Brjóstafárið: Valdefling eða undirgefni við feðraveldið?

Fjöl­marg­ar kon­ur hafa ber­að brjóst sín með það að marki að öðl­ast skil­grein­ing­ar­vald yf­ir lík­ama sín­um. Lektor við Há­skóla Ís­lands bend­ir á að bylt­ing fel­ur í sér við­horfs­breyt­ingu, en í þessu til­felli séu kon­ur jafn­vel að styrkja fyr­ir­fram­gefn­ar hug­mynd­ir feðra­veld­is og ganga inn í hefð­bund­in kynja­hlut­verk með því að bera sig. Salka Vals­dótt­ir tók þátt í #FreeT­heNipple en áð­ur hafði hún hengt upp nekt­ar­mynd af sér í skól­an­um og rapp­að ber að of­an um það að vera drusla. Hún fann frels­ið í nekt­ar­mynda­töku sem fram fór fyr­ir fram­an hóp vinn­andi manna.

Brjóstafárið: Valdefling eða undirgefni við feðraveldið?

Brjóstafár hefur tröllriðið Twitter síðustu daga, þar sem ekki er þverfótað fyrir myndum af berbrjósta konum. Hundruð – ef ekki þúsund – íslenskra kvenna hafa birt myndir af sér á brjóstunum, allskonar konur, þekktar og óþekktar, ungar og gamlar, borgarfulltrúi og þingkona, hafa berað brjóst sín fyrir málstaðinn.

Eftir að nemandi í Verslunarskólanum birti mynd af sér þar sem sást í brjóst og fékk bágt fyrir boðaði femínistafélag skólans til #FreeTheNipple dags þar sem mælst var til þess að konur köstuðu brjóstahaldinu og frelsuðu geirvörturnar. Fleiri skólar fylgdu í kjölfarið, MR, MH og Háskóli Islands. Um leið hófst byltingin á netinu og konur tóku að bera brjóst sín á Twitter undir merkjum #FreeTheNipple, en ber brjóst eru bönnuð á Facebook.

Brjóstabyltingin einskorðast ekki við netið, því fjölmargar konur hafa berað sig í almannarýminu. Nemendur Kvennaskólans gengu til að mynda berbrjósta niður Laugaveginn og tóku sér síðan stöðu við Alþingishúsið þar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár