Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Greiddu 54 þúsund fyrir nauðsynlega bráðaþjónustu

Malsor Tafa þurfti að greiða 54 þús­und krón­ur fyr­ir lækn­is­þjón­ustu þeg­ar átta mán­aða gam­all son­ur hans brennd­ist illa á fæti. Son­ur hans fædd­ist á Ís­landi en fjöl­skyld­an bíð­ur nú eft­ir svari Út­lend­inga­stofn­un­ar um dval­ar­leyfi. Þeim hef­ur ver­ið gert að yf­ir­gefa land­ið í lok mán­að­ar.

Greiddu 54 þúsund fyrir nauðsynlega bráðaþjónustu

Faðir átta mánaða gamals drengs, sem hlaut annars stigs brunasár á fæti síðastliðinn sunnudag, varð að greiða 54 þúsund krónur fyrir læknisaðstoð á bráðamóttöku Landspítalans. Baldvin Pálsson Dungal fylgdi fjölskyldunni á bráðamóttökuna en hann vann með föður drengsins, Malsor Tafa, áður en sá síðarnefndi missti atvinnuréttindi sín fyrir nokkrum mánuðum. 

„Ég var bara heima á sunnudagskvöldið þegar Malsor hringdi í mig í algjöru panikki. Hann byrjaði á því að afsaka sig en sagðist vita að ég ætti heima nálægt, ætti bíl og væri í NOVA, svo hann gat hringt í mig frítt. Hann sagði að það hefði orðið slys á heimilinu en sonur hans hafði sparkað í hraðsuðuketil og það helltist á hann sjóðandi vatn.“

Baldvin segist hafa brunað með fjölskylduna upp á bráðamóttöku. Sonur Malsor fæddist á Íslandi fyrir átta mánuðum en var augljóslega 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár