Ekki var gert mat á hagsmunum, hugsanlegu vanhæfi eða hagsmunaárekstrum þeirra sem komu að samskiptum við kröfuhafa og slitabú föllnu bankanna þegar samið var við kröfuhafana og unnið að losun fjármagnshafta. Þetta liggur fyrir eftir að fjármálaráðuneytið svaraði fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, þingmanns og fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar, um málið þann 22. ágúst síðastliðinn.
„Við undirbúning málsins var ekki framkvæmt sérstakt hagsmunamat en á því byggt að þeir sem áttu hlut að máli vikju sæti, teldu þeir sig hafa slík tengsl við kröfuhafa að það hefði áhrif á hæfi þeirra,“ segir í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.
Að minnsta kosti þrír lykilmenn í vinnunni við losun fjármagnshafta hafa gegnt yfirmannsstöðu í MP banka. Þetta eru þeir Sigurður Hannesson, vinur og ráðgjafi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og framkvæmdastjóri eignastýringar hjá MP banka; Benedikt Gíslason trúnaðarmaður Bjarna Benediktssonar sem hefur starfað sem framkvæmdastjóri bankasviðs sama banka og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, yfirlögfræðingur bankans …
Athugasemdir