Eggert Þór Kristófersson, nýráðinn forstjóri N1, á að baki um 1.200 milljón króna gjaldþrot en tvö einkahlutafélög í hans eigu voru lýst gjaldþrota árið 2011. Eggert Þór var á árunum fyrir hrun lykilstarfsmaður fyrst Íslandsbanka og svo Glitnis og sem slíkur starfsmaður bauðst honum kúlulán til kaupa á hlutabréfum í bankanum.
Lánveitingar sem þessar voru liður í því að umbreyta lánsfé í eigið fé og styrkja þannig stöðu bankanna á pappírunum. Í rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 er bent á það sem einn af helstu veikleikum íslenska bankakerfisins. „Rannsóknarnefnd Alþingis telur að fjármögnun eigin fjár í íslenska bankakerfinu hafi verið að svo stórum hluta byggð á lánsfé úr kerfinu sjálfu að stöðugleika þess var ógnað,“ segir í 21. kafla skýrslunnar.
Eggert var fyrst yfirmaður skuldabréfastöðu gamla Íslandsbanka og svo framkvæmdastjóri rekstrarfélagsins verðbréfasjóða sama banka sem síðar fékk nafnið Glitnir. Rúmlega milljarða gjaldþrot einkahlutafélaganna tveggja, …
Athugasemdir