Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Flúðu Ísland grunaðir um glæpi

Þeim fjölg­ar sem eru eft­ir­lýst­ir af ís­lensk­um yf­ir­völd­um grun­að­ir um glæpi. Átta er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar eru eft­ir­lýst­ir á vef In­terpol að beiðni ís­lenskra dóms- og lög­reglu­yf­ir­valda í dag. Ár­ið 2007 voru að­eins tveir karl­menn á list­an­um.

Flúðu Ísland grunaðir um glæpi
Í járnum Grunaður glæpamaður leiddur fyrir dóm. Myndin tengist greininni ekki. Mynd: Geirix / Pressphotos.biz

Misþyrmdu íbúum með exi

Tomasz Roch Dambski
Tomasz Roch Dambski

Tomasz Roch Dambski
46 ára, Pólverji.
Líkamsárás og innbrot

Tomasz Dambski er einn fjórmenninganna sem árið 2008 voru dæmdir fyrir Keilufellsmálið svokallaða. Hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Þann 22. mars árið 2006 braust hópur manna, þeirra á meðal Tomasz, inn á heimili sjö Pólverja við Keilufell 35 í Breiðholti. Árásin var sérlega hrottafengin en árásarmenn misþyrmdu íbúum með vopnum eins og exi, hamri, gaddakylfu, sleggju og hafnaboltakylfu. Bæði vitni að árásinni sem og fórnarlömb sögðu að árásarmenn hafi í heildina verið rúmlega tíu talsins.

Talaði við drauga eftir árásina

Í lögregluskýrslu vegna málsins kom fram að fórnarlömbin sjö hlutu margvíslega og misalvarlega áverka. Einn þeirra sem ráðist var á var ekki með fulla meðvitund þegar hann var fluttur á gjörgæslu, en samkvæmt læknisvottorði hlaut hann djúpa skurði á hnakka sem og beinbrot í augnbotni, andlitsbeini, handleggjum og rifbeini. Eitt fórnarlambanna veiktist alvarlega á geði eftir árásina og sagði sambýlismaður viðkomandi að hann hefði „talað mikið við sjálfan sig og einhverja anda eða drauga“. Hann fór síðar í meðferð á göngudeild geðsjúkrahúss í Póllandi vegna geðklofa.

Löðrungaði árásarmann

Lögreglan taldi tilefni árásarinnar hafa verið innheimta verndartolls. Fórnarlömb gáfu þó aðra skýringu í vitnisburði, að „heimsóknin“ hefði tengst fartölvu sem hafði verið stolið af heimilinu. Einn heimilismanna hefði grunað tvo árásarmanna um þjófnaðinn og því löðrungað annan þeirra. Árásin hafi því verið hefndaraðgerð.

Bar fyrir sig ölvun

Við yfirheyrslu, sem fram fór daginn eftir árásina, tjáði Tomasz lögreglumönnum að hann myndi ekki eftir sér daginn áður vegna ölvunar. Hann sagðist hafa verið heima við vodkadrykkju og ekki muna aftur eftir sér fyrr en hann var í haldi lögreglu. Fórnarlömb báru þó kennsl á Tomasz þegar þeim voru sýndar ljósmyndir úr safni lögreglunnar, og sagðist einn hafa unnið með Tomasz.

Við aðalmeðferð kaus Tomasz, einn sakborninga, að tjá sig ekki að öðru leyti en því að hann neitaði sök. Árið 2009 staðfesti Hæstiréttur dóm Tomasz og ári síðar var hann fyrst eftirlýstur af Interpol.

Fíkniefnin falin í veggnum

Mohd Bashar Najeh Suleiman Almasaid
Mohd Bashar Najeh Suleiman Almasaid

Mohd Bashar Najeh Suleiman Almasaid
36 ára, Jórdani.
Stórfelld fíkniefnabrot

Mohd var í lok árs 2005 dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Um var að ræða talsvert magn af  bæði amfetamíni og e-töflum sem fundust falin inni í vegg veitingastaðarins Purple Onion sem Mohd þá átti og rak. Í maí árið 2006 þyngdi svo Hæstiréttur dóminn í tveggja ára fangelsi.

Amfetamín og e-pillur

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Mohd hafi móttekið „245,75 g af amfetamíni, 400 töflur sem innihéldu amfetamín, 106 töflur sem innihéldu blöndu af amfetamíni og metamfetamíni, 50 töflur sem innihéldu MDMA og 100 töflur sem innihéldu blöndu af MDMA og N-ethyl-MDA“ af ónafngreindum manni fyrir utan 10/11 við Barónsstíg sumarið 2005.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár