Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fimm hafa haft samband við Ómar Ragnarsson með upplýsingar sem sýkna þá sem sakfelldir voru í Geirfinnsmálinu

Frétta­mað­ur­inn Óm­ar Ragn­ars­son seg­ir fimm hafa haft sam­band við sig með upp­lýs­ing­ar sem sýkni þá sem sak­felld­ir voru í Geirfinns­mál­inu. Hann seg­ir ekk­ert þeirra treysta sér til að gefa sig fram und­ir nafni.

Fimm hafa haft samband við Ómar Ragnarsson með upplýsingar sem sýkna þá sem sakfelldir voru í Geirfinnsmálinu
Ómar Ragnarsson Fréttamaðurinn segir fimm hafa haft samband við sig með upplýsingar sem gæti sýknað þau sex ungmenni sem voru á sínum tíma dæmd fyrir aðild að hvarfi mannanna. Mynd: Friðþjófur Helgason

Fréttamaðurinn Ómar Ragnarsson segir í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni að fimm manns hafi haft samband við sig í fyllsta trúnaði „vegna Geirfinnsmálsins og sagst búa yfir vitneskju sem sýkni þá sem sakfelldir voru.“ Þá segir Ómar að eins og staðan sé í dag þá hefur ekkert þeirra treyst sér til þess að gefa sig fram undir nafni.

Hann segir nú vonandi eitthvað að gerast ef marka má fréttir en Ríkisútvarpið greindi frá því nú fyrir stundu að ný ábending hafi borist í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og að lögreglu hafi verið falið að rannsaka málið og taka skýrslur.

Þá fullyrðir Ríkisútvarpið að ábendingin eða öllu heldur hvaðan hún er komin þykir þess eðlis að full ástæða sé til að rannsaka hana. Þá er einnig greint frá því að endurupptökunefnd hafi ákveðið að fresta að birta niðurstöðu sína um mögulega endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna og er það talið vegna þessarar ábendingar sem sögð er vera frá „traustum aðila“.

Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar, segir í samtali við Morgunblaðið að nefndin hafi fengið umrædda ábendingu fyrir millgöngu setts ríkissaknsóknara. Þá vonast Björn einnig til að rannsókn lögreglunnar á þessum nýja anga málsins taki ekki meira en nokkrar vikur. Þá kemur einnig fram í fréttinni að þessi nýja ábending tengist ekki handtöku tveggja manna í sumar sem var gerð í tengslum við rannsókn á morði Guðmundar Einarssonar.

„Við von­um að þetta gangi sem hraðast fyr­ir sig þannig að við get­um lokið okk­ar störf­um strax eft­ir ára­mót.“

Sex ungmenni voru á sínum tíma dæmd fyrir aðil að hvarfi þessara tveggja manna, Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Guðmundar- og Geirfinnsmál

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði
FréttirGuðmundar- og Geirfinnsmál

Hef­ur unn­ið að sátt­um fyr­ir hönd for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins en hafn­ar því að lög­regla hafi beitt harð­ræði

Guð­jóni Skarp­héð­ins­syni, ein­um hinna sýkn­uðu í Guð­mund­ar- og Geirfinns­mál­um, er sjálf­um kennt um rang­an dóm Hæsta­rétt­ar yf­ir sér í grein­ar­gerð setts rík­is­lög­manns, Andra Árna­son­ar, sem hafn­ar því að rann­sak­end­ur hafi brot­ið með refsi­verð­um hætti gegn Guð­jóni. Andri hafði sam­band við að­stand­end­ur í vor „til að skoða til­tekna sátta­mögu­leika fyr­ir ráðu­neyt­ið“.
Henry Kissinger um Sævar Ciesielski:  „Hvað er svona pólitískt viðkvæmt?“
FréttirGuðmundar- og Geirfinnsmál

Henry Kissin­ger um Sæv­ar Ciesi­elski: „Hvað er svona póli­tískt við­kvæmt?“

Ný­fram­kom­in gögn sýna að banda­rísk yf­ir­völd höfðu áhyggj­ur af með­ferð­inni á Sæv­ari Ciesi­elski og töldu fram­göng­una gagn­vart hon­um geta orð­ið Ís­landi til skamm­ar á al­þjóða­vett­vangi. Henry Kissin­ger, þá­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, spurð­ist fyr­ir um mál­ið og fylgd­ist grannt með. 

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár