Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Flúðu Ísland grunaðir um glæpi

Þeim fjölg­ar sem eru eft­ir­lýst­ir af ís­lensk­um yf­ir­völd­um grun­að­ir um glæpi. Átta er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar eru eft­ir­lýst­ir á vef In­terpol að beiðni ís­lenskra dóms- og lög­reglu­yf­ir­valda í dag. Ár­ið 2007 voru að­eins tveir karl­menn á list­an­um.

Flúðu Ísland grunaðir um glæpi
Í járnum Grunaður glæpamaður leiddur fyrir dóm. Myndin tengist greininni ekki. Mynd: Geirix / Pressphotos.biz

Misþyrmdu íbúum með exi

Tomasz Roch Dambski
Tomasz Roch Dambski

Tomasz Roch Dambski
46 ára, Pólverji.
Líkamsárás og innbrot

Tomasz Dambski er einn fjórmenninganna sem árið 2008 voru dæmdir fyrir Keilufellsmálið svokallaða. Hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Þann 22. mars árið 2006 braust hópur manna, þeirra á meðal Tomasz, inn á heimili sjö Pólverja við Keilufell 35 í Breiðholti. Árásin var sérlega hrottafengin en árásarmenn misþyrmdu íbúum með vopnum eins og exi, hamri, gaddakylfu, sleggju og hafnaboltakylfu. Bæði vitni að árásinni sem og fórnarlömb sögðu að árásarmenn hafi í heildina verið rúmlega tíu talsins.

Talaði við drauga eftir árásina

Í lögregluskýrslu vegna málsins kom fram að fórnarlömbin sjö hlutu margvíslega og misalvarlega áverka. Einn þeirra sem ráðist var á var ekki með fulla meðvitund þegar hann var fluttur á gjörgæslu, en samkvæmt læknisvottorði hlaut hann djúpa skurði á hnakka sem og beinbrot í augnbotni, andlitsbeini, handleggjum og rifbeini. Eitt fórnarlambanna veiktist alvarlega á geði eftir árásina og sagði sambýlismaður viðkomandi að hann hefði „talað mikið við sjálfan sig og einhverja anda eða drauga“. Hann fór síðar í meðferð á göngudeild geðsjúkrahúss í Póllandi vegna geðklofa.

Löðrungaði árásarmann

Lögreglan taldi tilefni árásarinnar hafa verið innheimta verndartolls. Fórnarlömb gáfu þó aðra skýringu í vitnisburði, að „heimsóknin“ hefði tengst fartölvu sem hafði verið stolið af heimilinu. Einn heimilismanna hefði grunað tvo árásarmanna um þjófnaðinn og því löðrungað annan þeirra. Árásin hafi því verið hefndaraðgerð.

Bar fyrir sig ölvun

Við yfirheyrslu, sem fram fór daginn eftir árásina, tjáði Tomasz lögreglumönnum að hann myndi ekki eftir sér daginn áður vegna ölvunar. Hann sagðist hafa verið heima við vodkadrykkju og ekki muna aftur eftir sér fyrr en hann var í haldi lögreglu. Fórnarlömb báru þó kennsl á Tomasz þegar þeim voru sýndar ljósmyndir úr safni lögreglunnar, og sagðist einn hafa unnið með Tomasz.

Við aðalmeðferð kaus Tomasz, einn sakborninga, að tjá sig ekki að öðru leyti en því að hann neitaði sök. Árið 2009 staðfesti Hæstiréttur dóm Tomasz og ári síðar var hann fyrst eftirlýstur af Interpol.

Fíkniefnin falin í veggnum

Mohd Bashar Najeh Suleiman Almasaid
Mohd Bashar Najeh Suleiman Almasaid

Mohd Bashar Najeh Suleiman Almasaid
36 ára, Jórdani.
Stórfelld fíkniefnabrot

Mohd var í lok árs 2005 dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Um var að ræða talsvert magn af  bæði amfetamíni og e-töflum sem fundust falin inni í vegg veitingastaðarins Purple Onion sem Mohd þá átti og rak. Í maí árið 2006 þyngdi svo Hæstiréttur dóminn í tveggja ára fangelsi.

Amfetamín og e-pillur

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Mohd hafi móttekið „245,75 g af amfetamíni, 400 töflur sem innihéldu amfetamín, 106 töflur sem innihéldu blöndu af amfetamíni og metamfetamíni, 50 töflur sem innihéldu MDMA og 100 töflur sem innihéldu blöndu af MDMA og N-ethyl-MDA“ af ónafngreindum manni fyrir utan 10/11 við Barónsstíg sumarið 2005.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
4
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár