Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Frásögnum Gísla Freys og Sigríðar Bjarkar ber ekki saman

Enn óljóst hvenær gögn­in voru send og hver átti frum­kvæði að sam­skipt­un­um

Frásögnum Gísla Freys og Sigríðar Bjarkar ber ekki saman

Þrátt fyrir að Persónuvernd hafi kveðið upp úrskurð í máli Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, er enn margt á huldu um samskipti þeirra Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Hönnu Birnu, í nóvember árið 2013. 

Líkt og Kjarninn bendir á í dag er enn ekki hafið yfir allan vafa hvenær Sigríður Björk sendi Gísla Frey upplýsingarnar um málefni Tony Omos og hvort þær upplýsingar hafi nýst aðstoðarmanninum til að koma höggi á hælisleitandann þegar skjali innanríkisráðuneytisins var lekið. Þá sýna þau gögn sem Persónuvernd fékk í hendur ekki með óyggjandi hætti að Sigríður Björk hafi sent Gísla Frey greinargerðina um Tony Omos á vinnunetfang hans í innanríkisráðuneytinu. Stundin spurði Sigríði Björk á dögunum hvort hún hefði sent Gísla einhverjar upplýsingar á Gmail-netfang hans og svaraði hún neitandi. 

Rannsóknargögn lekamálsins benda til þess að Sigríður Björk hafi sjálf átt frumkvæði að samskiptunum að morgni dags þann 20. nóvember þegar hún hringdi í Gísla úr leyninúmeri. Í tilkynningu sem Sigríður sendi frá sér þann 18. nóvember síðastliðinn sagðist hún hafa hringt í Gísla „til að svara skilaboðum.“ Gísli neitaði þessu hins vegar í samtali við fréttastofu RÚV sama dag, og sagðist ekki hafa skilið eftir nein skilaboð til lögreglustjórans. 

Í samtali við fréttastofu RÚV stuttu síðar sagði svo Sigríður að hún hefði hringt í Gísla vegna þess að hann hefði reynt að hringja í hana kvöldið áður: „Vegna þess að hann reyndi að hringja í mig kvöldið áður og ég svaraði ekki.“ Í rannsóknargögnum lekamálsins kemur ekki fram að Gísli hafi hringt úr sínum síma í Sigríði að kvöldi dags þann 19. nóvember.

Líkt og DV greindi frá á sínum tíma voru símagögn innanríkisráðherra ekki skoðuð við rannsókn lekamálsins. Í viðtalinu við RÚV sagðist Sigríður Björk „ekki minnast þess“ að hafa talað við Hönnu Birnu í síma daginn sem gögnunum var lekið né heldur daginn eftir. DV fékk svo svipað svar frá Þóreyju Vilhjálmsdóttur, aðstoðarkonu Hönnu Birnu. „Ráðherra minnist þess ekki að hafa átt símtal við Sigríði Björk þennan dag,“ sagði Þórey aðspurð hvort málefni Tonys Omos og Evelyn Glory Joseph hefði borið á góma í samskiptum þeirra þann 19. nóvember árið 2013. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár