Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Skiptum lokið í þrotabúi fasteignafélags N1

20 millj­arða skuld­ir af­skrif­að­ar ár­ið 2011.

Skiptum lokið í þrotabúi fasteignafélags N1

Skiptum í þrotabúi félagsins Umtaks ehf. lauk þann 11. janúar síðastliðinn og fékkst ekkert upp í lýstar kröfur sem námu aðeins 71 þúsund krónum. Félagið var hluti af BNT-samstæðunni og hélt utan um fasteignir olíufélagsins N1. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, var stjórnarformaður BNT og N1 þegar samstæðan lenti í fjárhagskröggum í hruninu en Benedikt Jóhannesson, nýr fjármálaráðherra, tók sæti í stjórnum félaganna eftir að Bjarni sagði af sér stjórnarformennsku. Arion banki hefur verið eigandi Umtaks undanfarin ár en kröfuhafar afskrifuðu tæplega 20 milljarða af skuldum félagsins árið 2011. Nú heyrir Umtak sögunni til, rétt eins og móðurfélag N1, BNT hf, sem var úrskurðað gjaldþrota árið 2012 en 4,3 milljarða skuldir þess voru afskrifaðar. 

Að því er fram kemur í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu hafði skiptum í búi Umtaks lokið á skiptafundi þann 24. ágúst í fyrra. Hins vegar þurfti að taka skiptin upp á ný til að ráðstafa réttindum sem í ljós komu eftir skiptalok. „Engar eignir fundust í búinu og var skiptum í því lokið 11. janúar 2017 samkvæmt 155. gr. laga nr. 21/1991 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta,“ segir í tilkynningunni. Fjárhagsörðugleika N1 hf og tengdra félaga má rekja til falls fjármálakerfisins og hruns íslensku krónunnar. Eftir að skuldir félaganna urðu óviðráðanlegar var fjárhagur þeirra endurskipulagður og tóku lánadrottnar yfir rekstur N1 upp í skuldir Umtaks og BNT. Bæði félögin voru síðar úrskurðuð gjaldþrota.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár