Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, varar við hugmyndum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu upp í efra þrep eins og Samfylkingin hefur talað fyrir. Þetta kemur fram í viðtali við Kristján sem birtist á vef Viðskiptablaðsins í dag.
Fyrirtækið Reykjavík Excursions - Kynnisferðir ehf. er í eigu foreldra og frændfólks Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Fyrsta frumvarpið sem Bjarni lagði fram sem fjármálaráðherra árið 2013 var lagabreyting um að fallið yrði frá áformum fyrri ríkisstjórnar um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Ákvörðunin var umdeild en atvinnugreinin hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár vegna fjölgunar ferðamanna. Kynnisferðir er eitt þeirra fyrirtækja sem notið hafa góðs af ferðamannastraumnum.
Kristján Daníelsson gagnrýnir Samfylkinguna fyrir að vilja færa ferðaþjónustuna úr neðra þrepi virðisaukaskattkerfisins upp í hið efra. „Það er gríðarlega mikil óvissa gagnvart ferðaþjónustunni út af genginu. Ég vona svo sannarlega að stjórnmálamenn átti sig á því að ferðaþjónustan er alltaf að vinna til langs tíma …
Athugasemdir