Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Eiginkona Ólafs týndi veskinu sínu á Kvíabryggju: Fangi fann það

Ingi­björg Kristjáns­dótt­ir, eig­in­kona Ól­afs Ólafs­son­ar týndi vesk­inu sínu í heim­sókn í fang­els­inu á Kvía­bryggju. Hún seg­ist líta fang­els­ið öðr­um aug­um eft­ir reynslu sína af því.

Eiginkona Ólafs týndi veskinu sínu á Kvíabryggju: Fangi fann það
Ingibjörg Kristjánsdóttir Eiginkona Ólafs Ólafssonar varð fyrir því að týna veski sínu, með peningum, skilríkjum og fleiru, á fangelsissvæðinu á Kvíabryggju. Mynd: Samsett

Á dögunum var Ingibjörg Kristjánsdóttir í heimsókn á Kvíabryggju þar sem hún var komin til að hitta eiginmann sinn, kaupsýslumanninn Ólaf Ólafsson, sem nýverið var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir aðkomu sína að Al-Thani málinu. Svo óheppilega vildi til fyrir Ingibjörgu að á leið sinni úr fangelsinu tapaði hún veski sínu. Sú saga gengur meðal fanga á Kvíabryggju að veskið hafi verið troðfullt af seðlum. Samfangi Ólafs fann veskið.

Fann veskið á bílaplaninu

Í svari við fyrirspurn Stundarinnar segist Ingibjörg staðfesta þessa frásögn með ánægju. „Ég var í heimsókn á Kvíabryggju og þegar ég var að fara frá staðnum þá hef ég líklega misst veskið mitt á jörðina.  Ég áttaði mig hins vegar ekki á því fyrr en að Ólafur hringir í mig morguninn eftir, og segir mér að samfangi hans hafi komið til hans rétt í þessu og látið hann fá veskið. Hann hafði fundið það á bílaplaninu þegar hann fór út í göngutúr um morguninn. Og já ég var með pening í veskinu og auðvitað skilríki og kort, og allt skilaði þetta sér,“ skrifar Ingibjörg.

„Mér finnst þetta ótrúlega flott hjá drengnum og ég reyndi að þakka honum fyrir eins vel og ég gat og vona að það hafi skilað sér.“

Ótrúlega flott hjá fanganum

Að sögn Ingibjargar vildi heiðarlegi fanginn lítið sem ekkert í fundarlaun, Ólafur hafi spurt hann hvað hann vildi og svarið var: Kók. „Ég bað Ólaf að spyrja samfangann hvort ég gæti eitthvað gert fyrir hann, hvort það væri eitthvað sem honum vanhagaði um og hann bað um kókflösku, það var nú ekki meira sem pilturinn bað um í staðinn fyrir þennan greiða. Mér finnst þetta ótrúlega flott hjá drengnum og ég reyndi að þakka honum fyrir eins vel og ég gat og vona að það hafi skilað sér,“ skrifar Ingibjörg.

„Lífsins böl verður að hismi þegar maður stendur frammi fyrir þessari stórbrotnu náttúru.“

Kvíabryggja hefur áhrif á andann

Ingibjörg segir að þetta atvik hafi orðið til þess að hún sjái fangelsið með öðrum augum en áður. Hún segist hafa fengið jákvæða tilfinningu fyrir staðnum og nú finnist henni auðveldara að fara í heimsókn til eiginmanns síns. „Ég má kannski nota tækifærið að koma því á framfæri að mér finnst þessi staður afskaplega mannlegur. Þegar ég kem þarna í heimsókn, þá er alltaf tekið vel á móti mér og ég held að menn séu einfaldlega að reyna að gera sér og öðrum dvölina þarna eins þolanlega og hægt er. Það getur vel verið að menn hafi misfallegar sögur að segja og lífið hefur leikið suma grátt, en í grunninn þá kemur mér það ekki við.  Það er hins vegar einstök náttúrufegurð á Kvíabryggju og ég er sannfærð um að það hefur áhrif á andann á staðnum. Lífsins böl verður að hismi þegar maður stendur frammi fyrir þessari stórbrotnu náttúru,“ segir Ingibjörg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár