Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gaf í skyn að mistök Alþingis yrðu látin bitna á eldri borgurum

Þeg­ar Nichole Leigh Mosty, formað­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar Al­þing­is, tal­aði fyr­ir því að rétt­indi líf­eyr­is­þega yrðu skert með aft­ur­virk­um lög­um sagð­ist hún ótt­ast að ell­egar yrði ekki svig­rúm til frek­ari kjara­bóta fyr­ir elli­líf­eyr­is­þega í bráð, svo sem til hækk­un­ar frí­tekju­marks.

Gaf í skyn að mistök Alþingis yrðu látin bitna á eldri borgurum

Nichole Leigh Mosty, þingkona Bjartrar framtíðar og formaður velferðarnefndar Alþingis, sagði í umræðum um breytingar á almannatryggingalögum fyrr í vikunni að ef mistök síðasta þings yrðu ekki leiðrétt gæti það orðið til þess að ekki yrði fjárhagslegt svigrúm til að bæta kjör eldri borgara á næstunni, svo sem með því að halda áfram að draga úr tekjuskerðingum vegna atvinnutekna. Þannig gaf hún í skyn að ef ekki næðist samstaða um að breyta almannatryggingalögum með afturvirkum hætti yrðu mistök löggjafans látin bitna sérstaklega á lífskjörum lífeyrisþega á næstu árum. 

Eins og Stundin hefur áður fjallað um samþykkti Alþingi afturvirkar breytingar á almannatryggingalögum á mánudag sem fela í sér skerðingu á fimm milljarða réttindum sem ellilífeyrisþegar öðluðust í janúar og febrúar vegna mistaka sem urðu við lagasetningu síðasta haust. Hefur formaður velferðarnefndar viðurkennt að mistökin hafi skapað lífeyrisþegum réttindi, en mistökin ollu því að samkvæmt lagabókstafnum hefðu tekjur úr lífeyrissjóðum ekki átt að gilda til skerðingar á ellilífeyri þegar ætlunin var að þetta ætti einvörðunugu við um útreikning örorkulífeyris. Í janúar og febrúar fór Tryggingastofnun eftir vilja löggjafans en ekki lagabókstafnum, en rétt framkvæmd laganna hefði kostað hið opinbera um 5 milljarða króna á tímabilinu. 

Þegar rætt var um málið í fyrstu og annarri umræðu vöktu Píratar athygli á því að lagabreytingin gengi gegn grunnreglu íslensks réttarfars um bann við afturvirkni laga. Ekki væri hægt að ætlast til þess að fólk rýndi í lögskýringargögn til að þekkja raunveruleg réttindi sín. Því væri eðlilegast að ákvæði um afturvirkni laganna yrðu fjarlægð. Þingmenn Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins voru annarrar skoðunar og samþykktu frumvarp meirihluta velferðarnefndar óbreytt.

Í umræðum um málið á mánudaginn hvatti Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar og formaður velferðarnefndar, til þess að lögin yrðu samþykkt og látin gilda afturvirkt. Hún lagði áherslu á að enn sem komið er hefði enginn orðið fyrir tjóni vegna mistakanna sem urðu við breytingarnar á almannatryggingalögum. Hins vegar gæti orðið tjón ef frumvarp meirihluta velferðarnefndar yrði ekki samþykkt.

„Hér hefur ekki orðið tjón. Tjónið gæti hins vegar myndast þegar mistök sem gerð voru við breytingar á lögunum verða ekki leiðrétt og ég er hrædd um að þá verði ekki fjárhagslegt svigrúm til að halda áfram að vinna í því að hækka lífeyrisaldur í áföngum og hækka frítekjumark vegna atvinnutekna þannig að eldra fólk geti nýtt starfsgetu sína og reynslu samfélaginu til heilla,“ sagði Nichole. „Áhættan sem við sitjum uppi með og sú ábyrgð sem hvílir á okkar öxlum vegna þessarar afturvirkni eru 5 milljarðar, 5 milljarðar króna sem duga fyrir alls konar verkefnum sem við þurfum að sinna í velferðarkerfinu og í ráðuneytinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár