Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Einn eigandi nýs álvers: „Fólkið úti á landi þarf líka að hafa vinnu“

Ingvar Unn­steinn Skúla­son, einn af eig­end­um og að­stand­end­um nýs ál­vers sem til stend­ur að byggja á Norð­ur­landi vestra, not­ar að mestu byggða­sjón­ar­mið sem rök­stuðn­ing fyr­ir bygg­ing­unni. Orka úr Blöndu­virkj­un á að verða eft­ir í hér­aði og styrkja þarf at­vinnu­líf­ið á svæð­inu. Fram­kvæmd­irn­ar eru harð­lega gagn­rýnd­ar af Land­vernd.

Einn eigandi nýs álvers: „Fólkið úti á landi þarf líka að hafa vinnu“
Engin orka fyrir álver Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, hefur sagt að engin orka sé til í landinu fyrir nýtt álver. Forsvarsmenn álversins nota byggðasjónarmið til að rökstyðja að orkan úr Blönduvirkjun eigi að fara í nýja álverið.

„Það hefur verið rætt við aðila innanlands sem hafa fjármuni til þess að standa í svona rekstri,“ segir Ingvar Unnsteinn Skúlason, eigandi fyrirtækisins Klappir Development ehf, aðspurður um hverjir það verða sem munu eiga 120 þúsund tonna álverið sem hugsanlega verður reist á Hafursstöðum í Skagabyggð. Klappir og sveitarfélög á Norðurlandi vestra hafa undirritað samkomulag um uppbyggingu álversins.

„Þá geta menn náttúrulega verið sáttari við það að verkefnið verði til því þá verður arðurinn af því eftir í landinu.“

Ingvar vill ekki gefa upp hvort lífeyrissjóðirnir eru í fjárfestahópnum: „Ég vil ekkert kommentera á það.“ Aðspurður segist hann ekki hafa rætt við aðila á Norðurlandi vestra, meðal annars Kaupfélag Skagfirðinga, sérstaklega um að vera hluthafar í álverinu. „Við ætlum að gefa þetta upp þegar við erum tilbúnir til þess,“ segir Ingvar en hann sjálfur mun verða einn af eigendunum.  

Kínverska fyrirtækið NFC mun byggja álverið en ekki vera í hluthafahópnum að sögn Ingvars. „Það kemur ekki til með að eiga álverið. Það mun taka þátt í rekstri þess, koma að því að setja það upp og sjá til þess að það virki. Að öðru kemur fyrirtækið ekki að álverinu […] Um er að ræða íslenskt álver. Þá geta menn náttúrulega verið sáttari við það að verkefnið verði til því þá verður arðurinn af því eftir í landinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Álver

Óskattlagðar vaxtagreiðslur Norðuráls úr landi tvöfalt hærri en hagnaður fyrirtækisins
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls úr landi tvö­falt hærri en hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins

Laga­setn­ing­in til að sporna við skatta­hag­ræð­ingu ál­fyr­ir­tækj­anna á Ís­landi mun ekki hafa mik­il áhrif á Norð­ur­ál og Alcoa. Vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls frá Ís­landi til eig­in fyr­ir­tæk­is í Banda­ríkj­un­um nema rúm­lega 84 millj­ón­um, hærri upp­hæð en sam­bæri­leg­ar greiðsl­ur hjá Alcoa.
Alcoa: Lagasetningin hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 milljarða vaxtagreiðslur 2014 og 2015
FréttirÁlver

Alcoa: Laga­setn­ing­in hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 millj­arða vaxta­greiðsl­ur 2014 og 2015

Vaxt­greiðsl­ur ál­fyr­ir­tæk­is­ins Alcoa hafa al­mennt ver­ið und­ir þeim við­mið­um sem kveð­ið er á um í nýj­um lög­um um tekju­skatt. Laga­breyt­ing­in sem á að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot slíkra fyr­ir­tækja virð­ist því ekki hafa mik­il áhrif. For­stjóri Alcoa seg­ir að fyr­ir­tæk­ið vinni að því að kanna áhrif laga­breyt­ing­ar­inn­ar á starf­semi ál­fyr­ir­tæk­is­ins.
Óskattlagðar vaxtagreiðslur Alcoa úr álverinu nema 67 milljörðum króna
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Alcoa úr ál­ver­inu nema 67 millj­örð­um króna

Vaxta­greiðsl­ur ál­vers­ins á Reyð­ar­firði til fé­lags í eigu Alcoa í Lúx­em­borg eru rúm­lega tveim­ur millj­örð­um króna hærri en bók­fært tap ál­vers­ins á Ís­landi. Síð­asta rík­is­stjórn breytti lög­um um tekju­skatt til að koma í veg fyr­ir slíka skatta­snún­inga. Indriði Þor­láks­son seg­ir að laga­breyt­ing­arn­ar séu ekki nægi­lega rót­tæk­ar til að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot með lána­við­skipt­um á milli tengdra fé­laga.
Stjórnendur álveranna væru lögbrjótar í Noregi
FréttirÁlver

Stjórn­end­ur ál­ver­anna væru lög­brjót­ar í Nor­egi

Norsk meng­un­ar­lög­gjöf er með tals­vert öðru sniði en sú ís­lenska. Í henni eru heim­ild­ir fyr­ir því að refsa stjórn­end­um fyr­ir­tækja sér­stak­lega, fremji þau ít­rek­að það sem kall­að er „meng­un­ar­glæpi“. Reglu­legt eft­ir­lit fag­að­ila með vökt­un ál­vera og hegn­ing fyr­ir brot á meng­un­ar­lög­um, sem er við­tek­inn sið­ur í Nor­egi, þekk­ist ekki á ís­landi.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár