Fulltrúar Öryrkjabandalagsins og fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna í fjölmennri nefnd um endurskoðun laga um almannatryggingar segjast ekki hafa séð sér fært að skrifa undir lokaskýrslu nefndarinnar og skiluðu þess í stað séráliti. Þar kemur meðal annars fram að tillögur nefndarinnar feli í sér lítinn sem engan hvata til atvinnuþátttöku. Þær geri ráð fyrir alltof háu skerðingarhlutfalli tekna, eða 45 prósent, afnámi frítekjumarks og þá festi tveggja þrepa starfsgetumat í raun í sessi núverandi skiptingu greiðslna, sem hefur hlotið töluverða gagnrýni. Núverandi skipting sé atvinnuletjandi en mikilvægt sé að einstaklingar með skerta starfsgetu fái aukið svigrúm til að fóta sig á vinnumarkaði án þess að greiðslur falli niður.
Tillögur ASÍ og SA samþykktar
Forsaga málsins er sú að í nóvember 2013 skipaði Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, nefnd sem fékk það hlutverk að ráðast í heildarendurskoðun laga um almannatryggingar og laga um félagslega aðstoð. Nefndin skilaði skýrslu þann 1. mars síðastliðinn.
„Það kom fljótlega í ljós í nefndarstarfinu að ASÍ og Samtök atvinnulífsins höfðu tekið sig saman um að koma fram með tillögur að starfsgetumati,“ sagði Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags
Athugasemdir