„Þegar ég var í Afganistan hélt ég að Evrópa væri paradís,“ sagði Shouaib. Tveir farsímar tóku myndband af honum meðan dísilrafall drundi skammt frá. „Ég hélt að allt væri þar og dollarar yxu á trjánum,“ bætti hann við og hló. Svo yppti hann öxlum. „En því miður, þegar ég kom hingað, sá ég mörg vandamál og ákvað að fara aftur til Afganistan.“
Shouaib stóð fyrir utan Vial, móttökustöð fyrir ólöglega innflytjendur á grísku eyjunni Kíos, rétt undan ströndum Tyrklands. Hann virtist laus við þunglyndið sem plagaði nær alla flóttamenn á eyjunni. Hann hafði tekið lífið aftur í sínar hendur, var altént með eitthvað fyrir stafni.
Athugasemdir