Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Enginn, sama hvernig hann klæðir sig eða hegðar ber ábyrgð á ofbeldi sem hann verður fyrir“

Boða til Druslu­göngu þann 25. júlí og stefna að met­þátt­töku

„Enginn, sama hvernig hann klæðir sig eða hegðar ber ábyrgð á ofbeldi sem hann verður fyrir“

Á strætóskýlum höfuðborgarsvæðisins má í dag finna „druslur“ á öllum aldri í tilefni Druslugöngunnar 2015 sem haldin verður þann 25. júlí. Með þessu vilja skipuleggjendur Druslugöngunnar hvetja fólk til að mæta í gönguna, sýna í verki samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis og taka afstöðu gegn slíkum glæpum.

Þess vegna eru allir þeir sem leggja málefninu lið druslur. Því enginn, sama hvernig hann klæðir sig eða hegðar ber ábyrgð á ofbeldi sem hann verður fyrir. Við eigum okkur sjálf og erum að taka orðið úr höndum þeirra sem nota það til að orsaka skömm og vanlíðan,“ segir í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum Druslugöngunnar í dag. Meira en 3 þúsund manns hafa boðað komu sína í gönguna á Facebook og vonast skipuleggjendur eftir 20 þúsund manns. Tilgangur göngunnar er, eins og áður, að færa ábyrgð kynferðisglæpa af þolendur og yfir á gerendur og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir kynferðisbrotum.

Þjóðþekktir einstaklingar í bland við fólk sem brennur fyrir málstaðnum birtast á strætóskýlunum sem og á plakötum um allt höfuðborgarsvæðið með áletrinu „ég er drusla“. Á strætóskýlum í dag má sjá Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, Möggu Stínu, tónlistarkonu og Hilmar Hildarson Magnúsarson, formann Samtakana 78, Pétur Kiernan, femínista og Öldu Villiljós, listamann. Hér má sjá öll plakötin. 

„Druslugangan hefur fest rætur sínar sem árviss viðburður í Reykjavík og verið í forystu í baráttunni fyrir breyttu hugarfari og orðræðu um kynferðisofbeldi. Druslugangan hefur dregið fram í dagsljósið það sem okkur sem samfélagi dylst allt of oft eða þorum ekki að horfast í augu við. Fjöldi fólks hefur skilað skömminni í aðdraganda göngunar og í kjölfar hennar, deilt sögum sínum og orðið öðrum innblástur. Með því að vera móttækileg fyrir því að heyra þessar sögur, með því að mæta í gönguna og senda þar með skilaboð um samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis byggjum við betra samfélag,“ segir í fréttatilkynningu um viðburðinn.

„Orkan í göngunni er einsök og stemningin einkennist af samstöðu, gleði, baráttuanda og vilja til að breyta samfélaginu til hins betra. Gangan og ræðurnar eru oft átakanlegar en andrúmsloftið sem myndast er einstakt og lætur engan ósnortinn. Ár hvert mætir fjöldi fólks sem vill deila sögu sinni og leita leiða til að sættast við fortíðina og horfa til framtíðar. Aðstandendur þolenda og aðrir mæta til þess að styðja samfélagslegar breytingar og þolendur ganga til að skila skömminni og ábyrgðinni þangað sem hún á heima; hjá gerendum. Það sem er okkur samt hvað mikilvægast er það að þetta er ekki bara einn dagur á ári sem gangan hefur áhrif, heldur hefur hún áhrif alla daga ársins. Með hverju árinu sem líður og boðskap göngunnar er haldið á lofti skila sífellt fleiri þolendur skömminni þangað sem hún á heima og er það einlæg trú okkar sem skipuleggjum gönguna að með þessari baráttu getum við ekki einungis hjálpað þeim sem orðið hafa fyrir ofbeldi heldur einnig komið í veg fyrir það. Með því að byggja upp samfélag þar sem kynferðisofbeldi er ekki grafið í sandinn heldur horfist í augu við það sendir samfélagið skýr skilaboð til mögulegra ofbeldismanna um að ef þeir brjóti af sér verði sagt frá. Gangan hefur þannig gríðarlega mikið forvarnargildi og gerir samfélagið öruggara og betra.“

Fram kemur að síðustu vikur og mánuði hafi ótrúlegur fjöldi einstaklinga stigið fram og skilað skömminni, í eitt skipti fyrir öll.

„Hver einasta manneskja sem stendur upp og tekur afstöðu breytir samfélaginu. Fókusinn er ekki lengur á þolendur heldur er loksins búið að beina kastljósinu á gerendur. Sú bylt­ing hef­ur hreyft við öllu sam­fé­lag­inu. Almenningur er orðinn meðvitaðri um að kynferðisofbeldi sé alltof algengt í okkar samfélagi og því eigi ekki að þegja yfir lengur. Þess vegna eru einkennisorð göngunar í ár „Ég mun ekki þegja“ og „Ég mun standa með þér“ Með því orðalagi er einstaklingurinn að gefa loforð fram í tímann sem við teljum gríðalega mikilvægt. Við í sameiningu sköpum samfélag sem stendur upp með þolendum og gerir þeim kleift að segja sína sögu, skammarlaust. Þessar setningar munu síðan prýða boli og annan varning göngunar sem verður frumsýndur á næstu dögum.

Við getum sýnt það í verki að við ætl­um ekki að láta þetta of­beldi yfir okk­ur ganga leng­ur. Við ætlum ekki að þegja, og við ætlum að standa með þeim sem segja frá. Þess vegna boðum við til Druslugöngu 25. júlí klukkan 14:00 frá Hallgrímskirkju. Gengið verður í átt að Austurvelli þar sem við taka ræðuhöld og tónleikar. Friðrik Dór, Úlfur Úlfur, Boogie Trouble og Mammút munu meðal annars spila og verða kynnar og ræðuhaldarar kynntir til leiks þegar nær dregur göngu.

Við hvetjum alla til að mæta og ganga fyrir breyttu samfélagi laust við ofbeldi og skömm. Taktu afstöðu – vertu drusla!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Druslugangan

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
3
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
10
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár