Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Grænlendingi vísað úr verslun á Íslandi

Græn­lensk­ur sjómað­ur var beð­inn um að yf­ir­gefa versl­un á Ís­landi. „Þeim líð­ur ekki eins og þeir séu vel­komn­ir,“ seg­ir út­gerð­ar­mað­ur­inn. Skip­stjór­inn dreg­ur í land og seg­ir úlf­alda gerð­an úr mý­flugu. Ut­an­rík­is­ráð­herra Græn­lands hætt­ir við ferð til Nor­egs vegna hand­töku græn­lenskra skip­verja í máli Birnu Brjáns­dótt­ur.

Grænlendingi vísað úr verslun á Íslandi

Grænlenskur skipverji togarans Regina C var beðinn um að yfirgefa verslun á Íslandi. Áhöfn skipsins fer til Grænlands í dag. 

Jóan Pauli, skipstjóri Reginu C, hafnar frétt Grænlenska útvarpsins um að skipverjum hafið verið vísað úr versluninni af afgreiðslumanni og að áhöfnin fari frá Íslandi vegna óvildar sem þeir mæta í kjölfar þess að grænlenskir skipverjar af Polar Nanoq voru handteknir grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur úr miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags.

Eftir að þrír meðlimir áhafnar grænlenska togarans Polar Nanoq voru handteknir hafa aðrir Grænlendingar upplifað breytt viðhorf í sinn garð. 

Grænlenska útvarpið sagði frá því í dag að útgerðin Niisa Trawl hefði ákveðið að senda sex sjómenn aftur til Grænlands vegna vanlíðunar sem þeir upplifa við slæmar móttökur á Íslandi og í kjölfar þess að skipverjum hafi verið meinað að kaupa sælgæti og blöð í verslun. 

Fram kemur hins vegar í máli skipstjórans og svo umboðsmanns Reginu C að það hafi ekki verið afgreiðslumaður sem vísaði þeim út, heldur tvær ókurteisar konur.

„Þeim líður ekki eins og þeir séu velkomnir“

„Þeim líður ekki eins og þeir séu velkomnir, þegar þeir fara í bæinn,“ sagði Svend Christensen, eigandi Niisa Trawl, í samtali við grænlenska útvarpið. 

Greinilegt er að lesendur fréttavefs Grænlenska útvarpsins taka tíðindin nærri sér. „Við þurfum að hugsa okkur um í framtíðinni, ef við þurfum að landa á Íslandi. Ef við erum hvergi velkomin á Íslandi verðum við að landa annars staðar,“ segir einn lesandinn.

„Þetta er ekki gott af Íslendingum, sem við köllum nágranna ... Við ætlum ekki niður á stig Íslendinganna,“ segir annar lesandi.

„Afsakið, það er það eina sem ég, sem Íslendingur, get sagt,“ segir Illugi Jökulsson, rithöfundur, útvarpsmaður og pistlahöfundur.

Utanríkisráðherra Grænlands, Vittus Qujaukitsoq, hefur ákveðið að hætta við ferð á ráðstefnu í Noregi vegna handtöku grænlenskra skipverja í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár