Nýjar tölur sýna fram á byltingu í félagslegum tengslum barna og foreldra, sem og lífsstíl unglinga. Samkvæmt svokölluðum félagsvísum Velferðarráðuneytisins sem birtir voru í dag eyða börn mun meiri tíma með foreldrum sínum nú en árið 2006.
Þannig vörðu 63% unglinga á aldrinum 14 til 15 ára „oft eða nær alltaf“ tíma með foreldrum sínum um helgar, samanborið við tæplega 37% barna árið 2006. Munurinn er því 26 prósentustig á aðeins átta árum.
Athugasemdir