gansk­ur flótta­mað­ur, Abdol­hamid Rahmani, var í gær send­ur úr landi til Grikk­lands. Þeg­ar hann frétti af brott­vís­un­inni, þann 27. fe­brú­ar, fór hann í hung­ur­verk­fall til að mót­mæla stöðu sinni. Heim­ild­ir Stund­ar­inn­ar herma að hann sé enn í hung­ur­verk­falli. Hann er nú á kom­inn til Grikk­lands þar sem hann seg­ist ótt­ast um líf sitt.

Hælisleitandi í hungurverkfalli hefur verið sendur úr landi
Abdolhamid Rahmani Gisti í fangaklefa áður en hann var sendur til Grikklands í morgun.

Afganski hælisleitandinn, Abdolhamid Rahmani, hefur verið sendur úr landi til Grikklands. Stundin greindi frá því á fimmtudaginn að Abdolhamid Rahmani væri á átjánda degi hungurverkfalls og herma heimildir Stundarinnar að hann sé nú á tuttugasta og þriðja degi.

Í fyrrakvöld sótti lögreglan Abdolhamid á heimili sitt og færði hann í fangaklefa lögreglu þar sem hann gisti um nóttina. Í gærmorgun var hann sendur úr landi. Þetta staðfestir lögfræðingur Abdolhamid. 

Gisti í fangaklefa

Vinur Abdolhamid segir að lögreglan hafi komið um kvöldið án þess að gera boð á undan sér. „Allt í einu voru þrír lögregluþjónar komnir inn á heimilið. Þeir virtust ekki vita hvar Abdolhamid væri svo þeir bönkuðu á svefnherbergin í húsinu þangað til þeir fundu hann,“ segir vinur Abdolhamid sem býr í félagslegu húsnæði fyrir hælisleitendur á vegum Reykjavíkurborgar. 

„Þegar hann var sendur burt var hann enn í hungurverkfalli.“

Herbergisfélaginn vill ekki koma fram undir nafni því hann óttast að það gæti haft áhrif á umsókn sína um hæli á Íslandi. Í samtali við Stundina segir hann atburðarásina hafa verið afar átakanlega: „Lögregluþjónarnir biðu meðan Abdolhamid pakkaði öllu dótinu sínu niður í tösku og tóku hann svo á brott með sér. Ég var í samskiptum við þá því Abdolhamid talar hvorki ensku né íslensku. Ég bað þá um að gefa honum smá tíma til að hringja í vini sína en þeir neituðu - sögðust geta gert það niðri á stöð. Við höfum verið í litlu sambandi við hann síðan, en í gærmorgun um klukkan sex sendi hann mér sms-skilaboð. Hann sagðist hafa gist í fangaklefa og væri á Keflavíkurflugvelli þar sem hann myndi brátt fara um borð í vél til Grikklands. Þegar hann var sendur burt var hann enn í hungurverkfalli,“ segir herbergisfélagi Abdolhamid í samtali við Stundina.

Lög um útlendinga sem tóku gildi 1. janúar 2017 veita lögreglunni rúma heimild um verklag þegar hælisleitendur eru sendir úr landi. Ef grunur liggur á að viðkomandi muni reyna að forðast brottvísun er því heimilt að láta hælisleitanda gista í fangaklefa lögreglu. 

Hungurverkfall
Hungurverkfall Hefur verið í hungurverkfalli síðan 27. febrúar.

Vildi byggja sér upp líf

Abdolhamid sagði í samtali við Stundina í seinustu viku að hungurverkfallið væri hans eina leið til að mótmæla stöðu sinni. „Ég fór frá Grikklandi því ég var hræddur um líf mitt. Bróðir minn var myrtur í Tyrklandi í janúar af óvinum fjölskyldunnar og ég var hræddur um að það sama myndi gerast fyrir mig, og muni gerast ef ég verð sendur aftur til Grikklands,“ sagði Abdolhamid.

Abdolhamid sótti um hæli við komuna til landsins. Hann fékk synjun frá Útlendingastofnun á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þá synjun. Þá leitaði hann til lögmanns sem sótti um frestun réttaráhrifa á meðan málið færi fyrir dómstóla hér á landi en þeirri beiðni var einnig synjað. „Áður en ég fékk þessa þriðju synjun virtist lífið vera á uppleið,“ segir Abdolhamid, sem er múrari og vildi byggja sér upp líf hér og fara að vinna.

Vinir Abdolhamid Rahmani hafa ekkert heyrt frá honum síðan klukkan sex í gærmorgun en hvorki þeir, né hann, vita nokkuð um hver framtíð hans verður.

1.130 manns sóttu um vernd á Íslandi í fyrra, eða þrefalt fleiri en árið 2015. 313 manns voru flutt úr landi með lögreglufylgd á árinu, samkvæmt tölum Útlendingastofnunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
7
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Domino's-þjóðin Íslendingar
9
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
7
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár