Brjóstafár hefur tröllriðið Twitter síðustu daga, þar sem ekki er þverfótað fyrir myndum af berbrjósta konum. Hundruð – ef ekki þúsund – íslenskra kvenna hafa birt myndir af sér á brjóstunum, allskonar konur, þekktar og óþekktar, ungar og gamlar, borgarfulltrúi og þingkona, hafa berað brjóst sín fyrir málstaðinn.
Eftir að nemandi í Verslunarskólanum birti mynd af sér þar sem sást í brjóst og fékk bágt fyrir boðaði femínistafélag skólans til #FreeTheNipple dags þar sem mælst var til þess að konur köstuðu brjóstahaldinu og frelsuðu geirvörturnar. Fleiri skólar fylgdu í kjölfarið, MR, MH og Háskóli Islands. Um leið hófst byltingin á netinu og konur tóku að bera brjóst sín á Twitter undir merkjum #FreeTheNipple, en ber brjóst eru bönnuð á Facebook.
Brjóstabyltingin einskorðast ekki við netið, því fjölmargar konur hafa berað sig í almannarýminu. Nemendur Kvennaskólans gengu til að mynda berbrjósta niður Laugaveginn og tóku sér síðan stöðu við Alþingishúsið þar …
Athugasemdir