Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Facebook svarar um kosningaáróður: Nafnleysi verndar líf

Nafn­laus­ar áróð­ursaug­lýs­ing­ar á Face­book verða áfram nafn­laus­ar, þar sem Face­book hafn­ar beiðni um að gefa upp­lýs­ing­ar um að­stand­end­ur henn­ar.

Facebook svarar um kosningaáróður: Nafnleysi verndar líf
Áróðursmyndband Í myndbandi Kosninga 2016 er birt mynd af Pírötum og svo hryðjuverkaárásinni í Nice og Anders Behring Breivik fjöldamorðingja. Mynd: Facebook / Kosningar 2016

Fyrirtækið Facebook gefur ekki upp hverjir eru stjórnendur Facebook-síðunnar Kosningar 2016, sem hefur auglýst áróðursmyndbönd gegn stjórnarandstöðuflokkunum á fréttastreymi íslenskra notenda Facebook undanfarnar vikur. 

Stundin sendi fyrirspurn til almannatengslahluta Facebook 5. október og fór fram á það, í nafni gagnsæis í lýðræðislegri umræðu, að fá upplýsingar um hverjir stæðu að baki síðunni og hversu mikla fjármuni þeir hefðu greitt Facebook fyrir að birta auglýsingar hjá Íslendingum.

Stundin fékk svar tveimur vikum síðar frá sænska almannatengslafyrirtækinu Spotlight. Yfirlýsingunni, sem barst frá almannatenglinum Daniel Nord, fylgdu leiðbeiningar um að ef vitnað skyldi í hana skyldi vitnað í „talsmann Facebook“:

„Við leyfum stjórnendum Facebook-síðna að vera nafnlausir vegna þess að við viljum vera viss um að fólk geti líka haft rödd á stöðum þar sem maður hættir lífi sínu með því að tala frjálst,“ sagði í yfirlýsingunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár