Eftir háskólanám á Íslandi ákvað Anna Þóra Baldursdóttir að flytja úr landi og fara alla leið til Afríku, til Nairóbí í Kenía. Áður hafði hún farið út til þess að sinna hjálparstarfi og eftir það varð ekki aftur snúið. Jafnvel þegar hún var komin heim fylgdi hugurinn ekki með. Hann varð eftir hjá börnunum sem hún hafði kynnst, svo hún fór aftur út – og aftur, þar til hún ákvað loks að gefa sig alla að hjálparstarfinu og stofna munaðarleysingjaheimili úti. Örlög þessara barna eru stundum grimmileg og það er alltaf jafn sárt að missa barn en stundum er gleðin við völd. Eins og um daginn, fyrir um tveimur vikum upplifði hún ansi magnaðar aðstæður.
Sá hann á lögreglustöðinni
Hún segir frá litlum strák sem hún kynntist á barnaheimili þarna úti fyrir tveimur árum. Þá var hann fimm eða sex ára og hafði greinilega gengið gegnum meira en flestir gera …
Athugasemdir