Eignarhaldsfélag Þorsteins Más Baldvinssonar og fyrrverandi eiginkonu hans, sem heldur utan um hlutabréf þeirra í útgerðarfyrirtækinu Samherja, hagnaðist um tæplega 1.240 milljónir króna árið 2014. Hagnaðurinn byggir á arðgreiðslum frá Samherja og tveimur öðrum félögum. Þorsteinn Már er forstjóri Samherja og er eignarhaldsfélag hans og fyrrverandi konu hans, Helgu Guðmundsdóttur, stærsti hluthafi útgerðarfélagsins með 33,74 prósenta eignarhlut. Um arðgreiðsluna frá Samherja segir í ársreikningi Steins árið 2014: „Á árinu fékk félagið greiddan arð frá Samherja hf. að fjárhæð 1.120,5 millj. kr.. frá Samherja Ísland ehf. að fjárhæð 62,3 millj. kr. og frá Fjárfestingafélaginu Firði ehf. að fjárhæð 65,0 millj. kr. Móttekinn arður er færður til tekna í rekstarreikningi.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.
Félag Þorsteins Más fékk 300 milljónum meira í arð en Samherji greiddi í veiðigjöld
Eignarhaldsfélagið Steinn ehf. er stærsti hluthafi útgerðarfélagsins Samherja og á reiðufé upp á þrjá milljarða króna. Þorsteinn Már Baldvinsson og eiginkona hans hafa selt hlutabréf í félaginu til þess sjálfs fyrir 1.850 milljónir króna á liðnum tveimur árum. Þorsteinn Már hefur sagt að ekki sé rétt að persónugera Samherja í nokkrum einstaklingum þar sem 400 manns vinni hjá útgerðinni.

Mest lesið

1
Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks
Ellefu manns sóttu um stöðu ritstjóra fréttaskýringaþáttsins Kveiks. Þar af drógu þrír umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir nafnbirtingu.

2
Áslaug Arna enn á þingfararkaupi í námsleyfi
Alþingi verður sett á morgun. Ef varamaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur tekur sæti eins og boðað var mun hún hafa fengið yfir 3,1 milljón króna greidda í þingfararkaup á meðan námsleyfi hennar í New York stendur.

3
Fjárlagafrumvarp í hnotskurn: Bein áhrif á heimili 18 milljarðar
Raforkuverð mun hækka þvert á öll heimili samkvæmt nýju fjármálafrumvarpi. Heimili landsins axla 64 prósent byrðanna af breytingum á sköttum og gjöldum gangi frumvarpið eftir.

4
Sigurður Ingi: Fjárlagafrumvarpið „engin sleggja“
Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður og formaður Framsóknarflokksins segir að nýtt fjárlagafrumvarp sé „engin sleggja til að slá niður verðbólgu og vexti.“ Hann telur útgjöld til heilbrigðismála vanáætluð og hefur áhyggjur af tekjulægri hópum samfélagsins.

5
Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
Ríkisstjórnin ætlar að ná hallalausum rekstri strax árið 2027 en halli næsta árs verður 15 milljarðar, samkvæmt nýkynntu fjárlagafrumvarpi. Það er um 11 milljörðum minni halli en gert hafði verið ráð fyrir. Vaxtagjöld ríkissjóðs nema nú 125 milljörðum króna á ári, sem jafngildir um 314 þúsund krónum á hvern íbúa – hærri fjárhæð en rekstur allra framhaldsskóla og háskóla landsins.

6
Eftir að ráða í á annað hundrað stöðugilda í skólum Reykjavíkur
Í Reykjavík eru 39 grunnstöðugildi í leikskólum, 46,9 stöðugildi í grunnskólum og 79 stöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum enn laus. Staða ráðninga er þó betri en í fyrra.
Mest lesið í vikunni

1
Talaði 64 prósent tímans og greip fram í yfir tuttugu sinnum
Heimildin skrifaði upp umræður Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, og Þorbjargar Þorvaldsdóttur, samskipta- og kynningarstjóra Samtakanna 78. Snorri talaði mun meira en viðmælandi sinn og þáttarstjórnandi til samans, en kvartar á sama tíma yfir þöggun sem hann er beittur.

2
Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks
Ellefu manns sóttu um stöðu ritstjóra fréttaskýringaþáttsins Kveiks. Þar af drógu þrír umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir nafnbirtingu.

3
Fjórtán með fölsuð skilríki – Óvenjulegt mál og mansal til skoðunar
Fjórtán manns frá Asíu voru stöðvuð á Keflavíkurflugvelli með fölsuð skilríki í lok ágúst. Tvö lögregluumdæmi, ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðuneyti koma að málinu, auk þess sem haft hefur verið samband við Europol.

4
Áslaug Arna enn á þingfararkaupi í námsleyfi
Alþingi verður sett á morgun. Ef varamaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur tekur sæti eins og boðað var mun hún hafa fengið yfir 3,1 milljón króna greidda í þingfararkaup á meðan námsleyfi hennar í New York stendur.

5
Borgþór Arngrímsson
Vilja fleiri kistur en færri duftker
Margir danskir kirkjugarðar eru í fjárhagskröggum. Breyttir greftrunarsiðir valda því að tekjur garðanna hafa minnkað og duga ekki fyrir rekstrinum.

6
Prófessor í læknisfræði hlynntur sniðgöngu ísraelskra háskóla en andvígur mótmælaaðgerð
Magnús Karl Magnússon, prófessor í læknisfræði, segist hlynntur sniðgöngu á ísraelskum háskólum. Hann gagnrýnir hinsvegar mótmælaaðgerðir sem beindust að ísraleskum prófessor.
Mest lesið í mánuðinum

1
Skattakóngur á 42 ára gömlum Benz: Velgengnin kostaði hjónabandið
Sigurður Elías Guðmundsson, sem er tekjuhæstur á Suðurlandi, minnir á að mikill tími fari í farsæla uppbyggingu á rekstri og því fylgi miklar fórnir einnig. Þannig hafi reksturinn kostað hann hjónabandið.

2
Sif Sigmarsdóttir
Óskemmtileg upplifun við Leifsstöð
Skyndilega kom maður aðvífandi. Ógnandi í fasi hóf hann að berja í bílinn af afli.

3
Hátekjulistinn sýnir okkur virði kvótans
Baráttan á Alþingi um veiðigjöldin varð til þess að tekjur ríkisins hækka um nokkra milljarða á ári. Útgerðarkóngar toppa Hátekjulistann um land allt, sumir með milljarða í tekjur hver. Sex fjölskyldur eiga um helming kvótans og gróðinn streymir í óskyldar greinar og til næstu kynslóða.

4
„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
Mannréttindadómstóll Evrópu komst í dag að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði ekki brotið á
Bryndísi Ásmundsdóttur. Hún segir skrítið að tala um tap þegar Mannréttindadómstóll Evrópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð andanum. Markmiðum um að vekja máls á brotalömum í íslensku réttarkerfi hafi náðst, ekki síst þegar sigur vannst í öðru málinu.

5
Segir leyndarmálið að giftast vel og gæta þess hverjum maður kynnist
Listdansarinn og sagnfræðingurinn Ingibjörg Björnsdóttir er einn af tekjuhærri Hafnfirðingum ársins. Hún segist lítið velta peningum fyrir sér og hefur nýlokið bráðmerkilegu sagnfræðiriti um listdanssögu á Íslandi.

6
Átta íbúar með samanlagðan milljarð í tekjur í Vík í Mýrdal
Átta íbúar í Mýrdalshreppi eru á Hátekjulista Heimildarinnar, þar á meðal skattakóngur Suðurlands.
Athugasemdir