Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Guðni birtir nafnalistann

Guðni Th. Jó­hann­es­son for­setafram­bjóð­andi birt­ir nöfn þeirra sem sitja í kosn­inga­stjórn fram­boðs­ins. „Ég spyr ekki vini mína um flokks­skír­teini,“ seg­ir Guðni. Helm­ing­ur kosn­inga­stjórn­ar teng­ist Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Guðni birtir nafnalistann

Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi hefur uppfært heimasíðu sína og birtir nú nöfn allra þeirra sem sitja í kosningastjórn framboðsins. Meira en helmingur þeirra eru ýmist virkir meðlimir í Sjálfstæðisflokknum eða hafa komið að starfi flokksins í gegnum tíðina.

Líkt og Stundin greindi frá á sunnudag á fólkið sem formlega stendur að baki framboði Guðna, samkvæmt þeim upplýsingum sem gefnar hafa verið upp á vef framboðsins, það sammerkt að tilheyra Sjálfstæðisflokknum og vera virkir þátttakendur í störfum flokksins, fyrir utan eiginkonu Guðna sem virðist ekki hafa neinar tengingar við íslenska stjórnmálaflokka. 

Stjórn félagsins sem ber fjárhags- og skipulega ábyrgð á framboði Guðna er skipuð Þorgerði Önnu Arnardóttur, Lúðvík Erni Steinarssyni og Elizu Reid, eiginkonu Guðna. Þorgerður Anna er í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og Lúvík Örn er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Í framkvæmdastjórn framboðsins sitja, auk Þorgerðar Önnu, þeir Magnús Lyngdal Magnússon og Friðjón R. Friðjónsson. Magnús sat síðasta landsfund Sjálfstæðisflokksins og var kosinn í allsherjar- og menntamálanefnd flokksins og Friðjón er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.  

Stór hópur kemur að framboðinu

Nýuppfærðar upplýsingar á heimasíðu Guðna sýna nú að kosningastjórn hans samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks með tengsl við fleiri stjórnmálaflokka. Má þar meðal annars nefna Huginn Frey Þorsteinsson og Kolbein Óttarsson Proppé, en báðir starfa fyrir ráðgjafafyrirtækið Aton. Huginn Freyr hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð, og var meðal annars aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar þegar hann var fjármálaráðherra. Kolbeinn starfaði áður sem blaðamaður hjá 365 miðlum, en bauð sig fram í alþingiskosningum fyrir vinstri græna árið 2003. Þá er Margrét S. Björnsdóttir, verkefnisstjóri við Háskóla Íslands, einnig í kosningastjórn Guðna en hún var áður formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. 

Í kosningastjórn Guðna sitja jafnframt Þengill Björnsson og Janus Arn Guðmundsson, báðir miðstjórnarmenn í Sjálfstæðisflokknum, Erla María Tölgyes sem var á framboðslista hjá Sjálfstæðisflokknum í síðustu Alþingiskosningum, Stefanía Sigurðardóttir, kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum og Heimir Hannesson, fyrrverandi hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs sem látið hefur að sér kveða í Heimdalli, ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Meira en helmingur þeirra sem sitja í kosningastjórn Guðna hafa tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins.

Spyr ekki vini sína um flokksskírteini

Guðni var spurður út í tengslin við Sjálfstæðisflokkinn í Speglinum á Rás 1 í gær. „Þau sem eru í stjórn framboðsins eru vinir mínir frá fornu fari og ég spyr ekki vini mína um flokksskírteini. Svo eru margir fleiri sem koma að framboðinu, blessunarlega,“ sagði Guðni. 

Hvað varðar þau þrjú sem sitja í framkvæmdastjórn framboðsins sagðist Guðni hafa alist upp í sömu götu og Þorgerður Anna, Friðjón sé fjölskylduvinur og að hann hafi kynnst Magnúsi í sagnfræðinni í gamla daga. „Allt þetta fólk tengist Sjálfstæðisflokknum en það kemur mér ekki við. Ég hef aldrei verið í flokki. Allar mínar rannsóknir, öll mín verk, bera því vitni að ég hef aldrei látið flokkspólitík ráða gerðum mínum og ég fer ekki að byrja á því núna.“

„Allt þetta fólk tengist Sjálfstæðisflokknum en það kemur mér ekki við. Ég hef aldrei verið í flokki.“

Ástþór Magnússon, mótframbjóðandi Guðna, hefur ítrekað gert teymið að baki Guðna að umtalsefni í umræðuþáttum vegna forsetakosninganna. Í gær sauð að lokum upp úr og hótuðu þáttastjórnendur að vísa Ástþóri úr hljóðveri.   

Þau sem starfa að framboði Guðna

Stjórn Félags um forsetaframboð Guðna Th. Jóhannessonar:

Þorgerður Anna Arnardóttir formaður, Lúðvík Örn Steinarsson og Eliza Reid.

Framkvæmdastjórn kosningabaráttunnar:

Þorgerður Anna Arnardóttir
Magnús Lyngdal Magnússon
Friðjón R. Friðjónsson

Kosningastjórn:

Eliza Reid
Erla María Tölgyes
Friðjón R. Friðjónsson – Samskipti
Heimir Hannesson
Huginn Freyr Þorsteinsson
Högni Óskarsson
Janus Arn Guðmundsson
Jóhannes Ólafur Jóhannesson
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Magnús Lyngdal Magnússon – Framkvæmd
Margrét S. Björnsdóttir
Pétur Hrafn Arnason
Stefanía Sigurðardóttir
Sveinn Guðmar Waage
Þengill Björnsson
Þorgerður Anna Arnardóttir – Umsýsla

Hlutverk innan kosningaskrifstofu í Reykjavík

Auglýsingar: Einar Geir Ingvarsson
Ferðalög frambjóðanda: Jóhannes Ólafur Jóhannesson
Fjármál og bókhald: Þorgerður Anna Arnardóttir
Kosningamiðstöð: Helga Steinunn Hauksdóttir og Inga Lára Kristinsdóttir, Jóhanna Ýr Jónsdóttir
Meðmælendaskráning: Pétur Hrafn Arnason
Myndbandsgerð: Håkon Broder Lund, Ágúst Örn Ágústsson, Jóhanna Ýr Jónsdóttir
Myndir og upptaka: Håkon Broder Lund
Ritstjóri vefsíðu: María Ásdís Stefánsdóttir
Samfélagsmiðlar: María Ásdís Stefánsdóttir, Arndís Þorgeirsdóttir, Jóhanna Ýr Jónsdóttir
Samskipti við fjölmiðla: Friðjón R. Friðjónsson
Samskipti við kjósendur og sjálfboðaliða: Arna Arnardóttir og Hlynur Einarsson
Umboðsmaður framboðsins og samskipti við kjörstjórn: Þorgerður
Umsjón samfélagsmiðla: Sveinn Guðmar Waage
Umsjón á dagskrá frambjóðanda: Erla María Tölgyes
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla: Ingibjörg Stefánsdóttir
Vefsíða og forritun: Daníel Freyr Hjartarson

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár