Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Frásögnum Gísla Freys og Sigríðar Bjarkar ber ekki saman

Enn óljóst hvenær gögn­in voru send og hver átti frum­kvæði að sam­skipt­un­um

Frásögnum Gísla Freys og Sigríðar Bjarkar ber ekki saman

Þrátt fyrir að Persónuvernd hafi kveðið upp úrskurð í máli Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, er enn margt á huldu um samskipti þeirra Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Hönnu Birnu, í nóvember árið 2013. 

Líkt og Kjarninn bendir á í dag er enn ekki hafið yfir allan vafa hvenær Sigríður Björk sendi Gísla Frey upplýsingarnar um málefni Tony Omos og hvort þær upplýsingar hafi nýst aðstoðarmanninum til að koma höggi á hælisleitandann þegar skjali innanríkisráðuneytisins var lekið. Þá sýna þau gögn sem Persónuvernd fékk í hendur ekki með óyggjandi hætti að Sigríður Björk hafi sent Gísla Frey greinargerðina um Tony Omos á vinnunetfang hans í innanríkisráðuneytinu. Stundin spurði Sigríði Björk á dögunum hvort hún hefði sent Gísla einhverjar upplýsingar á Gmail-netfang hans og svaraði hún neitandi. 

Rannsóknargögn lekamálsins benda til þess að Sigríður Björk hafi sjálf átt frumkvæði að samskiptunum að morgni dags þann 20. nóvember þegar hún hringdi í Gísla úr leyninúmeri. Í tilkynningu sem Sigríður sendi frá sér þann 18. nóvember síðastliðinn sagðist hún hafa hringt í Gísla „til að svara skilaboðum.“ Gísli neitaði þessu hins vegar í samtali við fréttastofu RÚV sama dag, og sagðist ekki hafa skilið eftir nein skilaboð til lögreglustjórans. 

Í samtali við fréttastofu RÚV stuttu síðar sagði svo Sigríður að hún hefði hringt í Gísla vegna þess að hann hefði reynt að hringja í hana kvöldið áður: „Vegna þess að hann reyndi að hringja í mig kvöldið áður og ég svaraði ekki.“ Í rannsóknargögnum lekamálsins kemur ekki fram að Gísli hafi hringt úr sínum síma í Sigríði að kvöldi dags þann 19. nóvember.

Líkt og DV greindi frá á sínum tíma voru símagögn innanríkisráðherra ekki skoðuð við rannsókn lekamálsins. Í viðtalinu við RÚV sagðist Sigríður Björk „ekki minnast þess“ að hafa talað við Hönnu Birnu í síma daginn sem gögnunum var lekið né heldur daginn eftir. DV fékk svo svipað svar frá Þóreyju Vilhjálmsdóttur, aðstoðarkonu Hönnu Birnu. „Ráðherra minnist þess ekki að hafa átt símtal við Sigríði Björk þennan dag,“ sagði Þórey aðspurð hvort málefni Tonys Omos og Evelyn Glory Joseph hefði borið á góma í samskiptum þeirra þann 19. nóvember árið 2013. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár