Tómas Guðbjartsson, leiðsögumaður og læknir, heldur úti skíðaferðum undir merki Ferðafélags Íslands. Með honum eru gjarnan Helgi Jóhannesson lögmaður og Jón Gauti leiðsögumaður. Tómas segir að á undanförnum árum hafi orðið mikil fjölgun í hópi þeirra sem stunda bæði fjallaskíði og gönguskíði. „Ég hef séð mikla aukningu, sérstaklega á síðustu tveimur árum,“ segir hann.
Tómas segir að fjallaskíðin henti flestum vel. Þeir sem á annað borð geti staðið á skíðum ráði ágætlega við þessa gerð af sporti.
Hann féllst á að segja frá þeim fjöllum sem henta fólki best.
Athugasemdir