Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gott að geta rætt um dauðann

Séra Bragi Skúla­son, sjúkra­húsprest­ur á Land­spít­al­an­um, veit­ir þjón­ustu þeim sem grein­ast með lífs­hættu­lega sjúk­dóma og hef­ur ver­ið við­stadd­ur mörg and­lát­in. Hann seg­ir að dauð­vona fólk tak­ist á við erf­iða, til­finn­inga­lega líð­an - fólk get­ur ver­ið ósátt, það get­ur fund­ið fyr­ir reiði og ótta og ver­ið að tak­ast á við ákveð­in upp­gjör. „Því finnst eins og líf­ið sé að hlaupa frá því og að það hafi ekki náð að gera það sem það ætl­aði sér í líf­inu. Allt þetta kem­ur inn á borð hjá mér. Það sama er að segja um trú­ar­leg spurs­mál - hvernig er dauð­inn, hvert við­kom­andi fer þeg­ar hann deyr og sum­ir velta fyr­ir sér hvort von sé um að ann­að líf taki við þeg­ar þeir kveðja.“

Gott að geta rætt um dauðann
Séra Bragi Skúlason „Fólk á ekki auðvelt með að tala um dauðann. Ég gerði könnun á kynjamun varðandi þetta og þar kemur í ljós að konur eru miklu opnari fyrir umræðu um eigin dauða heldur en karlar.“ Mynd: Kristinn Magnússon / Stundin

Séra Bragi Skúlason segir að viðbrögð sjúklinga við þeim upplýsingum að þeir séu dauðvona séu misjöfn og nefnir hann mun á konum og körlum.

„Fólk á ekki auðvelt með að tala um dauðann. Ég gerði könnun á kynjamun varðandi þetta og þar kemur í ljós að konur eru miklu opnari fyrir umræðu um eigin dauða heldur en karlar. Þannig að sú aðstoð sem er í boði fyrir bæði karla og konur gagnast körlunum betur eða meira vegna þess að þeir hafa sig minna í frammi. Það sem einkennir marga af körlunum er að þeir ætla ekki að íþyngja öðrum með sinni eigin erfiðu líðan. Það merkir hins vegar ekki að þeir séu ekki líka að velta fyrir sér svipuðum hlutum og konurnar. Sumir mæta þessu með afneitun; þeir takast í rauninni ekki á við þetta en undir lokin stendur viðkomandi frammi fyrir því hvernig hann ætlar í rauninni að kveðja fólkið sitt. 

Sumir geta ekki tekist á við þetta með fjölskyldu sinni þegar að því kemur. Sumir velja á takast á við þetta með mér sem sjúkrahúspresti eða einhverjum öðrum í hópi fagfólks. Margir deyja hins vegar í ákveðinni þögn um þessa hluti en það er mikill kostur að geta rætt um dauðann áður en að honum kemur. Ávinningur af slíku samtali getur verið mjög mikill. 

Í fyrsta lagi er ávinningurinn fyrir þann sem er í raun og veru að kveðja lífið; hann fær áheyrn og skilning á að takast á við margar af þeim spurningum sem hann vill spyrja. 

Í öðru lagi er ávinningurinn fyrir aðstandendur; það er ef umræðan á sér stað áður en einstaklingurinn deyr þá getur fjölskyldan að sumu leyti gert upp og rætt ákveðna hluti sem erfitt er að ræða um eftir á. 

Í þriðja lagi er ávinningurinn fyrir fagfólkið; við höfum okkur í

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár