Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Forsetaframbjóðendur: Vill verða forseti eins og Vigdís

Þann 25. júní næst­kom­andi munu Ís­lend­ing­ar kjósa sér nýj­an for­seta. Stund­in ætl­ar að kynna fram­bjóð­end­ur fyr­ir les­end­um sín­um og byrj­ar með land­könn­uð­in­um og Youtu­be-stjörn­unni Ara Jóseps­syni.

Forsetaframbjóðendur: Vill verða forseti eins og Vigdís

„Ari heiti ég og heiti í raun og veru Aralíus Gestur Jósepsson,“ segir Ari Jósepsson, Youtube-listamaður og nú frambjóðandi í slagnum um embætti forseta Íslands.

Ari, sem átti að skíra í höfuðið á afa sínum, Arelíusi Sólbjartssyni, var fyrir mistök skráður sem Aralíus í þjóðskrá. Honum fannst, að eigin sögn, svo kúl að vera eini Íslendingurinn með því nafni, að hann lét aldrei leiðrétta þau mistök.

Ari er alinn upp í Breiðholti, þar sem hann gekk í Fellaskóla. Var hann mjög ánægður með kennarana þar og talar um æsku sína sem mjög skemmtilegt tímabil. Faðir hans var sjómaður, fæddur og uppalinn í Hrafnsey á Breiðafirði, en móðir hans starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Þau eru bæði látin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár