Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Frásögnum Gísla Freys og Sigríðar Bjarkar ber ekki saman

Enn óljóst hvenær gögn­in voru send og hver átti frum­kvæði að sam­skipt­un­um

Frásögnum Gísla Freys og Sigríðar Bjarkar ber ekki saman

Þrátt fyrir að Persónuvernd hafi kveðið upp úrskurð í máli Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, er enn margt á huldu um samskipti þeirra Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Hönnu Birnu, í nóvember árið 2013. 

Líkt og Kjarninn bendir á í dag er enn ekki hafið yfir allan vafa hvenær Sigríður Björk sendi Gísla Frey upplýsingarnar um málefni Tony Omos og hvort þær upplýsingar hafi nýst aðstoðarmanninum til að koma höggi á hælisleitandann þegar skjali innanríkisráðuneytisins var lekið. Þá sýna þau gögn sem Persónuvernd fékk í hendur ekki með óyggjandi hætti að Sigríður Björk hafi sent Gísla Frey greinargerðina um Tony Omos á vinnunetfang hans í innanríkisráðuneytinu. Stundin spurði Sigríði Björk á dögunum hvort hún hefði sent Gísla einhverjar upplýsingar á Gmail-netfang hans og svaraði hún neitandi. 

Rannsóknargögn lekamálsins benda til þess að Sigríður Björk hafi sjálf átt frumkvæði að samskiptunum að morgni dags þann 20. nóvember þegar hún hringdi í Gísla úr leyninúmeri. Í tilkynningu sem Sigríður sendi frá sér þann 18. nóvember síðastliðinn sagðist hún hafa hringt í Gísla „til að svara skilaboðum.“ Gísli neitaði þessu hins vegar í samtali við fréttastofu RÚV sama dag, og sagðist ekki hafa skilið eftir nein skilaboð til lögreglustjórans. 

Í samtali við fréttastofu RÚV stuttu síðar sagði svo Sigríður að hún hefði hringt í Gísla vegna þess að hann hefði reynt að hringja í hana kvöldið áður: „Vegna þess að hann reyndi að hringja í mig kvöldið áður og ég svaraði ekki.“ Í rannsóknargögnum lekamálsins kemur ekki fram að Gísli hafi hringt úr sínum síma í Sigríði að kvöldi dags þann 19. nóvember.

Líkt og DV greindi frá á sínum tíma voru símagögn innanríkisráðherra ekki skoðuð við rannsókn lekamálsins. Í viðtalinu við RÚV sagðist Sigríður Björk „ekki minnast þess“ að hafa talað við Hönnu Birnu í síma daginn sem gögnunum var lekið né heldur daginn eftir. DV fékk svo svipað svar frá Þóreyju Vilhjálmsdóttur, aðstoðarkonu Hönnu Birnu. „Ráðherra minnist þess ekki að hafa átt símtal við Sigríði Björk þennan dag,“ sagði Þórey aðspurð hvort málefni Tonys Omos og Evelyn Glory Joseph hefði borið á góma í samskiptum þeirra þann 19. nóvember árið 2013. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár