Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Skiptum lokið í þrotabúi fasteignafélags N1

20 millj­arða skuld­ir af­skrif­að­ar ár­ið 2011.

Skiptum lokið í þrotabúi fasteignafélags N1

Skiptum í þrotabúi félagsins Umtaks ehf. lauk þann 11. janúar síðastliðinn og fékkst ekkert upp í lýstar kröfur sem námu aðeins 71 þúsund krónum. Félagið var hluti af BNT-samstæðunni og hélt utan um fasteignir olíufélagsins N1. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, var stjórnarformaður BNT og N1 þegar samstæðan lenti í fjárhagskröggum í hruninu en Benedikt Jóhannesson, nýr fjármálaráðherra, tók sæti í stjórnum félaganna eftir að Bjarni sagði af sér stjórnarformennsku. Arion banki hefur verið eigandi Umtaks undanfarin ár en kröfuhafar afskrifuðu tæplega 20 milljarða af skuldum félagsins árið 2011. Nú heyrir Umtak sögunni til, rétt eins og móðurfélag N1, BNT hf, sem var úrskurðað gjaldþrota árið 2012 en 4,3 milljarða skuldir þess voru afskrifaðar. 

Að því er fram kemur í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu hafði skiptum í búi Umtaks lokið á skiptafundi þann 24. ágúst í fyrra. Hins vegar þurfti að taka skiptin upp á ný til að ráðstafa réttindum sem í ljós komu eftir skiptalok. „Engar eignir fundust í búinu og var skiptum í því lokið 11. janúar 2017 samkvæmt 155. gr. laga nr. 21/1991 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta,“ segir í tilkynningunni. Fjárhagsörðugleika N1 hf og tengdra félaga má rekja til falls fjármálakerfisins og hruns íslensku krónunnar. Eftir að skuldir félaganna urðu óviðráðanlegar var fjárhagur þeirra endurskipulagður og tóku lánadrottnar yfir rekstur N1 upp í skuldir Umtaks og BNT. Bæði félögin voru síðar úrskurðuð gjaldþrota.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár