Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Borgarfulltrúi opnar umræðuna: Lýsir áfallastreitu eftir nauðgun

Guð­finna Jó­hanna Guð­munds­dótt­ir seg­ir frá áhrif­um kyn­ferð­isof­beld­is gegn sér á Face­book. Hún þakk­ar þeim sem stig­ið hafa fram og aflétt þögg­un. „Ég er þakk­lát þeim sem hafa stig­ið fram og við­ur­kennt að hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi.“

Borgarfulltrúi opnar umræðuna: Lýsir áfallastreitu eftir nauðgun

Guðfinna Jóhanna Guðmundsóttir, borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjvíkur, stígur fram á Facebook-síðu sinni í dag og greinir frá því þegar hún var misnotuð sem barn. Hún segist hafa glímt við áfallastreituröskun.

Fjöldi fólks hefur stigið fram undanfarið og sagt frá kynferðisofbeldi gegn sér. Tilgangurinn er að rjúfa þöggunina og skila um leið skömminni á réttan stað - til gerendanna. Guðfinna er þakklát þeim sem sagt hafa frá og rutt brautina.

„Ég er þakklát þeim sem hafa stigið fram og viðurkennt að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það hefur hjálpað mörgum. Það hefur hjálpað mér. Mér hefur verið nauðgað og ég hef átt við áfallastreituröskun að stríða. Ég þekki ekki þann sem nauðgaði mér. Hann bjó í húsinu við hliðina á vinkonum mínum þegar ég var barn,“ skrifar Guðfinna.

„Ég er ekki mikið fyrir að opna mig en ég ætla núna að stíga langt út fyrir þægindarammann“

Hún segist ekki vera mikið fyrir að opna sig en kýs nú að stíga út fyrir þægindarammann. „Ég er ekki mikið fyrir að opna mig en ég ætla núna að stíga langt út fyrir þægindarammann og þakka því fólki sem hefur hjálpað mér og öðrum með hugrekki sínu og aflétt þeirri þöggun sem hefur hvíld yfir kynferðisofbeldi og afleiðingum þess,“ skrifar Guðfinna.

Guðfinna segir að það að skrifa stöðufærsluna sé eitt það erfiðasta sem hún hafi gert á ævinni. „Það er erfitt að stíga fram og segja frá einhverju sem maður hefur falið svo lengi en það er líka erfitt að halda því leyndu. Ég viðurkenni það fúslega að það að viðurkenna að hafa verið nauðgað og setja þessa færslu hér er eitt það erfiðasta sem ég hef gert en samt ekki jafn erfitt og að hafa lifað með afleiðingum þess í áratugi.

Mikil áhrif áfallastreituröskunar

Færsla Guðfinnu
Færsla Guðfinnu Að skrifa færsluna og opinbera ofbeldi gegn sér var eitt það erfiðasta sem Guðfinna Jóhanna hefur gert.

„Áfallastreituröskun hefur mikil áhrif á daglegt líf þeirra sem eru haldnir henni og því er nauðsynlegt að opna umræðuna um hana. Kvíðinn, reiðin, óttinn, skömmin, martraðirnar, endurupplifunin, þráhyggjan, feluleikurinn við að brynja sig svo enginn viti hvað maður hefur gengið í gegnum, dagarnir sem maður hefur þurft að tala sjálfan sig í gegnum daginn til að komast af, félagsfælnin, vonleysið, vörnin, myrkfælnin og allt hitt sem fylgir er erfitt að lifa með og getur bitnað á mörgum enda fylgir slíkri vanlíðan oft hegðun sem enginn skilur en er í raun öskur á hjálp. Því er mikilvægt að opna umræðuna um afleiðingar kynferðisofbeldis og aðstoða þá sem hafa lent í kynferðisofbeldi,“ skrifar Guðfinna.

Skömmin færð á réttan stað

#drusluákall Tweets

Druslugangan, sem snýst um að færa ábyrgð kynferðisbrota frá þolendum yfir á gerendum, verður farin klukkan 14 á morgun frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. „Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem afsökun fyrir kynferðisglæpi. Færum skömmina þar sem hún á heima!“ segir í kynningu aðstandenda göngunnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Druslugangan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár