Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Facebook svarar um kosningaáróður: Nafnleysi verndar líf

Nafn­laus­ar áróð­ursaug­lýs­ing­ar á Face­book verða áfram nafn­laus­ar, þar sem Face­book hafn­ar beiðni um að gefa upp­lýs­ing­ar um að­stand­end­ur henn­ar.

Facebook svarar um kosningaáróður: Nafnleysi verndar líf
Áróðursmyndband Í myndbandi Kosninga 2016 er birt mynd af Pírötum og svo hryðjuverkaárásinni í Nice og Anders Behring Breivik fjöldamorðingja. Mynd: Facebook / Kosningar 2016

Fyrirtækið Facebook gefur ekki upp hverjir eru stjórnendur Facebook-síðunnar Kosningar 2016, sem hefur auglýst áróðursmyndbönd gegn stjórnarandstöðuflokkunum á fréttastreymi íslenskra notenda Facebook undanfarnar vikur. 

Stundin sendi fyrirspurn til almannatengslahluta Facebook 5. október og fór fram á það, í nafni gagnsæis í lýðræðislegri umræðu, að fá upplýsingar um hverjir stæðu að baki síðunni og hversu mikla fjármuni þeir hefðu greitt Facebook fyrir að birta auglýsingar hjá Íslendingum.

Stundin fékk svar tveimur vikum síðar frá sænska almannatengslafyrirtækinu Spotlight. Yfirlýsingunni, sem barst frá almannatenglinum Daniel Nord, fylgdu leiðbeiningar um að ef vitnað skyldi í hana skyldi vitnað í „talsmann Facebook“:

„Við leyfum stjórnendum Facebook-síðna að vera nafnlausir vegna þess að við viljum vera viss um að fólk geti líka haft rödd á stöðum þar sem maður hættir lífi sínu með því að tala frjálst,“ sagði í yfirlýsingunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár