Orri Hauksson, forstjóri Símans og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, stofnaði félag á Bresku Jómfrúareyjunum árið 2007 og notfærði sér þjónustu lögmannsstofunnar Mossack Fonseca í gegnum Landsbankann í Lúxemborg.
Félagið hætti starfsemi í apríl 2010, nokkrum vikum áður en Orri tók við starfi framkvæmdastjóra hjá Samtökum iðnaðarins, og var afskráð árið 2013. Þetta má sjá í gagnagrunni á vef Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna sem byggir á Panama-skjölunum.
Athugasemdir