Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hildur Þórðardóttir: „Ég er nýja Ísland“

Þjóð­fræð­ing­ur­inn og rit­höf­und­ur­inn Hild­ur Þórð­ar­dótt­ir vakti strax at­hygli á sér í for­setafram­boð­inu eft­ir að van­trú á vís­ind­um og óhefð­bundn­ar hug­mynd­ir henn­ar um heil­un og lækn­is­fræði komu við kaun­in á mörg­um. Sýn henn­ar á þessi mál­efni eru þó skilj­an­leg ef skoð­uð í sam­hengi við lit­ríkt lífs­hlaup henn­ar.

Hildur Þórðardóttir: „Ég er nýja Ísland“
Hildur Losnaði við feimnina við það að breyta um föðurnafn. Mynd: Kristinn Magnússon

Í desember árið 1967 fæddist í Reykjavík Hildur Bjarnadóttir, bogamaður. „Pabbi minn er listamaður. Alvörupabbi minn. Bjarni H. Þórarinsson heitir hann.“ Móðir hennar var ung þegar hún eignaðist hana og bjuggu þær mæðgur hjá ömmu og afa Hildar fyrstu árin. Eftir að móðir hennar kynntist svo Þórði Jónssyni, fósturföður Hildar, flutti fjölskyldan í Laugarásinn, þar sem þau bjuggu svo þar til Hildur var átta ára. Þvínæst fluttu þau í Hafnarfjörð, þar sem Hildur bjó næstu átta árin, þar til hún hóf nám í Verslunarskólanum, en þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. „Og þá skipti ég um eftirnafn. Í staðinn fyrir að vera Bjarnadóttir varð ég Þórðardóttir. Aðalástæðan fyrir mér var að á póstkassanum stóð alltaf Þórður Jónsson, Björg Hanssen, svo stóð alltaf Hildur Bjarnadóttir og svo tvær Þórðardætur, systur mínar. Mér fannst ég alltaf stinga svo í stúf, það var svo greinilegt að ég var ekki hluti af þessari fjölskyldu. Þetta er örugglega eitthvað sem margir upplifa sem eru svona fósturbörn. Ég vildi tilheyra fjölskyldunni og þess vegna ákvað ég að breyta um eftirnafn. Það var ástæðan fyrir því að ég gerði þetta.“

„Þetta er svona áhugamál hjá mér, ekkert sem ég lifi eftir.“

Við það að breyta um föðurnafn vill Hildur meina að hún hafi einnig breytt um persónuleika. Hún hafi fram að þessu verið feimin og til baka, „en ég ákvað að hætta að vera feimin, ákvað að tala við alla. Varð bara opin manneskja, ákvað að opna mig.“ Ein af hugsanlegum ástæðum þess að persónuleiki hennar breyttist telur Hildur að megi liggja í talnaspeki. „Þegar ég var Hildur Bjarnadóttir þá var ég 3, sem er bara lokuð týpa og inni í sér. En þegar ég skipti um föðurnafn varð ég 1, sem er leiðtogatala. Ég er líka með fæðingartöluna 1, þannig að ég er tvöfaldur ás.“ Hún segir talnaspekina þó ekki vera neinn miðpunkt í sinni tilveru. „Það er bara gaman að pæla í þessu, þetta er svona áhugamál hjá mér, ekkert sem ég lifi eftir.“

Hneigðist ung til ritlistar

Uppeldi sínu lýsir Hildur sem mjög öruggu. Fjölskyldan hafi til dæmis haft skemmtilega hefð á laugardagskvöldum, þegar hún bjó til heimatilbúinn sjeik og horfði saman á skemmtiþáttinn Löður. „Við kölluðum þetta sjeik með Löðri.“

Þrátt fyrir að hafa verið verðlaunuð fyrir námsárangur í barnaskóla segist Hildur hafa verið komin með algjört ógeð á öllu námi eftir Versló. Hún fór sem skiptinemi til Maine í Bandaríkjunum, sem hún vill meina að hafi ruglað aðeins í sér. „Þannig að eftir stúdentspróf þá var ég bara að flakka um heiminn og prófa hitt og þetta.“

Á flakki sínu prófaði Hildur ýmislegt, meðal annars að vinna og búa í London, auk þess sem hún lærði tískumarkaðsfræði í San Diego, Kaliforníu. Eitt af því sem blundaði þó alltaf í henni var draumurinn um að vera rithöfundur. Hildur hafði fiktað við skriftir frá því hún var barn, þegar hún skrifaði meðal annars sögur og ævintýri, sem hafa varðveist. Eftir að hafa farið á flakk um heiminn og prófað eitt og annað kom hún svo aftur heim, 26 ára gömul, og ætlaði að vera rithöfundur.

Það reyndist þó aðeins flóknari heimur að komast inn í en hún gerði ráð fyrir. Hildur dó þó ekki ráðalaus, frekar en fyrri daginn, og gekk í leikfélagið Hugleik, fyrst sem leikari en seinna fór hún að skifa verk sem voru sett upp. „Þetta var æðislega skemmtilegt. Ég fór einmitt í leikfélagið af því ég vildi vera að skrifa og vissi að þau væru að setja upp leikrit sem þau hefðu skrifað sjálf. Hugleikur er frábær uppeldisstöð fyrir leikskáld, alveg einstakt tækifæri fyrir fólk til þess að skrifa.“ Eitt af verkunum hennar, baðstofuleikritið Undir Hamrinum, gekk svo vel að ákveðið var að fara með það á leiklistarsýningu í Eistlandi. Þar voru viðtökurnar svo góðar að hópnum var boðið að sýna það á hátíðum í Mónakó og Rússlandi.

Þjóðleg.
Þjóðleg. Hildur lærði tískumarkaðsfræði í Kaliforníu.

Barn með geðröskun

En lífið var ekki eintómur dans á rósum eftir að Hildur kom heim. Hún gifti sig og eignaðist svo barn sem seinna kom í ljós að var með geðraskanir. „Það fór öll orkan í að sinna barninu. Þetta var rosalegt. Þótt við værum tvö með aðeins eitt barn,  þá var annað okkar stanslaust með barnið og hitt var þá að vaska upp eða elda eða eitthvað. Hann þurfti stöðuga umönnun. Þetta var svakalegt álag.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
5
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár