Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Ekki ólíkt því að leita uppi svartamarkað eða dópsala“

„Myndi mað­ur dansa ef mað­ur færi í fang­elsi?“Bára Sig­fús­dótt­ir, dans­ari get­ur svar­að því ját­andi. Í þrjá daga dans­aði hún á ólög­legri dans­há­tíð, sem fram fór í kjall­ara of­an í kjall­ara, þar sem hætta var á harðri refs­ingu ef upp kæm­ist, op­in­berri hýð­ingu.

„Ekki ólíkt því að leita uppi svartamarkað eða dópsala“

Á horni Páfuglsstrætis og Sankti-Jean torgs við útjaðar gamla bæjarins í Brussel mæli ég mér mót við Báru Sigfúsdóttur danshöfund á kaffihúsinu Aksum. Þessi grænmálaði eþíópíski staður er lítið vin í kaffisnauðri eyðimörk gamla bæjarins, þar sem hver einasti staður býður upp á að minnsta kosti tíu mismunandi klausturbjóra og eina gerð af gallsúru frönsku kaffi. Aksum býður upp á rótsterkt kaffi með bitrum keim sem fær mann til að hugsa um dökka mold og kryddangan. Ég panta espressó og bíð.

Bára kemur á tilsömdum tíma en biðst samt afsökunar á að vera sein. Það var smá símavesen hjá okkur báðum og við byrjum á að spjalla um belgísku símafyrirtækin, hvað það sé erfitt að fá gott net, svo um kaffið og loks nauðsyn þess að eiga góða vatnsryksugu. Bára er búin að búa í Belgíu í tæp sjö ár, hefur byggt sér upp nafn og sérstöðu í danssenunni hér …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár