Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Rasísk viðhorf stjórnarmanna Fjölskylduhjálparinnar

Stjórn­ar­mað­ur Fjöl­skyldu­hjálp­ar Ís­lands hef­ur áð­ur hringt inn á Út­varp Sögu til þess að dreifa róg­burði um skjól­stæð­inga þeirra. „Þetta hljóta að vera bara stríðs­glæpa­menn,“ sagði Anna Val­dís Jóns­dótt­ir í beinni út­send­ingu. Þá hef­ur hún, líkt og fram­kvæmda­stjór­inn, dreift áróðri gegn múslim­um. Sjálf hef­ur Ás­gerð­ur Jóna Flosa­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri ver­ið á lista flokka sem hafa ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir kyn­þátta­for­dóma.

Rasísk viðhorf stjórnarmanna Fjölskylduhjálparinnar
Stjórnarmaður og framkvæmdastjóri Anna Valdís Jónsdóttir er til vinstri meðan Ásgerður Jóna Flosadóttir er til hægri.

Anna Valdís Jónsdóttir, sú sem hringdi í Útvarpi Sögu í gær og sagði frá því að Tony Omos hefði leitað til Fjölskylduhjálparinnar, þar sem hún starfar sem sjálfboðaliði og situr í stjórn, hefur áður hringt inn á útvarpsstöðina með sögur af skjólstæðingum Fjölskylduhjálparinnar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Anna Valdís hringir í Útvarp Sögu til þess að lýsa samskiptum sínum við Tony Omos þegar hann hefur leitað þangað eftir aðstoð. Í fyrra hringdi hún inn og sagði þá skoðun sína að Tony væri hugsanlegur stríðsglæpamaður. Gunnar Waage færði símtalið í ritform og birti á síðu sem hann heldur úti undir heitinu Sandkassinn:

„Og já, voru bara með yfirgang og ruddaskap og vildu fá allt fyrir ekki neitt og bara, og voru með orðbragð og, og og okkur stóð líka stuggur af því að þeir voru allir hérna. Og við sögðum: Þetta hljóta að vera stríðsglæpamenn, vegna þess að þeir voru allir með einhver ör í andliti og út um allan líkamann. Ekki það að við vitum náttúrlega ekki þeirra fortíð og getum ekki dæmt um það. En fannst þetta bara ógnvekjandi menn, bara þeirra framkoma,“ hafði Gunnar eftir Önnu Valdísi.

Að eigin sögn ofbauð henni umræðan og var þá væntanlega að vísa til lekamálsins sem stóð sem hæst á þessum tíma, vegna þess að henni stóð stuggur af „þessum mönnum“.  

Aðeins styrkveitendum heitið trúnaði

Samkvæmt heimasíðu Fjölskylduhjálparinnar starfar hún „í þágu kvenna, karla og barna í neyð, óháð uppruna þeirra.“ Þar kemur jafnframt fram að þeir sem þangað leita séu öryrkjar, atvinnulausir, einstæðar mæður og feður, eldri borgarar, lágtekjufólk og einstæðingar. Felst starfsemin fyrst og fremst í því að aðstoða „fátækt fólk með matvæli, lyf, hársnyrtingu, fatnað, ungbarnavörur og leikföng.“  

Engar siðareglur eru birtar á heimasíðunni og hvergi er rætt um trúnað gagnvart skjólstæðingum. Fjölskylduhjálpin heitir styrkveitendum hins vegar fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þeir gefa upp.

Þó er óvanalegt að starfsmaður hjálparsamtaka kvarti opinberlega undan nafntoguðum einstaklingum sem þurfa að leita á náðir þeirra.

Ekki náðist í framkvæmdastjóra Fjölskylduhjálparinnar, Ásgerði Jónu Flosadóttur, við vinnslu fréttarinnar. Sjálf hefur hún tengst stjórnmálaflokkum sem hafa verið sakaðir um kynþáttafordóma. Þá hafa þær Anna Valdís báðar deilt áróðri gegn múslimum á Facebook-síðum sínum. Árið 2010 greindi hún jafnframt frá því í samtali við Vísi að hún hefði mismunað fólki sem leitar til samtakanna eftir þjóðerni.

Deildu áróðri gegn múslimum

Í samtali við Stundina sagðist Anna Valdís ekki líta svo á að það væri eitthvað athugavert við það að hún hefði hringt í Útvarp Sögu og kvartað undan nafngreindum skjólstæðingi Fjölskylduhjálparinar. Hún sagðist hafa hringt þar sem henni blöskraði hversu mikið fé flóttamenn fái frá ríkinu.

 

Í síðasta mánuði deildi Anna Valdís myndbandi á Facebook síðu sinni, frá Britain First, breskum rasistaflokki. Flokkurinn á rætur sínar að rekja til breska Þjóðernisflokksins sem er yfirleitt skilgreindur sem fasískur flokkur. Myndbandið sem hún deildi á að sýna rannsókn ungrar konu á því hvort íslamskir öfgamenn hafi hertekið Luton á Englandi. Það má sjá hér að neðan.

Ásgerður Jóna hefur líkt og Anna Valdís deilt áróðri gegn múslimum á Facebook síðu sinni. Árið 2013 rakkaði hún niður samtökin Amnesty International og sagði að samtökin „skiptu sér af arfa í görðum í útlöndum“. Hún spurði „hvernig getur jafn illa stödd þjóð og okkar hjálpað öðrum þjóðum?“ Ásgerður hefur einnig haldið því fram að Öryrkjabandalagi Íslands sé stýrt af Vinstri grænum og Samfylkingunni og standi í vegi fyrir hagsmunabaráttu öryrkja.

Árið 2010 sagði Ásgerður Jóna opinberlega að samtökin hefðu mismunað fólki í neyð eftir þjóðerni. „Ástæðan fyrir því að þessi ákvörðun var tekin í dag er sú að að þegar að við fórum að kanna röðina núna áður en við opnuðum að þá voru örugglega hátt í 200 Pólverjar og útlendingar í röðinni hjá okkur. Og eitthvað urðum við að gera og bara menning margra þjóða er þannig að fólk reynir að hjálpa sér sjálft og það sýnir sjálfsbjargarviðleitni og er mætt hérna mjög snemma og allt það og þetta fólk er velkomið, en við tókum Íslendingana fram fyrir, þetta var bæði töluvert um gamalt fólk og síðan ungt fólk með börn og ég tók alla Íslendingana fram fyrir og þeir voru afgreiddir og þeir sem voru hérna í röðinni og þurftu að bíða, ég bað Pólverjana um að bíða á meðan við afgreiddum þennan stóra hóp Íslendinga sem voru þarna alveg út að Miklubraut í röðinni,“ sagði Ásgerður í samtali við Vísi þá. Svo fór að forsvarsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sáu sig knúna að eiga fund með Ásgerði Jónu sem lofaði bót og betrun.

Harðlega gagnrýnd fyrir launagreiðslur

Ásgerður Jóna er líkt og fyrr segir framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar og eini launaði starfsmaðurinn. Samkvæmt frétt DV í fyrra fær hún hálfa milljón króna í laun á mánuði fyrir það.

Ásgerður hefur ítrekað verið gagnrýnd fyrir bruðl í rekstri hjálparsamtaka. Árið 2001 var hún formaður Mæðrastyrksnefndar og þá var greint frá því að að hún staðið fyrir því að allri nefndinni væri boðið í sólarlandaferð til Portúgal í boði samtakana. Hún var ennfremur fyrsti formaður samtakana til að fá bæði laun og símakostnað greiddan.

Árið 2003 birti Morgunblaðið greinargerð Mæðrarstyrksnefndar sem var mjög gagnrýnin á störf Ásgerðar Jónu:

„Rekstrarkostnaður nefndarinnar hefur aukist stórum skrefum í tíð Ásgerðar og munar þar til dæmis um þætti eins og launagreiðslur til formanns sem komu til í formannstíð Ásgerðar, en hún gerði sjálf tillögur til stjórnar um launagreiðslur til sín. Slík vinnubrögð munu vera einsdæmi. Aðrir formenn Mæðrastyrksnefndar hafa aldrei þegið laun fyrir vinnu sína. Auk þessa ákvað Ásgerður Jóna að greiða hluta sjálfboðaliðanna í nefndinni laun að eigin geðþótta. Það er einnig einsdæmi.

Ásgerður lét Mæðrastyrksnefnd kaupa fyrir sig GSM-síma og greiða símareikninga af honum. Þetta númer lét hún svo færa á sitt eigið nafn daginn áður en hún sagði af sér, sama símanúmer og nær allir styrktaraðilar telja vera símanúmer Mæðrastyrksnefndar. [...]

Það sem við teljum þó alvarlegast í þessu sambandi er að Ásgerður Jóna gerði sitt eigið óstofnaða félag, Fjölskylduhjálp Íslands, að aðila að þessu fjáröflunarverkefni og skrifaði undir samninga um það sem formaður Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálparinnar, nokkrum mánuðum áður en Fjölskylduhjálp Íslands var stofnuð og eignaðist sína eigin kennitölu.“

Þátttaka í umdeildum flokkum

Ásgerður hefur tekið þátt í stjórnmálastarfi en hefur flakkað á milli flokka sem róa á svipuð mið. Fyrir síðustu Alþingiskosningar var hún í öðru sæti á lista Flokks heimilanna í Reykjavík suður. Eigendur Útvarps Sögu, Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson, voru þar í forystu, annars vegar sem oddviti í Reykjavík norður og hins vegar sem formaður flokksins.

Formleg stjórnmálaþátttaka hennar virðist hafa hafist með flokknum Nýtt afl þar sem Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður, var formaður. Áður hafði hún tengst Sjálfstæðisflokknum.

 

Nýtt afl var með fyrstu flokkum á Íslandi sem settu takamarkanir á innflytjendur á oddinn. Í stjórnmálaályktun flokksins frá árinu 2003 segir í kafla um flóttamenn og innflytjendur: „Nýtt afl berst fyrir fjölbreyttu íslensku samfélagi sem byggt er á grundvelli mannúðar og kirstnum lífsskoðunum. Nýtt afl telur að á grundvelli þeirra sjónarmiða beri okkur að taka á móti þeim einstaklingum sem eru flóttamenn svo fremi sem þeir uppfylla þau skilyrði sem Sameinuðu þjóðirnar setja í því efni. Við móttöku flóttamanna ber að leggja áherslu á að flóttamönum sé veitt viðtaka í þeim löndum sem hafa svipaða menningu og þeir koma frá. [...]

Nýtt afl telur nauðsynlegt að vernda íslensk gildi og íslenskan menningararf og takmarka innflutning fólks við félagslega og fjárhagslega getu þjóðarinnar þannig að hægt verði að halda uppi því velferðarkerfi sem hefur verið byggt upp.“

Í kosningum árið 2003 var Ásgerður Jóna í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavíkur suður. Árið 2006 rann Nýtt afl inn í Frjálslynda flokkinn, þar sem hún skipaði annað sæti flokksins við þingkosningar 2007 í Reykjavík norður. Það var einmitt á því tímabili sem umræða um rasíska stefnu flokksins stóð sem hæst. Tveimur árum síðar sagði Ásgerður Jóna sig úr flokknum vegna ósættis við Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins.

Í dag er hún komin í Framsóknarflokkinn, en hún var í 22. sæti á lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík árið 2014. Umrætt daður Framsóknarflokksins við rasima í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga fékk gífurlega mikla fjölmiðlaumfjöllunHún er nú áheyrnarfulltrúi í innkauparáði fyrir hönd flokksins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár