Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Grænlendingi vísað úr verslun á Íslandi

Græn­lensk­ur sjómað­ur var beð­inn um að yf­ir­gefa versl­un á Ís­landi. „Þeim líð­ur ekki eins og þeir séu vel­komn­ir,“ seg­ir út­gerð­ar­mað­ur­inn. Skip­stjór­inn dreg­ur í land og seg­ir úlf­alda gerð­an úr mý­flugu. Ut­an­rík­is­ráð­herra Græn­lands hætt­ir við ferð til Nor­egs vegna hand­töku græn­lenskra skip­verja í máli Birnu Brjáns­dótt­ur.

Grænlendingi vísað úr verslun á Íslandi

Grænlenskur skipverji togarans Regina C var beðinn um að yfirgefa verslun á Íslandi. Áhöfn skipsins fer til Grænlands í dag. 

Jóan Pauli, skipstjóri Reginu C, hafnar frétt Grænlenska útvarpsins um að skipverjum hafið verið vísað úr versluninni af afgreiðslumanni og að áhöfnin fari frá Íslandi vegna óvildar sem þeir mæta í kjölfar þess að grænlenskir skipverjar af Polar Nanoq voru handteknir grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur úr miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags.

Eftir að þrír meðlimir áhafnar grænlenska togarans Polar Nanoq voru handteknir hafa aðrir Grænlendingar upplifað breytt viðhorf í sinn garð. 

Grænlenska útvarpið sagði frá því í dag að útgerðin Niisa Trawl hefði ákveðið að senda sex sjómenn aftur til Grænlands vegna vanlíðunar sem þeir upplifa við slæmar móttökur á Íslandi og í kjölfar þess að skipverjum hafi verið meinað að kaupa sælgæti og blöð í verslun. 

Fram kemur hins vegar í máli skipstjórans og svo umboðsmanns Reginu C að það hafi ekki verið afgreiðslumaður sem vísaði þeim út, heldur tvær ókurteisar konur.

„Þeim líður ekki eins og þeir séu velkomnir“

„Þeim líður ekki eins og þeir séu velkomnir, þegar þeir fara í bæinn,“ sagði Svend Christensen, eigandi Niisa Trawl, í samtali við grænlenska útvarpið. 

Greinilegt er að lesendur fréttavefs Grænlenska útvarpsins taka tíðindin nærri sér. „Við þurfum að hugsa okkur um í framtíðinni, ef við þurfum að landa á Íslandi. Ef við erum hvergi velkomin á Íslandi verðum við að landa annars staðar,“ segir einn lesandinn.

„Þetta er ekki gott af Íslendingum, sem við köllum nágranna ... Við ætlum ekki niður á stig Íslendinganna,“ segir annar lesandi.

„Afsakið, það er það eina sem ég, sem Íslendingur, get sagt,“ segir Illugi Jökulsson, rithöfundur, útvarpsmaður og pistlahöfundur.

Utanríkisráðherra Grænlands, Vittus Qujaukitsoq, hefur ákveðið að hætta við ferð á ráðstefnu í Noregi vegna handtöku grænlenskra skipverja í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
4
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár