Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Borgarfulltrúi opnar umræðuna: Lýsir áfallastreitu eftir nauðgun

Guð­finna Jó­hanna Guð­munds­dótt­ir seg­ir frá áhrif­um kyn­ferð­isof­beld­is gegn sér á Face­book. Hún þakk­ar þeim sem stig­ið hafa fram og aflétt þögg­un. „Ég er þakk­lát þeim sem hafa stig­ið fram og við­ur­kennt að hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi.“

Borgarfulltrúi opnar umræðuna: Lýsir áfallastreitu eftir nauðgun

Guðfinna Jóhanna Guðmundsóttir, borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjvíkur, stígur fram á Facebook-síðu sinni í dag og greinir frá því þegar hún var misnotuð sem barn. Hún segist hafa glímt við áfallastreituröskun.

Fjöldi fólks hefur stigið fram undanfarið og sagt frá kynferðisofbeldi gegn sér. Tilgangurinn er að rjúfa þöggunina og skila um leið skömminni á réttan stað - til gerendanna. Guðfinna er þakklát þeim sem sagt hafa frá og rutt brautina.

„Ég er þakklát þeim sem hafa stigið fram og viðurkennt að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það hefur hjálpað mörgum. Það hefur hjálpað mér. Mér hefur verið nauðgað og ég hef átt við áfallastreituröskun að stríða. Ég þekki ekki þann sem nauðgaði mér. Hann bjó í húsinu við hliðina á vinkonum mínum þegar ég var barn,“ skrifar Guðfinna.

„Ég er ekki mikið fyrir að opna mig en ég ætla núna að stíga langt út fyrir þægindarammann“

Hún segist ekki vera mikið fyrir að opna sig en kýs nú að stíga út fyrir þægindarammann. „Ég er ekki mikið fyrir að opna mig en ég ætla núna að stíga langt út fyrir þægindarammann og þakka því fólki sem hefur hjálpað mér og öðrum með hugrekki sínu og aflétt þeirri þöggun sem hefur hvíld yfir kynferðisofbeldi og afleiðingum þess,“ skrifar Guðfinna.

Guðfinna segir að það að skrifa stöðufærsluna sé eitt það erfiðasta sem hún hafi gert á ævinni. „Það er erfitt að stíga fram og segja frá einhverju sem maður hefur falið svo lengi en það er líka erfitt að halda því leyndu. Ég viðurkenni það fúslega að það að viðurkenna að hafa verið nauðgað og setja þessa færslu hér er eitt það erfiðasta sem ég hef gert en samt ekki jafn erfitt og að hafa lifað með afleiðingum þess í áratugi.

Mikil áhrif áfallastreituröskunar

Færsla Guðfinnu
Færsla Guðfinnu Að skrifa færsluna og opinbera ofbeldi gegn sér var eitt það erfiðasta sem Guðfinna Jóhanna hefur gert.

„Áfallastreituröskun hefur mikil áhrif á daglegt líf þeirra sem eru haldnir henni og því er nauðsynlegt að opna umræðuna um hana. Kvíðinn, reiðin, óttinn, skömmin, martraðirnar, endurupplifunin, þráhyggjan, feluleikurinn við að brynja sig svo enginn viti hvað maður hefur gengið í gegnum, dagarnir sem maður hefur þurft að tala sjálfan sig í gegnum daginn til að komast af, félagsfælnin, vonleysið, vörnin, myrkfælnin og allt hitt sem fylgir er erfitt að lifa með og getur bitnað á mörgum enda fylgir slíkri vanlíðan oft hegðun sem enginn skilur en er í raun öskur á hjálp. Því er mikilvægt að opna umræðuna um afleiðingar kynferðisofbeldis og aðstoða þá sem hafa lent í kynferðisofbeldi,“ skrifar Guðfinna.

Skömmin færð á réttan stað

#drusluákall Tweets

Druslugangan, sem snýst um að færa ábyrgð kynferðisbrota frá þolendum yfir á gerendum, verður farin klukkan 14 á morgun frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. „Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem afsökun fyrir kynferðisglæpi. Færum skömmina þar sem hún á heima!“ segir í kynningu aðstandenda göngunnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Druslugangan

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
6
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár