Í fyrra var lítilli eyju sem reiðir sig á túrisma breytt í fangelsi fyrir flóttamenn. Koma ferðamanna hrundi og samfélagið, svelt af viðskiptum, snerist gegn flóttafólkinu. Hvorki sveitarstjórn né ríkisstjórn fengu leyfi til að færa þá annað. Í algeru máttleysi heimamanna hefur fasismi nú frjóan jarðveg.
Ég var viðstaddur meginstef þessarar sögu, fylgdist með fangelsuninni 20. mars, fyrstu þjóðernissinnuðu hópfundunum og árásum þeirra á flóttafólk, og heimsótti búðirnar aftur núna um jólin. Sagan sem fylgir er ekki um afskræmdar manneskjur, heldur viljandi afskræmingu samfélags. Hún er lexía um hvað fólk getur gert þegar það er svipt virðingunni og allri stjórn á aðstæðum sínum. Þetta er, í hnotskurn, saga stjórnmálanna í dag, og hún gerist á grísku strandparadísinni Kíos.
Fangelsið
Það tók langan tíma að útskýra fyrir fólkinu hinum megin við gaddavírinn hvers vegna það var lokað inni. Lögreglan var sjálf ekki alveg viss, talaði ekki mikla ensku og sagði á …
Athugasemdir