Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Flokkur fólksins mælist stærri en Björt Framtíð

Sam­kvæmt nýj­um Þjóðar­púlsi Gallup mæl­ist Flokk­ur fólks­ins með 3,8 pró­senta fylgi en Björt Fram­tíð að­eins 3,3 pró­senta fylgi.

Flokkur fólksins mælist stærri en Björt Framtíð
Þingflokkur Bjartrar framtíðar Stuðningur við Bjarta framtíð hefur aldrei mælst minni. Mynd: Facebook

Fylgi Bjartrar framtíðar mælist minna en fylgi Flokks fólksins samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Björt framtíð mælist aðeins með 3,3 prósenta fylgi en 5 prósent atkvæða þarf til þess að ná manni inn á þing. Flokkur fólksins mælist hins vegar með 3,8 prósenta fylgi.

Í síðustu viðhorfskönnun Gallup sem fram fór í lok maí mældist Flokkur fólksins í fyrsta sinn stærri en Björt framtíð. Þá mældist fylgi Flokks fólksins 4,2 prósent en fylgi Bjartrar framtíðar var aðeins 3,6 prósent.

Björt framtíð hefur frá kosningum ekki mælst með minna fylgi. Flokkurinn hlaut 7,2 prósent atkvæða í alþingiskosningunum í fyrra en stuðningur við flokkinn hefur minnkað jafnt og þétt síðan í nóvember í fyrra.

Páll Valur BjörnssonSagði sig úr Bjartri framtíð vegna ríkisstjórnarviðræðna flokksins við Sjálfstæðisflokkinn.

Ríkisstjórnarsamstarf Bjartrar framtíðar við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn vakti ólgu innan Bjartrar framtíðar. Þannig greiddi fjórðungur stjórnarmanna flokksins atkvæði gegn stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þá hafa þrír fyrrverandi þingmenn sagt sig úr flokknum frá kosningum. Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, gagnrýndi stjórnarmyndunarviðræður Bjartrar framtíðar við Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn harðlega frá upphafi viðræðna í nóvember 2016. Sagði hann Bjarta framtíð og Sjálfstæðisflokkinn eiga enga samleið saman og sagði sig því úr flokknum. Auk Páls hafa Brynhildur Pétursdóttir og Róbert Marshall sagt sig úr flokknum en þau vildu ekki tengja þá ákvörðun við samstarf flokksins við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn.

Viðreisn mælist með 5,6 prósenta fylgi sem er með því lægsta sem flokkurinn hefur mælst hjá Gallup frá kosningum. Viðreisn hlaut 10,2 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum og sjö þingmenn en kæmist rétt inn á þing miðað við mælingar í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 27,5 prósenta fylgi, Vinstri græn með 21,5 prósenta fylgi, Píratar með 14,2 prósent, Framsókn með 11,3 prósent og Samfylkingin 9,2 prósent.

Gallup gerði mælinguna dagana 15. júní til 2. júlí. Úrtakið var 2.870 manns og var þátttökuhlutfallið 56,5 prósent. Rúmlega 10 prósent tóku ekki afstöðu og nær 9 prósent svarenda sögðust myndu skila auðu ef kosið yrði til Alþingis í dag.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár