Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Flúðu Ísland grunaðir um glæpi

Þeim fjölg­ar sem eru eft­ir­lýst­ir af ís­lensk­um yf­ir­völd­um grun­að­ir um glæpi. Átta er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar eru eft­ir­lýst­ir á vef In­terpol að beiðni ís­lenskra dóms- og lög­reglu­yf­ir­valda í dag. Ár­ið 2007 voru að­eins tveir karl­menn á list­an­um.

Flúðu Ísland grunaðir um glæpi
Í járnum Grunaður glæpamaður leiddur fyrir dóm. Myndin tengist greininni ekki. Mynd: Geirix / Pressphotos.biz

Misþyrmdu íbúum með exi

Tomasz Roch Dambski
Tomasz Roch Dambski

Tomasz Roch Dambski
46 ára, Pólverji.
Líkamsárás og innbrot

Tomasz Dambski er einn fjórmenninganna sem árið 2008 voru dæmdir fyrir Keilufellsmálið svokallaða. Hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Þann 22. mars árið 2006 braust hópur manna, þeirra á meðal Tomasz, inn á heimili sjö Pólverja við Keilufell 35 í Breiðholti. Árásin var sérlega hrottafengin en árásarmenn misþyrmdu íbúum með vopnum eins og exi, hamri, gaddakylfu, sleggju og hafnaboltakylfu. Bæði vitni að árásinni sem og fórnarlömb sögðu að árásarmenn hafi í heildina verið rúmlega tíu talsins.

Talaði við drauga eftir árásina

Í lögregluskýrslu vegna málsins kom fram að fórnarlömbin sjö hlutu margvíslega og misalvarlega áverka. Einn þeirra sem ráðist var á var ekki með fulla meðvitund þegar hann var fluttur á gjörgæslu, en samkvæmt læknisvottorði hlaut hann djúpa skurði á hnakka sem og beinbrot í augnbotni, andlitsbeini, handleggjum og rifbeini. Eitt fórnarlambanna veiktist alvarlega á geði eftir árásina og sagði sambýlismaður viðkomandi að hann hefði „talað mikið við sjálfan sig og einhverja anda eða drauga“. Hann fór síðar í meðferð á göngudeild geðsjúkrahúss í Póllandi vegna geðklofa.

Löðrungaði árásarmann

Lögreglan taldi tilefni árásarinnar hafa verið innheimta verndartolls. Fórnarlömb gáfu þó aðra skýringu í vitnisburði, að „heimsóknin“ hefði tengst fartölvu sem hafði verið stolið af heimilinu. Einn heimilismanna hefði grunað tvo árásarmanna um þjófnaðinn og því löðrungað annan þeirra. Árásin hafi því verið hefndaraðgerð.

Bar fyrir sig ölvun

Við yfirheyrslu, sem fram fór daginn eftir árásina, tjáði Tomasz lögreglumönnum að hann myndi ekki eftir sér daginn áður vegna ölvunar. Hann sagðist hafa verið heima við vodkadrykkju og ekki muna aftur eftir sér fyrr en hann var í haldi lögreglu. Fórnarlömb báru þó kennsl á Tomasz þegar þeim voru sýndar ljósmyndir úr safni lögreglunnar, og sagðist einn hafa unnið með Tomasz.

Við aðalmeðferð kaus Tomasz, einn sakborninga, að tjá sig ekki að öðru leyti en því að hann neitaði sök. Árið 2009 staðfesti Hæstiréttur dóm Tomasz og ári síðar var hann fyrst eftirlýstur af Interpol.

Fíkniefnin falin í veggnum

Mohd Bashar Najeh Suleiman Almasaid
Mohd Bashar Najeh Suleiman Almasaid

Mohd Bashar Najeh Suleiman Almasaid
36 ára, Jórdani.
Stórfelld fíkniefnabrot

Mohd var í lok árs 2005 dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Um var að ræða talsvert magn af  bæði amfetamíni og e-töflum sem fundust falin inni í vegg veitingastaðarins Purple Onion sem Mohd þá átti og rak. Í maí árið 2006 þyngdi svo Hæstiréttur dóminn í tveggja ára fangelsi.

Amfetamín og e-pillur

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Mohd hafi móttekið „245,75 g af amfetamíni, 400 töflur sem innihéldu amfetamín, 106 töflur sem innihéldu blöndu af amfetamíni og metamfetamíni, 50 töflur sem innihéldu MDMA og 100 töflur sem innihéldu blöndu af MDMA og N-ethyl-MDA“ af ónafngreindum manni fyrir utan 10/11 við Barónsstíg sumarið 2005.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Allir forsetaframbjóðendur nema einn horfa fram á afhroð í þingkosningum
5
Fréttir

All­ir for­setafram­bjóð­end­ur nema einn horfa fram á af­hroð í þing­kosn­ing­um

Aldrei hafa fleiri for­setafram­bjóð­end­ur gef­ið kost á sér til al­þing­is og í ár. Fjór­ir fram­bjóð­end­ur reyna að ná hylli kjós­enda með nokk­uð eins­leit­um ár­angri. Tveir eru lík­leg­ir inn á þing, Jón Gn­arr sem er í Við­reisn og Halla Hrund Loga­dótt­ir, sem leið­ir lista Fram­sókn­ar í Suð­ur­kjör­dæmi, sem er þó langt fyr­ir neð­an kjör­fylgi. Minni lík­ur eru á að hinir tveir kom­ist inn. Stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir him­inn og haf á milli for­seta- og al­þing­is­kosn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár