Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Geir sýndi takmarkaðan áhuga“

Robert Ali­ber hag­fræð­ing­ur hélt fyr­ir­lest­ur á Þjóð­minja­safn­inu í dag. Hann var­aði við hrun­inu í maí ár­ið 2008. Geir Haar­de vissi af hætt­unni en vildi frek­ar spjalla við Ali­ber um sam­eig­in­lega kunn­ingja held­ur en banka­kerf­ið.

„Geir sýndi takmarkaðan áhuga“

Robert Z. Aliber, prófessor í alþjóðahagfræði og fjármálum við Háskólann í Chicago, hélt fyrirlestur í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins í dag undir yfirskriftinni Evra eða króna: Hvað hefur fjármálakreppan kennt okkur um gengisfyrirkomulag? Ræddi hann um peningamál í stóru samhengi, flæði fjármagns milli landa og tengsl þess við bólumyndun í hagkerfum. 

Aliber hefur sýnt efnahagsmálum á Íslandi talsverðan áhuga undanfarin ár og raunar leikur hann áhugaverða rullu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Sagan af því þegar hann kom hingað til lands árið 2008 er ágætis vitnisburður um meðvirkni og andvaraleysi í aðdraganda hrunsins. 

Gylfi Zoëga, hagfræðingur við Háskóla Íslands, stóð fyrir því að Aliber kom hingað til lands aðeins örfáum mánuðum fyrir bankahrun og flutti erindi í háskólanum þar sem hann gagnrýndi stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og spáði fyrir um hrun íslenska efnahagskerfisins. Aliber hafði áður hitt Gylfa í júní 2007 og dregið upp dökka mynd af framtíð fjármálakerfisins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár