Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Frásögnum Gísla Freys og Sigríðar Bjarkar ber ekki saman

Enn óljóst hvenær gögn­in voru send og hver átti frum­kvæði að sam­skipt­un­um

Frásögnum Gísla Freys og Sigríðar Bjarkar ber ekki saman

Þrátt fyrir að Persónuvernd hafi kveðið upp úrskurð í máli Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, er enn margt á huldu um samskipti þeirra Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Hönnu Birnu, í nóvember árið 2013. 

Líkt og Kjarninn bendir á í dag er enn ekki hafið yfir allan vafa hvenær Sigríður Björk sendi Gísla Frey upplýsingarnar um málefni Tony Omos og hvort þær upplýsingar hafi nýst aðstoðarmanninum til að koma höggi á hælisleitandann þegar skjali innanríkisráðuneytisins var lekið. Þá sýna þau gögn sem Persónuvernd fékk í hendur ekki með óyggjandi hætti að Sigríður Björk hafi sent Gísla Frey greinargerðina um Tony Omos á vinnunetfang hans í innanríkisráðuneytinu. Stundin spurði Sigríði Björk á dögunum hvort hún hefði sent Gísla einhverjar upplýsingar á Gmail-netfang hans og svaraði hún neitandi. 

Rannsóknargögn lekamálsins benda til þess að Sigríður Björk hafi sjálf átt frumkvæði að samskiptunum að morgni dags þann 20. nóvember þegar hún hringdi í Gísla úr leyninúmeri. Í tilkynningu sem Sigríður sendi frá sér þann 18. nóvember síðastliðinn sagðist hún hafa hringt í Gísla „til að svara skilaboðum.“ Gísli neitaði þessu hins vegar í samtali við fréttastofu RÚV sama dag, og sagðist ekki hafa skilið eftir nein skilaboð til lögreglustjórans. 

Í samtali við fréttastofu RÚV stuttu síðar sagði svo Sigríður að hún hefði hringt í Gísla vegna þess að hann hefði reynt að hringja í hana kvöldið áður: „Vegna þess að hann reyndi að hringja í mig kvöldið áður og ég svaraði ekki.“ Í rannsóknargögnum lekamálsins kemur ekki fram að Gísli hafi hringt úr sínum síma í Sigríði að kvöldi dags þann 19. nóvember.

Líkt og DV greindi frá á sínum tíma voru símagögn innanríkisráðherra ekki skoðuð við rannsókn lekamálsins. Í viðtalinu við RÚV sagðist Sigríður Björk „ekki minnast þess“ að hafa talað við Hönnu Birnu í síma daginn sem gögnunum var lekið né heldur daginn eftir. DV fékk svo svipað svar frá Þóreyju Vilhjálmsdóttur, aðstoðarkonu Hönnu Birnu. „Ráðherra minnist þess ekki að hafa átt símtal við Sigríði Björk þennan dag,“ sagði Þórey aðspurð hvort málefni Tonys Omos og Evelyn Glory Joseph hefði borið á góma í samskiptum þeirra þann 19. nóvember árið 2013. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár