Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Enginn, sama hvernig hann klæðir sig eða hegðar ber ábyrgð á ofbeldi sem hann verður fyrir“

Boða til Druslu­göngu þann 25. júlí og stefna að met­þátt­töku

„Enginn, sama hvernig hann klæðir sig eða hegðar ber ábyrgð á ofbeldi sem hann verður fyrir“

Á strætóskýlum höfuðborgarsvæðisins má í dag finna „druslur“ á öllum aldri í tilefni Druslugöngunnar 2015 sem haldin verður þann 25. júlí. Með þessu vilja skipuleggjendur Druslugöngunnar hvetja fólk til að mæta í gönguna, sýna í verki samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis og taka afstöðu gegn slíkum glæpum.

Þess vegna eru allir þeir sem leggja málefninu lið druslur. Því enginn, sama hvernig hann klæðir sig eða hegðar ber ábyrgð á ofbeldi sem hann verður fyrir. Við eigum okkur sjálf og erum að taka orðið úr höndum þeirra sem nota það til að orsaka skömm og vanlíðan,“ segir í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum Druslugöngunnar í dag. Meira en 3 þúsund manns hafa boðað komu sína í gönguna á Facebook og vonast skipuleggjendur eftir 20 þúsund manns. Tilgangur göngunnar er, eins og áður, að færa ábyrgð kynferðisglæpa af þolendur og yfir á gerendur og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir kynferðisbrotum.

Þjóðþekktir einstaklingar í bland við fólk sem brennur fyrir málstaðnum birtast á strætóskýlunum sem og á plakötum um allt höfuðborgarsvæðið með áletrinu „ég er drusla“. Á strætóskýlum í dag má sjá Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, Möggu Stínu, tónlistarkonu og Hilmar Hildarson Magnúsarson, formann Samtakana 78, Pétur Kiernan, femínista og Öldu Villiljós, listamann. Hér má sjá öll plakötin. 

„Druslugangan hefur fest rætur sínar sem árviss viðburður í Reykjavík og verið í forystu í baráttunni fyrir breyttu hugarfari og orðræðu um kynferðisofbeldi. Druslugangan hefur dregið fram í dagsljósið það sem okkur sem samfélagi dylst allt of oft eða þorum ekki að horfast í augu við. Fjöldi fólks hefur skilað skömminni í aðdraganda göngunar og í kjölfar hennar, deilt sögum sínum og orðið öðrum innblástur. Með því að vera móttækileg fyrir því að heyra þessar sögur, með því að mæta í gönguna og senda þar með skilaboð um samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis byggjum við betra samfélag,“ segir í fréttatilkynningu um viðburðinn.

„Orkan í göngunni er einsök og stemningin einkennist af samstöðu, gleði, baráttuanda og vilja til að breyta samfélaginu til hins betra. Gangan og ræðurnar eru oft átakanlegar en andrúmsloftið sem myndast er einstakt og lætur engan ósnortinn. Ár hvert mætir fjöldi fólks sem vill deila sögu sinni og leita leiða til að sættast við fortíðina og horfa til framtíðar. Aðstandendur þolenda og aðrir mæta til þess að styðja samfélagslegar breytingar og þolendur ganga til að skila skömminni og ábyrgðinni þangað sem hún á heima; hjá gerendum. Það sem er okkur samt hvað mikilvægast er það að þetta er ekki bara einn dagur á ári sem gangan hefur áhrif, heldur hefur hún áhrif alla daga ársins. Með hverju árinu sem líður og boðskap göngunnar er haldið á lofti skila sífellt fleiri þolendur skömminni þangað sem hún á heima og er það einlæg trú okkar sem skipuleggjum gönguna að með þessari baráttu getum við ekki einungis hjálpað þeim sem orðið hafa fyrir ofbeldi heldur einnig komið í veg fyrir það. Með því að byggja upp samfélag þar sem kynferðisofbeldi er ekki grafið í sandinn heldur horfist í augu við það sendir samfélagið skýr skilaboð til mögulegra ofbeldismanna um að ef þeir brjóti af sér verði sagt frá. Gangan hefur þannig gríðarlega mikið forvarnargildi og gerir samfélagið öruggara og betra.“

Fram kemur að síðustu vikur og mánuði hafi ótrúlegur fjöldi einstaklinga stigið fram og skilað skömminni, í eitt skipti fyrir öll.

„Hver einasta manneskja sem stendur upp og tekur afstöðu breytir samfélaginu. Fókusinn er ekki lengur á þolendur heldur er loksins búið að beina kastljósinu á gerendur. Sú bylt­ing hef­ur hreyft við öllu sam­fé­lag­inu. Almenningur er orðinn meðvitaðri um að kynferðisofbeldi sé alltof algengt í okkar samfélagi og því eigi ekki að þegja yfir lengur. Þess vegna eru einkennisorð göngunar í ár „Ég mun ekki þegja“ og „Ég mun standa með þér“ Með því orðalagi er einstaklingurinn að gefa loforð fram í tímann sem við teljum gríðalega mikilvægt. Við í sameiningu sköpum samfélag sem stendur upp með þolendum og gerir þeim kleift að segja sína sögu, skammarlaust. Þessar setningar munu síðan prýða boli og annan varning göngunar sem verður frumsýndur á næstu dögum.

Við getum sýnt það í verki að við ætl­um ekki að láta þetta of­beldi yfir okk­ur ganga leng­ur. Við ætlum ekki að þegja, og við ætlum að standa með þeim sem segja frá. Þess vegna boðum við til Druslugöngu 25. júlí klukkan 14:00 frá Hallgrímskirkju. Gengið verður í átt að Austurvelli þar sem við taka ræðuhöld og tónleikar. Friðrik Dór, Úlfur Úlfur, Boogie Trouble og Mammút munu meðal annars spila og verða kynnar og ræðuhaldarar kynntir til leiks þegar nær dregur göngu.

Við hvetjum alla til að mæta og ganga fyrir breyttu samfélagi laust við ofbeldi og skömm. Taktu afstöðu – vertu drusla!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Druslugangan

Mest lesið

Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
4
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár