Á horni Páfuglsstrætis og Sankti-Jean torgs við útjaðar gamla bæjarins í Brussel mæli ég mér mót við Báru Sigfúsdóttur danshöfund á kaffihúsinu Aksum. Þessi grænmálaði eþíópíski staður er lítið vin í kaffisnauðri eyðimörk gamla bæjarins, þar sem hver einasti staður býður upp á að minnsta kosti tíu mismunandi klausturbjóra og eina gerð af gallsúru frönsku kaffi. Aksum býður upp á rótsterkt kaffi með bitrum keim sem fær mann til að hugsa um dökka mold og kryddangan. Ég panta espressó og bíð.
Bára kemur á tilsömdum tíma en biðst samt afsökunar á að vera sein. Það var smá símavesen hjá okkur báðum og við byrjum á að spjalla um belgísku símafyrirtækin, hvað það sé erfitt að fá gott net, svo um kaffið og loks nauðsyn þess að eiga góða vatnsryksugu. Bára er búin að búa í Belgíu í tæp sjö ár, hefur byggt sér upp nafn og sérstöðu í danssenunni hér …
Athugasemdir