Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hildur Þórðardóttir: „Ég er nýja Ísland“

Þjóð­fræð­ing­ur­inn og rit­höf­und­ur­inn Hild­ur Þórð­ar­dótt­ir vakti strax at­hygli á sér í for­setafram­boð­inu eft­ir að van­trú á vís­ind­um og óhefð­bundn­ar hug­mynd­ir henn­ar um heil­un og lækn­is­fræði komu við kaun­in á mörg­um. Sýn henn­ar á þessi mál­efni eru þó skilj­an­leg ef skoð­uð í sam­hengi við lit­ríkt lífs­hlaup henn­ar.

Hildur Þórðardóttir: „Ég er nýja Ísland“
Hildur Losnaði við feimnina við það að breyta um föðurnafn. Mynd: Kristinn Magnússon

Í desember árið 1967 fæddist í Reykjavík Hildur Bjarnadóttir, bogamaður. „Pabbi minn er listamaður. Alvörupabbi minn. Bjarni H. Þórarinsson heitir hann.“ Móðir hennar var ung þegar hún eignaðist hana og bjuggu þær mæðgur hjá ömmu og afa Hildar fyrstu árin. Eftir að móðir hennar kynntist svo Þórði Jónssyni, fósturföður Hildar, flutti fjölskyldan í Laugarásinn, þar sem þau bjuggu svo þar til Hildur var átta ára. Þvínæst fluttu þau í Hafnarfjörð, þar sem Hildur bjó næstu átta árin, þar til hún hóf nám í Verslunarskólanum, en þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. „Og þá skipti ég um eftirnafn. Í staðinn fyrir að vera Bjarnadóttir varð ég Þórðardóttir. Aðalástæðan fyrir mér var að á póstkassanum stóð alltaf Þórður Jónsson, Björg Hanssen, svo stóð alltaf Hildur Bjarnadóttir og svo tvær Þórðardætur, systur mínar. Mér fannst ég alltaf stinga svo í stúf, það var svo greinilegt að ég var ekki hluti af þessari fjölskyldu. Þetta er örugglega eitthvað sem margir upplifa sem eru svona fósturbörn. Ég vildi tilheyra fjölskyldunni og þess vegna ákvað ég að breyta um eftirnafn. Það var ástæðan fyrir því að ég gerði þetta.“

„Þetta er svona áhugamál hjá mér, ekkert sem ég lifi eftir.“

Við það að breyta um föðurnafn vill Hildur meina að hún hafi einnig breytt um persónuleika. Hún hafi fram að þessu verið feimin og til baka, „en ég ákvað að hætta að vera feimin, ákvað að tala við alla. Varð bara opin manneskja, ákvað að opna mig.“ Ein af hugsanlegum ástæðum þess að persónuleiki hennar breyttist telur Hildur að megi liggja í talnaspeki. „Þegar ég var Hildur Bjarnadóttir þá var ég 3, sem er bara lokuð týpa og inni í sér. En þegar ég skipti um föðurnafn varð ég 1, sem er leiðtogatala. Ég er líka með fæðingartöluna 1, þannig að ég er tvöfaldur ás.“ Hún segir talnaspekina þó ekki vera neinn miðpunkt í sinni tilveru. „Það er bara gaman að pæla í þessu, þetta er svona áhugamál hjá mér, ekkert sem ég lifi eftir.“

Hneigðist ung til ritlistar

Uppeldi sínu lýsir Hildur sem mjög öruggu. Fjölskyldan hafi til dæmis haft skemmtilega hefð á laugardagskvöldum, þegar hún bjó til heimatilbúinn sjeik og horfði saman á skemmtiþáttinn Löður. „Við kölluðum þetta sjeik með Löðri.“

Þrátt fyrir að hafa verið verðlaunuð fyrir námsárangur í barnaskóla segist Hildur hafa verið komin með algjört ógeð á öllu námi eftir Versló. Hún fór sem skiptinemi til Maine í Bandaríkjunum, sem hún vill meina að hafi ruglað aðeins í sér. „Þannig að eftir stúdentspróf þá var ég bara að flakka um heiminn og prófa hitt og þetta.“

Á flakki sínu prófaði Hildur ýmislegt, meðal annars að vinna og búa í London, auk þess sem hún lærði tískumarkaðsfræði í San Diego, Kaliforníu. Eitt af því sem blundaði þó alltaf í henni var draumurinn um að vera rithöfundur. Hildur hafði fiktað við skriftir frá því hún var barn, þegar hún skrifaði meðal annars sögur og ævintýri, sem hafa varðveist. Eftir að hafa farið á flakk um heiminn og prófað eitt og annað kom hún svo aftur heim, 26 ára gömul, og ætlaði að vera rithöfundur.

Það reyndist þó aðeins flóknari heimur að komast inn í en hún gerði ráð fyrir. Hildur dó þó ekki ráðalaus, frekar en fyrri daginn, og gekk í leikfélagið Hugleik, fyrst sem leikari en seinna fór hún að skifa verk sem voru sett upp. „Þetta var æðislega skemmtilegt. Ég fór einmitt í leikfélagið af því ég vildi vera að skrifa og vissi að þau væru að setja upp leikrit sem þau hefðu skrifað sjálf. Hugleikur er frábær uppeldisstöð fyrir leikskáld, alveg einstakt tækifæri fyrir fólk til þess að skrifa.“ Eitt af verkunum hennar, baðstofuleikritið Undir Hamrinum, gekk svo vel að ákveðið var að fara með það á leiklistarsýningu í Eistlandi. Þar voru viðtökurnar svo góðar að hópnum var boðið að sýna það á hátíðum í Mónakó og Rússlandi.

Þjóðleg.
Þjóðleg. Hildur lærði tískumarkaðsfræði í Kaliforníu.

Barn með geðröskun

En lífið var ekki eintómur dans á rósum eftir að Hildur kom heim. Hún gifti sig og eignaðist svo barn sem seinna kom í ljós að var með geðraskanir. „Það fór öll orkan í að sinna barninu. Þetta var rosalegt. Þótt við værum tvö með aðeins eitt barn,  þá var annað okkar stanslaust með barnið og hitt var þá að vaska upp eða elda eða eitthvað. Hann þurfti stöðuga umönnun. Þetta var svakalegt álag.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
1
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár