Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Skiptum lokið í þrotabúi fasteignafélags N1

20 millj­arða skuld­ir af­skrif­að­ar ár­ið 2011.

Skiptum lokið í þrotabúi fasteignafélags N1

Skiptum í þrotabúi félagsins Umtaks ehf. lauk þann 11. janúar síðastliðinn og fékkst ekkert upp í lýstar kröfur sem námu aðeins 71 þúsund krónum. Félagið var hluti af BNT-samstæðunni og hélt utan um fasteignir olíufélagsins N1. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, var stjórnarformaður BNT og N1 þegar samstæðan lenti í fjárhagskröggum í hruninu en Benedikt Jóhannesson, nýr fjármálaráðherra, tók sæti í stjórnum félaganna eftir að Bjarni sagði af sér stjórnarformennsku. Arion banki hefur verið eigandi Umtaks undanfarin ár en kröfuhafar afskrifuðu tæplega 20 milljarða af skuldum félagsins árið 2011. Nú heyrir Umtak sögunni til, rétt eins og móðurfélag N1, BNT hf, sem var úrskurðað gjaldþrota árið 2012 en 4,3 milljarða skuldir þess voru afskrifaðar. 

Að því er fram kemur í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu hafði skiptum í búi Umtaks lokið á skiptafundi þann 24. ágúst í fyrra. Hins vegar þurfti að taka skiptin upp á ný til að ráðstafa réttindum sem í ljós komu eftir skiptalok. „Engar eignir fundust í búinu og var skiptum í því lokið 11. janúar 2017 samkvæmt 155. gr. laga nr. 21/1991 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta,“ segir í tilkynningunni. Fjárhagsörðugleika N1 hf og tengdra félaga má rekja til falls fjármálakerfisins og hruns íslensku krónunnar. Eftir að skuldir félaganna urðu óviðráðanlegar var fjárhagur þeirra endurskipulagður og tóku lánadrottnar yfir rekstur N1 upp í skuldir Umtaks og BNT. Bæði félögin voru síðar úrskurðuð gjaldþrota.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár