Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Geir sýndi takmarkaðan áhuga“

Robert Ali­ber hag­fræð­ing­ur hélt fyr­ir­lest­ur á Þjóð­minja­safn­inu í dag. Hann var­aði við hrun­inu í maí ár­ið 2008. Geir Haar­de vissi af hætt­unni en vildi frek­ar spjalla við Ali­ber um sam­eig­in­lega kunn­ingja held­ur en banka­kerf­ið.

„Geir sýndi takmarkaðan áhuga“

Robert Z. Aliber, prófessor í alþjóðahagfræði og fjármálum við Háskólann í Chicago, hélt fyrirlestur í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins í dag undir yfirskriftinni Evra eða króna: Hvað hefur fjármálakreppan kennt okkur um gengisfyrirkomulag? Ræddi hann um peningamál í stóru samhengi, flæði fjármagns milli landa og tengsl þess við bólumyndun í hagkerfum. 

Aliber hefur sýnt efnahagsmálum á Íslandi talsverðan áhuga undanfarin ár og raunar leikur hann áhugaverða rullu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Sagan af því þegar hann kom hingað til lands árið 2008 er ágætis vitnisburður um meðvirkni og andvaraleysi í aðdraganda hrunsins. 

Gylfi Zoëga, hagfræðingur við Háskóla Íslands, stóð fyrir því að Aliber kom hingað til lands aðeins örfáum mánuðum fyrir bankahrun og flutti erindi í háskólanum þar sem hann gagnrýndi stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og spáði fyrir um hrun íslenska efnahagskerfisins. Aliber hafði áður hitt Gylfa í júní 2007 og dregið upp dökka mynd af framtíð fjármálakerfisins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár