Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Forsætisráðherra heldur því fram að leiðréttingin hafi runnið „til ungs fólks og þeirra sem minnst áttu“

Sam­kvæmt gögn­um fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins rann svo­köll­uð skulda­leið­rétt­ing rík­is­stjórn­ar­inn­ar að mestu leyti til tekju­hæstu hópa ís­lensks sam­fé­lags og fólks sem er á fimm­tugs- og sex­tugs­aldri.

Forsætisráðherra heldur því fram að leiðréttingin hafi runnið „til ungs fólks og þeirra sem minnst áttu“

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fullyrti tvívegis í umræðum á Alþingi í gær að skuldaleiðréttingin svokallaða hefði að mestum hluta runnið til „ungs fólks og þeirra sem minna áttu“. 

Í svari við fyrirspurn frá Oddnýju Harðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, sagði forsætisráðherra: „Skuldaleiðréttingin var almenn aðgerð sem fól í sér að stærsti hluti aðgerðarinnar styrkti stöðu ungs fólks og þeirra sem minnst áttu.“ Þegar Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, beindi til hans fyrirspurn nokkru síðar sagði Sigurður Ingi nánast orðrétt það sama: „Leiðréttingin fór að stærstum hluta til ungs fólks og þeirra sem minna áttu.“ 

Gögn sem fjármálaráðuneytið hefur lagt fram sýna hins vegar að skuldaleiðréttingin rann að mestu til tekjuhæstu hópa íslensks samfélags og fólks sem er á fimmtugs- og sextugsaldri. Þá hefur Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, fært ítarleg rök fyrir því að með tilliti til þátta á borð við lækkun vaxtabóta og rýrnun barnabóta standi hinir efnaminni verr í dag heldur en ef aldrei hefði verið ráðist í skuldaleiðréttinguna.

Mest til þeirra sem eru um og yfir fimmtugt

Þegar frumvarp til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána var lagt fram á sínum tíma kom fram í greinargerð þess að 65 prósent heildarleiðréttinga myndi renna til fólks sem er fætt á árunum 1960 til 1990. Mesta hlutdeild í heildarniðurfærslunni fengju þeir sem fæddir eru á 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár