Skiptum lokið í þrotabúi fasteignafélags N1

20 millj­arða skuld­ir af­skrif­að­ar ár­ið 2011.

Skiptum lokið í þrotabúi fasteignafélags N1

Skiptum í þrotabúi félagsins Umtaks ehf. lauk þann 11. janúar síðastliðinn og fékkst ekkert upp í lýstar kröfur sem námu aðeins 71 þúsund krónum. Félagið var hluti af BNT-samstæðunni og hélt utan um fasteignir olíufélagsins N1. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, var stjórnarformaður BNT og N1 þegar samstæðan lenti í fjárhagskröggum í hruninu en Benedikt Jóhannesson, nýr fjármálaráðherra, tók sæti í stjórnum félaganna eftir að Bjarni sagði af sér stjórnarformennsku. Arion banki hefur verið eigandi Umtaks undanfarin ár en kröfuhafar afskrifuðu tæplega 20 milljarða af skuldum félagsins árið 2011. Nú heyrir Umtak sögunni til, rétt eins og móðurfélag N1, BNT hf, sem var úrskurðað gjaldþrota árið 2012 en 4,3 milljarða skuldir þess voru afskrifaðar. 

Að því er fram kemur í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu hafði skiptum í búi Umtaks lokið á skiptafundi þann 24. ágúst í fyrra. Hins vegar þurfti að taka skiptin upp á ný til að ráðstafa réttindum sem í ljós komu eftir skiptalok. „Engar eignir fundust í búinu og var skiptum í því lokið 11. janúar 2017 samkvæmt 155. gr. laga nr. 21/1991 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta,“ segir í tilkynningunni. Fjárhagsörðugleika N1 hf og tengdra félaga má rekja til falls fjármálakerfisins og hruns íslensku krónunnar. Eftir að skuldir félaganna urðu óviðráðanlegar var fjárhagur þeirra endurskipulagður og tóku lánadrottnar yfir rekstur N1 upp í skuldir Umtaks og BNT. Bæði félögin voru síðar úrskurðuð gjaldþrota.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár