Séra Bragi Skúlason segir að viðbrögð sjúklinga við þeim upplýsingum að þeir séu dauðvona séu misjöfn og nefnir hann mun á konum og körlum.
„Fólk á ekki auðvelt með að tala um dauðann. Ég gerði könnun á kynjamun varðandi þetta og þar kemur í ljós að konur eru miklu opnari fyrir umræðu um eigin dauða heldur en karlar. Þannig að sú aðstoð sem er í boði fyrir bæði karla og konur gagnast körlunum betur eða meira vegna þess að þeir hafa sig minna í frammi. Það sem einkennir marga af körlunum er að þeir ætla ekki að íþyngja öðrum með sinni eigin erfiðu líðan. Það merkir hins vegar ekki að þeir séu ekki líka að velta fyrir sér svipuðum hlutum og konurnar. Sumir mæta þessu með afneitun; þeir takast í rauninni ekki á við þetta en undir lokin stendur viðkomandi frammi fyrir því hvernig hann ætlar í rauninni að kveðja fólkið sitt.
Sumir geta ekki tekist á við þetta með fjölskyldu sinni þegar að því kemur. Sumir velja á takast á við þetta með mér sem sjúkrahúspresti eða einhverjum öðrum í hópi fagfólks. Margir deyja hins vegar í ákveðinni þögn um þessa hluti en það er mikill kostur að geta rætt um dauðann áður en að honum kemur. Ávinningur af slíku samtali getur verið mjög mikill.
Í fyrsta lagi er ávinningurinn fyrir þann sem er í raun og veru að kveðja lífið; hann fær áheyrn og skilning á að takast á við margar af þeim spurningum sem hann vill spyrja.
Í öðru lagi er ávinningurinn fyrir aðstandendur; það er ef umræðan á sér stað áður en einstaklingurinn deyr þá getur fjölskyldan að sumu leyti gert upp og rætt ákveðna hluti sem erfitt er að ræða um eftir á.
Í þriðja lagi er ávinningurinn fyrir fagfólkið; við höfum okkur í
Athugasemdir