Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Eiginkona Ólafs týndi veskinu sínu á Kvíabryggju: Fangi fann það

Ingi­björg Kristjáns­dótt­ir, eig­in­kona Ól­afs Ólafs­son­ar týndi vesk­inu sínu í heim­sókn í fang­els­inu á Kvía­bryggju. Hún seg­ist líta fang­els­ið öðr­um aug­um eft­ir reynslu sína af því.

Eiginkona Ólafs týndi veskinu sínu á Kvíabryggju: Fangi fann það
Ingibjörg Kristjánsdóttir Eiginkona Ólafs Ólafssonar varð fyrir því að týna veski sínu, með peningum, skilríkjum og fleiru, á fangelsissvæðinu á Kvíabryggju. Mynd: Samsett

Á dögunum var Ingibjörg Kristjánsdóttir í heimsókn á Kvíabryggju þar sem hún var komin til að hitta eiginmann sinn, kaupsýslumanninn Ólaf Ólafsson, sem nýverið var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir aðkomu sína að Al-Thani málinu. Svo óheppilega vildi til fyrir Ingibjörgu að á leið sinni úr fangelsinu tapaði hún veski sínu. Sú saga gengur meðal fanga á Kvíabryggju að veskið hafi verið troðfullt af seðlum. Samfangi Ólafs fann veskið.

Fann veskið á bílaplaninu

Í svari við fyrirspurn Stundarinnar segist Ingibjörg staðfesta þessa frásögn með ánægju. „Ég var í heimsókn á Kvíabryggju og þegar ég var að fara frá staðnum þá hef ég líklega misst veskið mitt á jörðina.  Ég áttaði mig hins vegar ekki á því fyrr en að Ólafur hringir í mig morguninn eftir, og segir mér að samfangi hans hafi komið til hans rétt í þessu og látið hann fá veskið. Hann hafði fundið það á bílaplaninu þegar hann fór út í göngutúr um morguninn. Og já ég var með pening í veskinu og auðvitað skilríki og kort, og allt skilaði þetta sér,“ skrifar Ingibjörg.

„Mér finnst þetta ótrúlega flott hjá drengnum og ég reyndi að þakka honum fyrir eins vel og ég gat og vona að það hafi skilað sér.“

Ótrúlega flott hjá fanganum

Að sögn Ingibjargar vildi heiðarlegi fanginn lítið sem ekkert í fundarlaun, Ólafur hafi spurt hann hvað hann vildi og svarið var: Kók. „Ég bað Ólaf að spyrja samfangann hvort ég gæti eitthvað gert fyrir hann, hvort það væri eitthvað sem honum vanhagaði um og hann bað um kókflösku, það var nú ekki meira sem pilturinn bað um í staðinn fyrir þennan greiða. Mér finnst þetta ótrúlega flott hjá drengnum og ég reyndi að þakka honum fyrir eins vel og ég gat og vona að það hafi skilað sér,“ skrifar Ingibjörg.

„Lífsins böl verður að hismi þegar maður stendur frammi fyrir þessari stórbrotnu náttúru.“

Kvíabryggja hefur áhrif á andann

Ingibjörg segir að þetta atvik hafi orðið til þess að hún sjái fangelsið með öðrum augum en áður. Hún segist hafa fengið jákvæða tilfinningu fyrir staðnum og nú finnist henni auðveldara að fara í heimsókn til eiginmanns síns. „Ég má kannski nota tækifærið að koma því á framfæri að mér finnst þessi staður afskaplega mannlegur. Þegar ég kem þarna í heimsókn, þá er alltaf tekið vel á móti mér og ég held að menn séu einfaldlega að reyna að gera sér og öðrum dvölina þarna eins þolanlega og hægt er. Það getur vel verið að menn hafi misfallegar sögur að segja og lífið hefur leikið suma grátt, en í grunninn þá kemur mér það ekki við.  Það er hins vegar einstök náttúrufegurð á Kvíabryggju og ég er sannfærð um að það hefur áhrif á andann á staðnum. Lífsins böl verður að hismi þegar maður stendur frammi fyrir þessari stórbrotnu náttúru,“ segir Ingibjörg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár