Forsætisráðherra heldur því fram að leiðréttingin hafi runnið „til ungs fólks og þeirra sem minnst áttu“

Sam­kvæmt gögn­um fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins rann svo­köll­uð skulda­leið­rétt­ing rík­is­stjórn­ar­inn­ar að mestu leyti til tekju­hæstu hópa ís­lensks sam­fé­lags og fólks sem er á fimm­tugs- og sex­tugs­aldri.

Forsætisráðherra heldur því fram að leiðréttingin hafi runnið „til ungs fólks og þeirra sem minnst áttu“

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fullyrti tvívegis í umræðum á Alþingi í gær að skuldaleiðréttingin svokallaða hefði að mestum hluta runnið til „ungs fólks og þeirra sem minna áttu“. 

Í svari við fyrirspurn frá Oddnýju Harðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, sagði forsætisráðherra: „Skuldaleiðréttingin var almenn aðgerð sem fól í sér að stærsti hluti aðgerðarinnar styrkti stöðu ungs fólks og þeirra sem minnst áttu.“ Þegar Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, beindi til hans fyrirspurn nokkru síðar sagði Sigurður Ingi nánast orðrétt það sama: „Leiðréttingin fór að stærstum hluta til ungs fólks og þeirra sem minna áttu.“ 

Gögn sem fjármálaráðuneytið hefur lagt fram sýna hins vegar að skuldaleiðréttingin rann að mestu til tekjuhæstu hópa íslensks samfélags og fólks sem er á fimmtugs- og sextugsaldri. Þá hefur Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, fært ítarleg rök fyrir því að með tilliti til þátta á borð við lækkun vaxtabóta og rýrnun barnabóta standi hinir efnaminni verr í dag heldur en ef aldrei hefði verið ráðist í skuldaleiðréttinguna.

Mest til þeirra sem eru um og yfir fimmtugt

Þegar frumvarp til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána var lagt fram á sínum tíma kom fram í greinargerð þess að 65 prósent heildarleiðréttinga myndi renna til fólks sem er fætt á árunum 1960 til 1990. Mesta hlutdeild í heildarniðurfærslunni fengju þeir sem fæddir eru á 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu