„Ari heiti ég og heiti í raun og veru Aralíus Gestur Jósepsson,“ segir Ari Jósepsson, Youtube-listamaður og nú frambjóðandi í slagnum um embætti forseta Íslands.
Ari, sem átti að skíra í höfuðið á afa sínum, Arelíusi Sólbjartssyni, var fyrir mistök skráður sem Aralíus í þjóðskrá. Honum fannst, að eigin sögn, svo kúl að vera eini Íslendingurinn með því nafni, að hann lét aldrei leiðrétta þau mistök.
Ari er alinn upp í Breiðholti, þar sem hann gekk í Fellaskóla. Var hann mjög ánægður með kennarana þar og talar um æsku sína sem mjög skemmtilegt tímabil. Faðir hans var sjómaður, fæddur og uppalinn í Hrafnsey á Breiðafirði, en móðir hans starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Þau eru bæði látin.
Athugasemdir