Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Flutti til Afríku til að láta æskudrauminn rætast

Allt frá því að Anna Þóra Bald­urs­dótt­ir var sjálf barn að aldri og sá fá­tæk afr­ísk börn í sjón­varp­inu hef­ur hún átt sér draum um að fara til Afr­íku að sinna hjálp­ar­starfi. Hún lét þann draum ræt­ast þeg­ar hún var við nám í Há­skóla Ís­lands og það varð ekki aft­ur snú­ið. Hún flutti út þar sem hún hef­ur ver­ið und­an­far­ið ár að und­ir­búa stofn­un heim­il­is fyr­ir ólétt­ar ung­lings­stúlk­ur og börn­in þeirra.

Flutti til Afríku til að láta æskudrauminn rætast

Eftir háskólanám á Íslandi ákvað Anna Þóra Baldursdóttir að flytja úr landi og fara alla leið til Afríku, til Nairóbí í Kenía. Áður hafði hún farið út til þess að sinna hjálparstarfi og eftir það varð ekki aftur snúið. Jafnvel þegar hún var komin heim fylgdi hugurinn ekki með. Hann varð eftir hjá börnunum sem hún hafði kynnst, svo hún fór aftur út – og aftur, þar til hún ákvað loks að gefa sig alla að hjálparstarfinu og stofna munaðarleysingjaheimili úti. Örlög þessara barna eru stundum grimmileg og það er alltaf jafn sárt að missa barn en stundum er gleðin við völd. Eins og um daginn, fyrir um tveimur vikum upplifði hún ansi magnaðar aðstæður.

Sá hann á lögreglustöðinni  

Hún segir frá litlum strák sem hún kynntist á barnaheimili þarna úti fyrir tveimur árum. Þá var hann fimm eða sex ára og hafði greinilega gengið gegnum meira en flestir gera …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár