Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Skiptum lokið í þrotabúi fasteignafélags N1

20 millj­arða skuld­ir af­skrif­að­ar ár­ið 2011.

Skiptum lokið í þrotabúi fasteignafélags N1

Skiptum í þrotabúi félagsins Umtaks ehf. lauk þann 11. janúar síðastliðinn og fékkst ekkert upp í lýstar kröfur sem námu aðeins 71 þúsund krónum. Félagið var hluti af BNT-samstæðunni og hélt utan um fasteignir olíufélagsins N1. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, var stjórnarformaður BNT og N1 þegar samstæðan lenti í fjárhagskröggum í hruninu en Benedikt Jóhannesson, nýr fjármálaráðherra, tók sæti í stjórnum félaganna eftir að Bjarni sagði af sér stjórnarformennsku. Arion banki hefur verið eigandi Umtaks undanfarin ár en kröfuhafar afskrifuðu tæplega 20 milljarða af skuldum félagsins árið 2011. Nú heyrir Umtak sögunni til, rétt eins og móðurfélag N1, BNT hf, sem var úrskurðað gjaldþrota árið 2012 en 4,3 milljarða skuldir þess voru afskrifaðar. 

Að því er fram kemur í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu hafði skiptum í búi Umtaks lokið á skiptafundi þann 24. ágúst í fyrra. Hins vegar þurfti að taka skiptin upp á ný til að ráðstafa réttindum sem í ljós komu eftir skiptalok. „Engar eignir fundust í búinu og var skiptum í því lokið 11. janúar 2017 samkvæmt 155. gr. laga nr. 21/1991 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta,“ segir í tilkynningunni. Fjárhagsörðugleika N1 hf og tengdra félaga má rekja til falls fjármálakerfisins og hruns íslensku krónunnar. Eftir að skuldir félaganna urðu óviðráðanlegar var fjárhagur þeirra endurskipulagður og tóku lánadrottnar yfir rekstur N1 upp í skuldir Umtaks og BNT. Bæði félögin voru síðar úrskurðuð gjaldþrota.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár