Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Framkvæmdastjóri Kynnisferða varar við stefnumáli Samfylkingarinnar

Kynn­is­ferð­ir eru í eigu for­eldra og frænd­systkina Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Kristján Daní­els­son, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, var­ar við hækk­un virð­is­auka­skatts á ferða­þjón­ustu en fyrsta ráð­herra­frum­varp Bjarna sner­ist um aft­ur­köll­un slíkr­ar hækk­un­ar.

Framkvæmdastjóri Kynnisferða varar við stefnumáli Samfylkingarinnar

Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, varar við hugmyndum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu upp í efra þrep eins og Samfylkingin hefur talað fyrir. Þetta kemur fram í viðtali við Kristján sem birtist á vef Viðskiptablaðsins í dag.

Fyrirtækið Reykjavík Excursions - Kynnisferðir ehf. er í eigu foreldra og frændfólks Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Fyrsta frumvarpið sem Bjarni lagði fram sem fjármálaráðherra árið 2013 var lagabreyting um að fallið yrði frá áformum fyrri ríkisstjórnar um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Ákvörðunin var umdeild en atvinnugreinin hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár vegna fjölgunar ferðamanna. Kynnisferðir er eitt þeirra fyrirtækja sem notið hafa góðs af ferðamannastraumnum.

Kristján Daníelsson gagnrýnir Samfylkinguna fyrir að vilja færa ferðaþjónustuna úr neðra þrepi virðisaukaskattkerfisins upp í hið efra. „Það er gríðarlega mikil óvissa gagnvart ferðaþjónustunni út af genginu. Ég vona svo sannarlega að stjórnmálamenn átti sig á því að ferðaþjónustan er alltaf að vinna til langs tíma …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár